Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Page 22

Fálkinn - 02.05.1966, Page 22
HANN STÆKKAR OG NÝ TÆKNI RÆÐUR STÆRÐ OG LÖGUN Brjóstaaðgerðir: árum saman hefur læknum verið ljós sú mikla sálfræðilega þýðing, sem barmur konunnar hefur fyrir hana — hann er henni tákn um yndisþokka hennar og kven- leika — og árum saman hafa þeir Ieitað betri aðferða til þess að fegra útlínur brjóst- anna. Ensk blaðakona skrifar hér um nýjustu uppgötvanir, sem gerðar hafa verið í mammaplasty. „Þegar kona missir brjóstin, finnst henni hún hafa verið vönuð.“ Maðurinn, sem lét sér þessi orð um munn fara og trúir þeim statt og stöðugt er fegrunarskurðlæknir. í tíu ár hefur hann framkvæmt skurð- aðgerðir til minnkunar, stækk- unar eða fegrunar á konubrjóst- um. Meðal sjúklinga hans eru mæður, sem hafa haft mörg börn á brjósti, og brjóstin þannig misst fyrri lögun' og þokka, konur sem hafa aflöguð og afskræmd brjóst eftir eina eða fleiri miður vel heppnaðar skurðaðgerðir og aðrar, sem hafa lítil og lítt þroskuð brjóst. Þær komá til þess að fá sér nýjan barm, sem þær geti hreyknar haldið sýningu á í kvöldkjól eða baðfötum og, það sem venjulega skiptir þær enn meira máli, þegar þær af- klæðast frammi fyrir eigin- mönnum sínum. Vitað er að sumar konur verða mönnum sínum algjörlega afhuga vegna þess að þær skammast sín fyrir ljót og slapandi brjóst sín. Skurðlæknirinn bendir á stað- inn þar sem skurðurinn er gerður áður en silicone pokinn, sem hann heldur á í hinni hendinni er látinn inn. » I 22 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.