Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 38

Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 38
við sjúkrabeð. Meistarinn not- aði þó strangari orð en herra Allworthy, því að hann lýsti yfir því, að hinum sjúka bæri að taka slys þetta sem örlítinn forsmekk þeirrar miskunnar- lausu refsingu, er þeir á himn- um hefðu ákveðið honum vegna synda hans. Square var ekki á sama máli; hann kvað það fyrir alla geta komið að brjóta bein sín, jafnvel hina mestu spekinga, og eflaust væri slíkt slys hollt fyrir mann á ein- hvern máta. Blifil ungi kom og að sjúkrabeði hans, en sjaldan og aldrei einn. Hann vottaði honum samúð sína, en framfylgdi trúlega þeirri reglu sinni, að víkja aldrei kunning- lega að honum fremur en öðr- um, þar sem hann taldi slíkt hættulegt virðuleika manna. Sjálfur vék landeigandinn ekki frá sjúkrabeði Tom Jones, nema þegar hann reið á veiðar eða hafði fengið sér helzt til mikið neðan í því. Sat hann þó oft með bjórflöskuna á rúm- stokknum, vildi gjarna að hinn slasaði fengi sér líka bragð, þar eð lækningamáttur þeirfa veiga væri mun meiri en allra meðal- anna í lyfjabúðunum saman- lagt. En þó Tom Jones hafnaði jafnan því kraftaverkalyfi og læknirinn bannaði landeigand- anum stranglega að bjóða hon- um það, lét hann engan banna sér að þeyta hornið kröftug- lega úti fyrir glugganum, i hvert skipti sem hann reið á veiðar. Þá skauzt herbergisþernan við og við inn í herbergið, þar sem hinn slasaði lá, og sætti jafnan færis, þegar enginn var þar gestkomandi. Meðal ann- ars sagði hún honum þær frétt- ir, að ungfrú Soffía hefði sent hana með mjúkt lín og ýmsar góðar gjafir til Molly Seagrim. „En ef þú vissir allt það, sem ég veit,“ bætti hún við, „mundi ég líta hærra í þínum sporum, en til þessa stelputeturs. Já, og . mundi gera mér góðar vonir.“ „Hvað áttu við með þeim orð- um,“ spurði Tom Jones. 1 , . „Eg veit mínu viti, svo mikið j er víst,“ svaraði herbergisþern- an. „Og víst er um það líka, að (. betri kvenkostur fyrirfinnst j ekki. Þú hefðir átt að sjá hvernig hún roðnaði, þegar \ hún heyrði að þú hefðir kysst |. handstúkuna hennar forð- j um ...“ „Þá hefur þú sagt henni það.“ • „Sagt og ekki sagt. Síðan ; ber hún handstúkuna sýknt og i heilagt, og það þori ég að full- L Framhald á næstu síðu. TRELLEBORG ÞEGAR UM HJÓLBARÐA ER AÐ RÆDA TRELLEBORG SNJÓHJÓLBARÐAR OG HJÓLBARÐAR ÝMSAR GGRRIR Söluumboð: HRAUNHOLT VE) MIKLATORG GLNIMAR ÁSGEIRSSON H.F. Tom Jones . . . efast um það væri þýðingar- laust, fékk ég sönnun fyrir því um daginn, að við höfum þar enga von, þar eð hann leggur ást á þá konu, sem ber langt af okkur öllum, bæði að feg- urð, gáfum og metorðum. Er það og honum iíkt, að ráðast þar ekki á garðinn, sem hann er lægstur." „Hvað ertu að dylgja?“ spurði ungfrú Soffía. „Hvers vegna segirðu það ekki beinum orðum, sem þú þykist vita?“ „Þér megið þá ekki reiðast mér, ungfrú,“ mælti herbergis- þernan. „En það var um dag- inn, að hann kom inn í stofuna, og sá handstúkuna yðar liggja þar á stól, tók hana og strauk eins mjúklega og væri það meyjarvangi. Og þegar ég skip- aði honum að leggja hana aftur á sinn stað, að hann kynni að fara illa með hana sísvona — þá bar hann hana að vörum sér og kyssti hana svo heitt, að betur hefði sá koss brunnið á konuvörum." Ungfrú Soffía varð eldrauð, upp í hársrætur og niður háls- inn, það er sást. Bað hún her- bergisþernuna lengst orða að minnast ekki á þetta við nokk- urn lifandi mann og þernan sór, að fyrr skyldi hún láta rífa tunguna úr munni sér. Var kvöldverðarbjöllunni hringt í sömu svifum, og varð samtal þeirra ekki lengra í það skiptið. TÓLFTI KAFLI. Margir litu inn til Tom Jones . Það komu margir að heim sækja Tom Jones á meðar hann lá þarna vegna brotsin: en misjafnlega þægilegar muni honum hafa orðið þær heim sóknir. Herra Allworthy lei inn til hans daglega. Hann dáð að vísu þetta snarræði Toms og vorkenndi honum þjáningai hans, en lét tækifærið sam sem áður ekki ónotað til af minna hann á fyrri víxlspoi hans, en þó mildum orðum. Meistari Thwackum heim sótti hann einnig alloft, oj mun hann líka hafa álitið, a? siðferðisprédikanir hentuðu vei FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.