Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 14

Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 14
HRA eir voru þegar farnir að spreyta sig á tilraunum með hraðritunaraðferð- ir í Forn-Grikklandi löngu fyrir Krists burð, en elzta samfellt kerfi, sem varð- veitzt hefur til okkar tíma, var fundið upp árið 63 f. Kr. af leysingja Ciceros, Marcusi Tulliusi Tiro, og öldum saman notað til að skrásetja ræður þær, sem rómverskir mælskusnillingar þrumuðu yfir seiðbundnum áheyrendum sínum. Æ síðan hefur hraðritun verið notuð með góðum árangri víða um veröld, ekki hvað sízt í verzlunar- og við- skiptaheimi nútímans, og fjöldamörg ný kerfi hafa orðið til og verið þrautreynd með stöðugum tilraunum og endurbót- um. Þeirra þekktast mun vera Pitmans- kerfið, sem flestir kannast við, a. m. k. af afspurn, en hér á landi hefur séra Helgi Tryggvason kennt ótölulegum grúa nemenda Duttonskerfið, sem hann hefur sjálfur notað síðan árið 1923 og aðlagað smám saman íslenzkri tungu. Hraðritunarskóli Helga Tryggvasonar á fjörutíu ára starfsafmæli um þessar mundir og þrátt fyrir tilkomu stálþráða og segulbanda á seinustu ár- um virðist þörfin fyrir leikna hraðrit- ara ekkert fara minnkandi. Það er ósköp handhægt að þurfa ekki á flókn- ari verkfærum að halda en blýanti og blokk, auk þess sem ekki er alltaf mögu- legt að hafa meðferðis segulbandstæki, og það er ekki aðeins skrifstofufólk, sem getur notfært sér hraðritunarkunn- áttu, heldur mætti einnig taka sem dæmi hversu nytsamt væri fyrir há- skólastúdenta að geta hraðritað fyrir- lestra, sem þeir sækja, drög að ritgerð- um og fleira þess háttar — já, að ekki sé nú minnzt á blaðamannastéttina ... Auðveldar afköstin „Ég vil sannarlega ekki vanmeta gildi vélanna,“ segir Helgi með áherzlu, „en ég álít hraðritunina alveg jafnnyt- sama eftir sem áður, þótt segulbands- tækin séu komin til sögunnar. Og ég er hálfhissa, hve fáir skólamenn átta sig á gildi hennar. Hún getur flýtt mjög fyrir námi og auðveldað afköst, og ég held, að enginn sjái eftir þeirri fyrir- höfn, sem það kostar að læra hana.“ „Hvað myndirðu segja, að þyrfti langan tíma og mikla æfingu til að ná sæmilegum árangri?“ „Ja, ég forðast nú allar skýrslur um námsárangur, hraða og þvíumlíkt, vegna þess að slíkur samanburður get- ur dregið kjark úr fólki. En ég tel nem- endurna hafa mest gagn af því að koma í tíma tvisvar til þrisvar í viku, eina klukkustund í einu, og æfa sig heima á hverjum degi. Það er heppilegra að æfa sig daglega, hversu stutta stund sem er, en að æfa kannski marga klukkutíma í einu á nokkurra daga fresti. Miðað við venjulegar aðstæður hérlendis, myndi ég segja, að hálft til JLJL rotft ofl i senn eitt ár dygði til að ná allgóðum árangri, ef námið er stundað af áhuga. En það er eins með hraðritun og aðrar íþróttir, að æfingin er aðalatriðið.“ Kvenfólkinu gengur betur „Hverjir læra helzt hraðritun hér á landi?“ „Skrifstofufólk langmest og stúlkur í miklum meirihluta. Það er geysileg eftirspurn eftir skrifstofustúlkum, sem eru góðar í hraðritun. Og kvenfólki gengur yfirleitt betur að læra hana en karlmönnum. Það er þolinmóðara og þrautseigara og vandar sig meira.“ „Hvaða eiginleikar eru nauðsynleg- astir til að geta orðið góður hraðritari?“ „Vandvirkni, vandvirkni og aftur vandvirkni. Ef skriftin er vönduð og hreyfingin rétt, kemur hraðaaukningin af sjálfu sér. Það er í rauninni rang- nefni að tala um hraðritun — aðal- atriðið er ekki hröð hreyfing heldur byggist kerfið á því að gera skriftina einfaldari og fljótlegri, ekki að flaustra. Hvergi borgar það sig betur en í hrað- rituninni að venja sig á að flýta sér hægt. Það kemur oft fyrir, að hinir ,síðustu verði fyrstir‘.“ ,,/^efast ekki margir upp í miðju kafi?“ „Jú, ýmsir hætta eftir stuttan tíma, en ég get þó aldrei vitað með vissu, hverjir eru endanlega hættir, því að stundum koma þeir aftur seinna og halda þá áfram af miklu meira kappi, og stundum fara þeir bara að hraðrita og æfa sig upp á eigin spýtur. Sumir hafa gaman af að prófa þetta, svona rétt til að sjá, að þeir geti það, og sum- um finnst hraðritunin skemmtileg tóm- stundaiðja, þó að hún verði kannski aldrei neitt meira.“ „Er ekki seinlegt að lesa úr hrað- ritun?“ „Nei, nei, ekki ef skriftin er vönduð. Ef vel er skrifað, er enginn vandi að lesa það. En þurfi maður mjög mikið að flýta sér, þá verður auðvitað erfið- ara að lesa úr skriftinni. Ræða, sem flutt er hægt, er lesin hraðar en hún

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.