Vaka - 01.04.1927, Side 90
!>00
RITFREGNIR.
vaka]
vissulega hafa haldið áfram að vera konungur, hefði ég
ekki látið tælast inn í þenna ófullkomna heim rudda-
legra og þó ófullnægðra ástríðna, losta, sem gerir sér
engan greinarmun, takmarkalausrar fýsnar og óskap-
legrar girndar" (Methuen, bls. 29). Hér talar hann og
um harmkvæli sín, um háðið og spottið, er hann varð
t'yrir, móðurmissinn, fátæktina og barnaránið, svo að
nokkuð vantar nú hér í þýðinguna! Og þessi ritstaður
hefði ef til vill gefið þýð. Ijósari skilning á því, sem á
eftir fer, en sem misþýtt er hjá honum á bls. 11, af því
að það er þrædþýtt eftir orðunum, en ekki eftir neinuin
dýpra skilningi: „maður, sem á líkingarfullan hátt var
tengdur við list og menningu míns tíma“ (a man who
stood in symbolic relation to the art and culture of my
age). Svona eiga menn ekki að þýða. Enginn skilur það
og enginn hefir gagn af því. Wilde segir rétt á undan, að
hann hafi verið „konungur“ í heimi listarinnar; og hér
segir hann auðvitað ekki annað en það, að hann hafi ver-
ið „ímynd“ (eða lulltrúi) listar og menningar síns tima,
og þá hverfur allt hið dulræna og óskiljanlega ur þýð-
ingunni.
Wilde segir, að tveir merkisatburðir hafi orðið í lífi
sínu, annar sá, er faðir hans sendi hann til háskólans í
Oxford, en hinn sá, er þjóðfélagið sendi hann í betrun-
arhúsið. Þó skýrir hann ekki frá neinu úr dvöl sinni í
Oxford nema einu atviki, en það réð líka úrslitum um
allan síðari æviferil hans. Hann segir:
„Ég man, að einn morgun í Oxford, árið óður en ég
tók próf, sagði ég við einn vina minna, er við gengum
um hina þröngu, fuglkviku stiga, sem kenndir eru við
Magdalenu-skólann, að ég vildi eta af ávöxtunum á öll-
um trjám í garði veraldarinnar, og að ég færi út í heim-
inn með þá ástríðu í sál minni. Og ég fór i sannleika
með þessa ástríðu og lifði eftir þvi. Eina villan mín var
sú, að ég hélt mér eingöngu við þau tré, sem voru sólar-
megin í garðinum, að því er mér virtist, og forðaðist hina
hliðina vegna skugga þess og dapurleika er yfir henni
hvíldi. Misheppnan, vanvirðu, fátækt, sorg, örvæntingu,
þjáningu, tár jafnvel, sundurslitin orð frá þjáðum vör-
um, iðrun sem leiðir mann um þyrnirbrautir, áfellandi
samvizku, refsandi sjálfsniðrun, ógæfu sem eys ösku yfir
höfuð sér, kvöl, sem klæðist í sekk og blandar galli í
bikar sinn — allt þetta óttaðist ég“. (ísl. þýð., bls. 43—44).