Vaka - 01.11.1927, Qupperneq 28
346 HERMANN JÓNASSON: [vaka]
réttlætis. Svo var ekki — heldur hreint og beint hið
gagnstæða. Það var einmitt kirkjan, sem setti það fram
í rökfræðilegu kerfi, að refsingin ætti og yrði ófrávíkj-
anlega að vera kvalafullt böl. Kirkjan sló því föstu í
eitt skifti fyrir öll, að löggjafarnir væru fulltrúar Guðs
og allur hegningarréttur væru því G,uðs lög. Afbrota-
maðurinn, sem braut hegningarlögin, braut á móti
Guðs boði og þessvegna refsaði Guð honum — fyrir
milligöngu kirkjunnar, sem var umboðsmaður, er Guð
hafði sett á jarðríki til að framkvæma refsingarnar.
Kirkjan sagði: mótgerðir við menn er unnt að fyrirgefa,
en brot gegn Guði sjálfum aldrei. Afbrotamaðurinn
hafði brotið gegn Guði og fyrir það voru engar refsingar
nógu ægilegar. Maður verður að hafa það í huga, að
þessi röksemdaleiðsla var ekkert gaman, heldur rótgró-
in og trylll sannfæring, sem nákvæmlega var fylgt í
verkinu. í íslenzkum lögum frá 1846, sem nú eru i
gildi, er talað um „dómstól þeirra manna, sem settir
eru af Guði til þess, að þeir h a r ð 1 e g a refsi“, þar
er talað um Guð sem „endurgeldur opinberlega, sem
Iét bðlvun útfara, svo hún kæmi yfir þjófsins hús“ o.
s. frv. Þegar afbrotamaðurinn, syndarinn, sem kallað-
ur var, engdist af kvölum á bálinu, blánaði í gálgan-
uin eða rotnaði í myrkrastofunni, meðan fólkið horfði
á og æpti fagnaðaróp, sá það alls ekki lengur í söku-
dólgnum manninn, heldur oft hreint og beint djöful-
inn, sem hafði tekið manninn í þjónustu sína til að
vinna á móti Guði.
III.
Þessar skoðanir á refsiframkvæmdum breyttust í lok
átjándu aldarinnar. Margir mannúðarmenn voru að
verki við að rífa þær niður og sýna fram á, hve ó-
mannúðlegar þær voru. Rithöfundar franska upplýs-
ingartímabilsins áttu ekki lítinn þátt í þessu verki,
þeir rifu slæðu trúarinnar frá augum fólksins; þeir