Vaka - 01.11.1927, Page 56

Vaka - 01.11.1927, Page 56
374 KRISTJÁN ALBERTSON: [VAKA ! verður að eiga, inyndu nú i fyrsta sinni verða prentuð á vorri tungu. 4.—5. hvert ár gæfi forlagið út vönduð og myndprýdd stórrit: um merkustu menningartímabil sögunnar (gríska og rómverska menning, endurreisnar- tímabilið, 19. öldina, nútíðarmenning Evrópu, austræna menning), almenna veraldarsögu, menningarsögu, listasögu, bókmenntasögu, heimsspekissögu o. s. frv. allt alþýðlega ritað. íslendingur, sem vildi afla sér sæmi- legrar almennrar menntunar, yrði, þegar fram í sækir, ekki neyddur lil þess að lesa 9 bækur á erlendu máli, meðan hann læsi eina á móðurmálinu. Þjóðin myndi læra að hugsa um öll efni á íslenzku. Ritmál vort myndi liðkast og auðgasl og talmálið verða íslenzkara en nú er. 4. íslenzk ritlist myndi taka mikilli framför. Forlagið gæti fullgoldið hverjum rithöfundi og þýðanda starf hans og ætti heimtingu á vel unnu verki. Stjórn þess yrði að vera í höndum manns eða manna, sem sam- einuðu strangan og menntaðan smekk og andlegt frjáls- lyndi. Góðir rithöfundar einir yrðu samkeppnisfærir við bækur ríkisforlagsins, — útgáfa léttvægra eða illa rit- aðra hóka myndi stórum takmarkast. Rithöfundar vorir myndu hafa aga af þeirri tilhugsun, að verk þeirra og úrvalsrit heimsbókmenntanna hefðu samflot út til þjóðarinnar, — það myndi herða á kröfum þeirra til sjálfra sin. 5. Framtíð íslenzkra hókmennta yrði borgið. Vér gætum afnumið öll skáldlaun, nema heiðurslaun til einstöku eldri höfunda, sem ef til vill væru hættir að skrifa. íslenzkir menn, sem gæddir væru skapandi rit- höfundargáfu, gætu helgað sig starfi sínu í fullri vissu um að ef þeir semdu góð verk, yrði þeiin launað fyrir starf sitt. Og forlagið myndi fá verkefni þeim lærdóms- mönnum, sem hefðu gáfu til þess að skrifa menntandi hækur við alþýðu hæfi. Islendingasögur urðu til vegna þess, að á höfðingjasetrunum og i klaustrunum gátu

x

Vaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.