Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Síða 10

Fálkinn - 14.03.1966, Síða 10
MEfl KÁTU FÓLKI TTÉR í borginni hefur um 18 ára skeið starfað félagsskapur ■tl sem kallað hefur sig Kátt fólk. Eftir l»ví sem við bezt vitum á þetta nafn vel við. Við litum inn á skemmtun hjá þeim í febrúar og þar virtust allir vera kátir og skemmtilegir. Eftir því sem við fengum upplýst er tilgangur félagsins að gefa félagsmönnum kost á góðum og ódýrum skemmtunum. Félagið heldur að minnsta kosti þrjár skemmtanir á ári, í nóvem- ber, febrúar og apríl. Samkomugestir mæta á samkvæmisklæðn- aði og allar skemmtanir eru vínlausar. Þeir sem mæta of seint verða að gjöra svo vel og troða upp með eitthvert númer. Á þessum skemmtunum sjá félagsmenn sjálfir um öll skemmti- atriði. En við skulum ekki hafa þennan formála lengri heldur snúa okkur að myndunum. Mynd 1: Og hér horfir fólk á og virðist skemmta sér vel. Mynd 2 og 4: Eitt af skemmtiatriðunum var að nokkur pör voru látin snúa bökuni saman, þannig áttu þau að dansa, og svo spil- aði hljómsveitin polka. Þessum gekk hvað bezt í polkanum. Mynd 3: Vinsælasta skemmtiatriðið var að Iáta einn karlmanninn finna eiginkonuna. Það var bundið fyrir augu hans síðan mynd- uðu sex konur hring á dansgólfinu og blindinginn var settur í þann hring. Þau brögð voru í tafli að fyrst í stað var eiginkonan ekki með í hringnum. Hér er Sigurður Runólfsson að leita fyrir sér. Hann lét ekki villa um fyrir sér og leysti þessa þraut vel af hendi enda þaulvanur að leita, bæði sem lögregluvarðstjóri og leitarstjóri Flugbjörgunarsveitarinnar. Mynd 5: Hér er mynd af borðhaldinu. Talið frá vinstri: Guðrún Árnadóttir, Jónheiður Nielsdóttir, Hulda Þorgeirsdóttir, Kristjana Jónsdóttir, Marteinn Kristinsson, Gunnar Guðjónsson, Pétur Hannesson og Hafliði Jónsson en hann er formaður félagsis. 10 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.