Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 15

Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 15
Samtal við séra Helga Tryggvason sem kennt hefur hraðritun um fjörutíu ára skeið. TEXTI: STEIIMLMM S. BRIEM er flutt; ræða, sem flutt er á röskum meðalhraða, er lesin jafnhratt og hún er flutt; ræða, sem flutt er mjög hratt er lesin hægar en hún er flutt. Þetta er a. m. k. mín reynsla." „Hvað þarf góður hraðritari að geta skrifað mörg orð á mínútu?“ „60—70 er nóg fyrir venjulega skrif- stofuvinnu, en 180—200 þarf stundum, þegar ræður eru annars vegar, því að þær geta verið fluttar mjög hratt.“ „Hvað hefurðu marga nemendur saman í tímum?“ „Aldrei of marga í einu, 4—6 er mátu- legt. Maður þarf alltaf að fylgjast vand- lega með hverjum einstökum, og þótt allir byrji á sama stigi, eru þeir svo misjafnlega fljótir að tileinka sér regl- urnar. að hver verður að hafa þann hraða á, sem honum hentar bezt.“ „Verðurðu aldrei leiður á kennsl- Unni?“ „Nei, alls ekki, engir tveir nemend- ur eru eins, og ég er alltaf að kenna nýju og nýju fólki, svo að tilbreytnin er endalaus.“ „Hvað heldurðu, að þú sért búinn að kenna mörgum?“ „Ja, það hef ég ekki minnstu hug- mynd um — það er ótrúlegur fjöldi, enda hef ég verið að þessu seinustu fjörutíu árin.“ Framh. á bls. 25. Nú árið er liðið í aldanna skaut .v... og aldrei það kemur til ðaka, (v / j —-• . • nú gengin er sérhver þess gleði og þraut, §§ '5\ \ , (r~ það gjörvallt er runnið á eilífðar braut, /} \ s \,' "v en minnlng þess víst skal þó vaka. \ . ,, / . . X ' v ■/ / Þannig lítur þetta út, þegar það er hraðritað með Dutl- onskerfinu, sem séra Helgi hefur endurbætt og aðlagað íslenzkri tungu. v \\. - , \ / ^ / ...// , FALKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.