Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1965, Síða 22

Fálkinn - 23.08.1965, Síða 22
MEÐ SCAIMIA VABIS I EINNI STRIKLOTIi FRA NESKAIJPSTAÐ AÐ var dumbungur og þoka niður í miðjar hlíðar, þegar við lögðum af stað frá Neskaupstað um fimm- leytið á laugardag, og kýrnar á Skorrastað stóðu í einum hnapp við hliðið, og auðvitað þurfti ein að skera sig út úr og renna fyrir bílinn, sem kom á sextíu kílómetra hraða, en hemlarnir sviku ekki, þeir punktuðu á staðnum, og beljan var ofurlítið skömmustuleg, þegar hún forðaði sér. Fyrirtækið, sem á bílinn heitir Viggó h.f. skrásett í Neskaupstað og aðaleigandinn og bifreiðarstjórinn í þess- ari ferð heitir líka Viggó nánar tiltekið Sigfinnsson, tuttugu og fjögurra ára gamall Norðfirðingur, sem stund- að hefur vöruflutninga í nokkur ár. Bíllinn er Scania Vabis, stór og sterkur og léttur í akstri. Viggó h.f. á annan flutningabíl Mercedes Benz, sem Ólafur nokkur Ingimundarson, fyrrverandi rútubíl- stjóri ekur. „Hafnarbyggingin nýja hér á Norðfirði gaf mér start- ið,“ segir Viggó, „ég hafði ekið fyrir Birgi Runólfsson á Siglufirði og var orðinn kunnugur bransanum, þegar mér datt í hug að hefja flutninga sjálfur. Ég hafði bara einn bíl til að byrja með og setti mér frá upphafi að lofa ekki öðru en því, sem ég var alveg öruggur með að geta staðið við. Hugsaði sem svo, að oft væri betra að fá hlutinn seint, ef hægt væri að treysta því, heldur en að eiga vilyrði fyrir honum snemma og geta ekki treyst á það. Nú og fyrsta sumarið eða i hitteðfyrra var kappnógur akstur og þetta gekk ágætlega. Segja má kannski, að gashylkin hafi átt þar sinn stóra þátt. Þeir notuðu nefnilega mikinn súr við hafnarbygginguna, og gashylkin er bezti flutningur, sem maður fær, því þau verður að flytja fram og til baka.“ Það er rúmt og þægilegt í bílhúsinu, þar er aðeins einn stóll fyrir utan bifreiðarstjórastólinn, en bekkur fyrir aftan, þar sem hægt er að sofa. því í rauninni er ætlast til þess, að á þessum bílum séu tveir bílstjórar, sem aki til skiptis. Viggó hefur samt látið sig hafa það að vera einn og kastar sér bara útaf einhvers staðar á leiðinni. Við ökum upp að síldarbræðslunni á Eskifirði, og Viggó gefur sig á tal við verksmiðjustjórann. Þegar hann kem- ur aftur upp í bílinn segir hann: „Síldarbræðslurnar hér á Norðfirði eru mínir beztu kúnnar, og nú fæ ég bara lista til að útrétta eftir rétt eins og mjólkurbílstjórarnir í gamla daga.“ Það er mikil umferð á leiðinni upp á Héraðið og alls 22 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.