Vaka - 01.04.1927, Síða 90

Vaka - 01.04.1927, Síða 90
!>00 RITFREGNIR. vaka] vissulega hafa haldið áfram að vera konungur, hefði ég ekki látið tælast inn í þenna ófullkomna heim rudda- legra og þó ófullnægðra ástríðna, losta, sem gerir sér engan greinarmun, takmarkalausrar fýsnar og óskap- legrar girndar" (Methuen, bls. 29). Hér talar hann og um harmkvæli sín, um háðið og spottið, er hann varð t'yrir, móðurmissinn, fátæktina og barnaránið, svo að nokkuð vantar nú hér í þýðinguna! Og þessi ritstaður hefði ef til vill gefið þýð. Ijósari skilning á því, sem á eftir fer, en sem misþýtt er hjá honum á bls. 11, af því að það er þrædþýtt eftir orðunum, en ekki eftir neinuin dýpra skilningi: „maður, sem á líkingarfullan hátt var tengdur við list og menningu míns tíma“ (a man who stood in symbolic relation to the art and culture of my age). Svona eiga menn ekki að þýða. Enginn skilur það og enginn hefir gagn af því. Wilde segir rétt á undan, að hann hafi verið „konungur“ í heimi listarinnar; og hér segir hann auðvitað ekki annað en það, að hann hafi ver- ið „ímynd“ (eða lulltrúi) listar og menningar síns tima, og þá hverfur allt hið dulræna og óskiljanlega ur þýð- ingunni. Wilde segir, að tveir merkisatburðir hafi orðið í lífi sínu, annar sá, er faðir hans sendi hann til háskólans í Oxford, en hinn sá, er þjóðfélagið sendi hann í betrun- arhúsið. Þó skýrir hann ekki frá neinu úr dvöl sinni í Oxford nema einu atviki, en það réð líka úrslitum um allan síðari æviferil hans. Hann segir: „Ég man, að einn morgun í Oxford, árið óður en ég tók próf, sagði ég við einn vina minna, er við gengum um hina þröngu, fuglkviku stiga, sem kenndir eru við Magdalenu-skólann, að ég vildi eta af ávöxtunum á öll- um trjám í garði veraldarinnar, og að ég færi út í heim- inn með þá ástríðu í sál minni. Og ég fór i sannleika með þessa ástríðu og lifði eftir þvi. Eina villan mín var sú, að ég hélt mér eingöngu við þau tré, sem voru sólar- megin í garðinum, að því er mér virtist, og forðaðist hina hliðina vegna skugga þess og dapurleika er yfir henni hvíldi. Misheppnan, vanvirðu, fátækt, sorg, örvæntingu, þjáningu, tár jafnvel, sundurslitin orð frá þjáðum vör- um, iðrun sem leiðir mann um þyrnirbrautir, áfellandi samvizku, refsandi sjálfsniðrun, ógæfu sem eys ösku yfir höfuð sér, kvöl, sem klæðist í sekk og blandar galli í bikar sinn — allt þetta óttaðist ég“. (ísl. þýð., bls. 43—44).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Vaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.