Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Qupperneq 10

Fálkinn - 21.03.1966, Qupperneq 10
PAÐ eru nú rúmlega 60 ár síðan menn fundu stærsta demant allra tíma. Ekki er unnt að útiloka þann möguleika, að aðra demanta, álíka stóra sé að finna í iðrum jarðar, en nútíma aðferðir við námuvinnslu eru svo harðhent- ar, að litlar líkur eru til, að þeir verði nokkru sinni upp- götvaðir. Því mun hin fræga „Stjarna Afríku“ sennilega halda sínum sessi í sögunni sem stærsti demantur verald- ar. Demanturinn vóg 3.24,75 karöt, þegar hann var skorinn út úr veggnum á nýopnaðri námu í hinu suður-afriska fylki Transvaal. Aldrei höfðu slik undur sézt áður. Demantskurð- armaður í Amsterdam velti steininum fyrir sér í hálft ár áður en hann dirfðist að leggja til atlögu við hann. En þegar hann ætlaði að fara að slípa fyrsta flötinn, steinleið yfir hann af geðshræringu. Steinarnir úr þessum risa- gimsteini prýða nú brezku ríkisskartgripina og eru taldir svo verðmætir, að vörður er hafður um þá dag og nótt. Sólin var í þann veginn að ganga til viðar yfir víðfeðm- um sléttum Transvaal kvöld eitt árið 1905, þegar verkstjór- inn við hina nýju Premier námu, Freddy Wells, fór sína venjulegu eftirlitsferð. Hann sá glampa á eitthvað í einum námuveggnum og athugaði það nánar. Sólin speglaðist í ein- hverju í blágráum klettaveggn- um. Það ljómaði eins og risa- vaxin eldfluga, og Wells tók fram hníf sinn skjálfandi hönd- um og fór að grafa í kringum þennan skínandi hlut. Augna- bliki seinna hélt hann á hinum ' stóra steini í lófa sínum. Cullinan-demanturinn var svo stór, að þegar hann hafði ver- ið skorinn í marga hluta, vó einn hlutinn 530 karöt og var fjórum sinnum stærri en nokk- ur annar demantur, sem áður hafði fundizt. Heimurinn var furðulostinn yfir þessum fundi og íbúarnir í Cullinan eru ekki

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.