Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 29

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 29
■ ÁLÆÐINU fylgja yfirsjónir, en sá breytir hyggilega, sem hefur taum á tungu sinni.“ K| Svo segir hinn vísi Salómon, og það ætti V ■ ég auðvitað að láta mér að kenningu verða. I ’ ! ■ Hafi hann ekki fundið lykil vizku sinnar, I I ■ þá veit ég ekki, í hvers fórum hans er að B m gð leita. En svo var líka annar maður, sem fi-Jj&i-JLgJgl sagði: ,Hið góða, sem ég vil, það geri ég SSSH ekki, en hið illa, sem ég vil ekki, það geri ég.“ Og árið 1926 gefur mér engin grið. Það vill endilega breiða úr sér á síðum Fálkans, og það er ég sem á að gefa því líf að nýju. Mér dettur það í hug, sem ég hef einhvern tíma heyrt að dánir drykkjumenn eigi það til að fá sér í staupinu handan við gröf og dauða með þeim handhæga hætti að drekka í gegnum þá, sem eftir lifa. Það er þá eins og í vísunni segir: , Beinin mín í brennivín bráðlega langar núna. Og þá féll ég undir eins í þá tálsnöru, sem Salómon varaði mig við, því að þetta var ljót og ómakleg samlíking, þegar jafngott ár á í hlut. í útlöndum var svo mikil og hræsnis- laus siðsemd, að enskri greifafrú var bönnuð landganga í Bandaríkjunum af því að hún hafði skilið við manninn sinn, páfinn fordæmdi stuttu pilsin, sem ungu stúlkurnar þurftu ekki einu sinni að kippa upp fyrir hnén á sér, því að þau náðu ekki niður á þau, og í Kentucky brenndu þeir veraldar- söguna eftir H. G. Wells fyrir þær sakir, að hana greindi stórlega á við fyrstu bók Móse. Þetta var brenna, sem fór hátíðlega fram, þegar reykurinn tók að lyppast upp í tært vetrarloftið, söng mannfjöldinn „Hærra minn guð, til þín“ einum rómi. Sællífið á íslandi má aftur á móti ráða af því, að þegar í byrjun febrúarmánaðar var færeyski hrafninn, sem Ólafur Sveinsson ól í vitanum á Reykjanesi, orðinn svo kostbær, að hann snerti ekki við rúgbrauði nema á það væri drepið smjörlíki (helzt af öllu Ásgarðssmjörlíki) og ekki sjáanlegt, að hann væri matseljum verulega þakklátur nema þær gauk- uðu að honum hangikjöti. Svona var nú sköpum skipt frá því hrafninn dró að mat handa Elíasi spámanni við Kedron- læk í hallærinu forðum daga, að Ólafur vitavörður varð að gefa Færeyjahrafninum það, sem bezt var til á búinu. Það var líka af sú tíð, að nokkur gæfi því gaum, þótt stjórn járn- brautanna í Kanada auglýsti gjafabók um það. hvernig inn- flytjendur væru studdir þar í landi. Fáa fýsti lengur til Kanada. Líkt og fólkið á Reykjanesi hyglaði hinum framandi hrafni, svo buðu þeir Gústaf Adólf Jónasson og Páll Skúlason höfuð- staðarbúum að njóta nægtanna á sólheimatungum anda síns. Það var hvorki meira né minna en sjálf Eldvígslan sem þeir snöruðu alskapaðri á leiksviðið með skáldið Bautasteina, trúbador ársins, með reku í stað gítars, Egil útgerðarmann á tróni þeirrar fremdar, sem á upptök sín í síld og þorski og háborg íslenzkrar menningar á Skólavörðuholti, risin fyrir til- verknað guðs og góðra manna með fangahús, kirkju og gálga. Það vantaði ekki einu sinni sökudólginn 1 gálgann. Þaðan kom það, að annar höfundurinn var seinna gerður að skrif- stofustjóra í dómsmálaráðuneytinu. Það var þá eins og nú, að sumir vildu, að listin þjónaði lífinu. Og neistarnir frá vígslueldi þeirra Gústafs Adólfs fuku víða. Á öskudaginn barst Kristjáni Albertssyni forkunnar- góður öskupoki úr leðri, og var á honum mynd af honum, umleikin eldgosum. Þar undir var skráð grænu letri: „Eld- vígslan — kær kveðja frá íhaldsbolsum“. Er það sögn þeirra er gripinn sáu, að einhver hinna gjöfulu bolsa hefði sýnilega gengið furðulega nærri sjálfum sér, jafnvel áþekkt og Ólafur Ljósvíkingur í skiptum sínum við heitkonuna. Þetta var svo sem ekki eina gjöfin, sem vakti athygli í bænum. Það var líka frægur gripur, sem nemendur Iðnskólans færðu Þórbergi Þórðarsyni. En þeir. sem þar voru að verki, gengu á svig við Eldvígslu þeirra tvímenninganna og létu sér að nægja hugmyndir úr Eddu. Þetta var sem sé „ritfanga- Stóll“ í likingu við Hliðskjálf Óðins. Sátu