Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1965, Side 30

Fálkinn - 23.08.1965, Side 30
ÉG ER SÁ SEM ÉG ER Ungur maður yfirgefur heimili sitt og fjölskyldu og gerist flakkari. Þetta gerist að vísu á hverjum degi, einhvers staðar í heiminum. En það er ekki hversdags- legt, að sá sem þetta gerir sé sonur milljónera... og sonur mesta gamanleikara allra tíma. En þetta er Mikael Chaplin, sonur þeirra Charlie og Oonu Chaplin, og í þokkabót dóttursonur hins fræga leikritaskálds, Eugene O’Neill. Hingað til hefur alltaf ríkt þögn og launung um líf og lifnaðarhætti Mikaels, og þannig eru aðstæðurnar, þegar við ætlum að rannsaka hans líf og hans umhverfi. Og árangurinn er ekki aðeins skýrsla, heldur kannski fyrst og fremst röksemdafærsla fyrir því, hversu erfitt það er, að vera sonur listamanns, sem allur heimurinn þekkir. Það er hálf klukkustund til miðnættis. Það er hlýtt í Lundúnum þetta kvöld, hinn 7. ágúst 1964. Bítnikk- arnir ganga fram og aftur um Hyde Park. En einn þeirra kveður með þeim orðum, að hann ætli að skreppa út í Marble Arch. Við Marble Arch er hin fræga vatnsþró, þar sem ferðamenn eru vanir að kasta smámynt, og óska sér einhvers um leið. Og hjá vatnsþrónni er þessi sami náungi að gera eitthvað. Hann hefur vægast sagt vafa- samt útlit, — landshornaflakkari til hálfs, bítill til hálfs og sítt óásjálegt hárið fellur niður á herðarnar. Rólegur stingur hann hendinni öðru hverju niður í þróna. Og hann er fiskinn: 123 penny, 24 hálfpenny, 1 franki, 2 beliskir smápeningar og 1 amerískt cent. Samtals gera þetta um það bil 100 krónur íslenzkar. — Megum við fá að sjá vegabréf yðar? Náunginn deplar ekki einu sinni augunum, en með votri hendi leitar hann í vasa sínum. — Chaplin, Mikael, fæddur .. — Þetta . .. þetta er þá sonur Charlie! Þarna var hann sem sagt gripinn, og það var farið með hann á lögreglustöðina. Þar skýrir hann frá því, að hann er svarti sauðurinn í fjölskyldunni, og að hann vilji ekki skulda föður sínum nokkurn skapaðan hlut. — Ég er frjáls og án framtíðaráætlana. Faðir minn verður^ að skilja, að ég ætla að lifa lífinu eftir eigin höfði. Ég vil ekki lifa undir hans áhrifum. Og hvort sem það er af meðaumkvun eða einhverju öðru, þá sleppti dómarinn honum í þetta skipti. Samtal við Mikael. Þegar Mikael var heimsóttur sat hann á gólfinu heima hjá sér, með fæturna í kross eins og skraddari á borði sínu. íbúð hans er nokkra kílómetra frá Kensington Road, en einmitt þaðan lagði faðir hans einu sinni af stað, til þes að sigra heiminn. Þakið og veggirnir eru skítugir og nærri fallnir og það vantar helming glugga- tjaldanna. Það er mikið drasl í íbúðinni, og gólfteppið er mjög blettótt. 30 FÁLKINN hlutverki sem sonur Chaplins og dóttursonur O'NeilI. Hann hefur yfirgefið heimili sitt og vill lifa sjálfstœðu lífi. Og kannski finnur hann hlut- verk við sitt hœfi í dag, — sem leikari. Mikael 11 ára með foreldrum sínum. Þetta var um það leyti sem hann Iék í fyrstu kvikmynd sinni. Mikael og Patrika í Lundúnum: Og því meir, sem fólk gagn- rýnir útlit mitt. því meiri löngun fæ ég til þess að vera þannig.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.