hráfnar tveir, sinn á hvorri hásætisbrík, hvort sem það voru fuglar þeir, er. flugu að tíðindum fyrir Óðin, eða hinir hvítú hrafnar Þór- bergs sjálfs. Að minnsta kosti voru það einhverjir vizku- fuglar. í sjálfu sætinu var bleik hauskúpa úr birki og blek- byttur úr silfri í augnatóftunum, Úr þeim silfuraugum er væntanlega blekið á Heimspeki eymdarinnar, bréfinu til herra Jinarajadasa. Þannig gáfu íslendingar spámönnum sínum góðar gjafir, og vafalaust hafa þeir oft glaðzt við þá fáséðu gripi, er þeim féllu í skaut — Kristján við eldvígslupokann og Þórbergur við hásæti vizkunnar. En fleiri urðu fyrir höppum þennan vetur. Tóbakseinkasala ríkisins hafði verið afnumin, og í árs- byrjun hófst kapphlaup tóbaksverksmiðja og tóbakskaup- manna, sem létu sér umhugað um, að íslendingar ykju reyk- ingar og vendust á það tóbak, sem líklegast var til þess að veita mesta hollustu og hamingju. Tómas Bear og synir hans voru slíkir gæíumenn, að þeir höfðu dálítið aflögu af Fílnum, sem sniðinn var við hæfi frumstæðs fólks, og nú margbuðust þeir í flannastórum auglýsingum til þess að liðsinna eyþjóð þessari, sem hrundið hafði af sér tóbakseinkasölunni. Og svo að henni væri ekki um megn að taka í framrétta hjálparhönd þessara greiðasömu feðga, þá var „verðið sett niður fyrir framleiðslukostnað“ Það var hreint ekki upp úr þurru, að Halldór Kiljan orti þessa vísu austur í Hallormsstaðarskógi um sumarið: Ég unni forðum ungmey fyrir handan, andlausri dúfu á bökkunum við Níl, þaðan, sem uppvex ljúfust fyrir landann ein lítil sígaretta kennd við fíl. Úr þessu lifi ég aðeins fyrir andann, þann eina sama fljótsins krókódíl. En það voru fleiri hjálpsamir menn í heiminum árið 1926 en þessir feður Fílsins, sem tóku sér byrðar á herðar til þess að miðla okkur dásemdum af Nilarbökkum. Þetta var að sönnu löngu fyrir daga Marshalls, en samt sem áður var engu líkara en flest vestræn lýðræðislönd, sem nokkuð kvað að, vildu leggjast á eitt að bjarga okkur við í tóbaksmálum. Þeir, sem bjuggu til Duncanspípurnar, efndu til þriggja daga „útbreiðslusölu“ í Tóbakshúsinu. OLLENDINGAR tóku sig til og létu stærstu vindlaverksmiðjur sínar búa til „sérstaklega fyrir íslendinga ágætis vindil Jón Sigurðsson“, og var Jón þessi vindill fáanlegur í heildsölu hjá Tóbaksverzlun íslands. Jafnvel Þjóðverjar, sem fyrir örfáum misserum höfðu fáu öðru getað sinnt en prenta sér peningaseðla, því að eina eða billjónir marka þurfti, ef einhver ætl- aði að kaupa sér í matinn, og vísast, að verð- ið stórhækkaði á leiðinni milli heimilis og búð- ar, nema hlaupið væri, skárust einnig í leikinn. Þeirra fram- lag var hið smekklegasta: Sígarettur með logagylltu munn- stykki, ætlaðar öllum þeim, sem vildu gæta sóma síns, jafnt konum sem körlum. Svipað var Kensitas farið. prúðbúnu stertimenni, líklega nýríkum gróssera, sem bar mikla uní- hyggju fyrir íslenzkri glæsimennsku og ávarpaði mörlandann svofelldum orðum: „Nú er ég kominn í kjól og hvítt með hinar margeftirspurðu, góðu sígarettur, sem bera sama nafn og ég, sem sé Kensitas.“ Auðvitað er það fjarri mér að vilja segja neitt misjafnt um Kensitas, — þennan háa og granna mann, skrýddan veizluklæðum. En einhvern veginn minnti hann samt á gamlan kunningja ísléndinga, sem raunar hafði ekki vitjað þeirra um alllangt skeið, er hér var komið sögu — hinn pokálega, holduga og brosmilda Kínverja, sem lengi hampaði elixírglasi á síðum íslenzku blaðanna. Það var jafnvel ekki með öllu grunlaust úm, að þeir væru ofurlítið skyldir, svo ólíkir sem þeir voru þó. Vitaskuld slógu íslendingar ekki á framrétta hönd um- hyggjusamra vina sinna heldur fóru að þeim ráðum, sem voru gefin. Um það vitnaði þýzki náttúrufræðingurinn Sonnemann, sem hingað kom súmarið 1926: . „Ungu stúlkurnar liggja í rúminu fram undir hádegi. Þá klæðast þær viðhafnarfötum, bera litasmyrsl á andlit.sér og fara síðan á slapgur. Þær reykja mikið, hanga á kaffihúsum og kóma ekki heim fyrr en komið er fram á riótt.“ FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.