Vaka - 01.11.1927, Síða 62

Vaka - 01.11.1927, Síða 62
380 ORÐABELGUR. i vaka] Jón Sigurðsson skrifar Sigfúsi Eymundssyni 6. júlí 1874: „Ekki er eg neitt hræddur um, að ykkur mistakist með þjóðhátíðina. Einungis, að þið ekki skammizt ykkar fyrir að vera eins og þið eíuð. Það er mesta heimska að skammast sín fyrir þó maður sé fátækur og geti ekki spilað stórþjóð. Það eru Danir, sem hafa húið okkur í hendurnar. Ef við hefðum verið okkar eigin menn um 600 ár, þá gæti verið, að landið hefði nú hálfa millíón íbúa og þá gæti Danir spurt frétta. En nú verður að búa sem á bæ er títt og tjalda því, sem til er“. Vér þurfum ekki að fyrirverða oss fyrir efnalegar framfarir síðustu 50 ára, enda efast eg' ekki um, að há- tíðin 1930 verði miklu viðhafnarmeiri og margfalt dýr- ari en þjóðhátíðin 1874. Samt er enn þá ekki til neins að ætla að „spila stórþjóð" né leyna þvi, að vér séum efnalega frumbýlingar. Leið gestanna liggur um Reykja- vík. Hún verður ekki rifin niður og endurreist í nýrri og betri mynd á þessum þrem árum. 1930 eru tæp 60 ár Iiðin frá því að vér fengum fjár- forræði, og vér tókum þá við allslausu búi. Oss sæmir því vel að vera skammt á veg komnir efnalega. En hitt sæmir engu að síður þjóð, sem er að halda hátíðlegt 1000 ára afmæli löggjafarþings, að sýna, að hún sé ekki frumbýlinguT i hugsun og stjórnarfarslegum þroska. En það sýnum vér bezt með því að minnast orða Jóns Sigurðssonar og sníða oss stakk eftir vexti. Ef vér viljum gera þjc-ðina eftirminnilega hlægilega, þá skulum vér verja 2—3 millíónum króna til hátíða- haldanna: í dýrar veizlur, byggingar, sem hrófað er upp, og húsgögn, sem keypt eru til fárra nátta, og annan hé- góma, sem flesta mun reka minni til í smærra stil frá undanförnum konungsviðtökum. Siðan skulum vér leiða gesti vora um Reykjavík, sýna þeim húsakynni háskóla, hæstaréttar og þjóðminjasafns, segja þeim frá hag starfsmanna ríkisins og hvað gert er fyrir vísindi og listir, skýra þeim frá lánskjörum bankanna og hag at- vinnuveganna o. s. frv. Þeir munu sjálfir kunna að draga ályktanirnar. Hvað eigum vér þá að gera? Helzt sem allra minnst. Að undanteknum gestum alþingis, verður hver maður, sem hátiðina sækir, útlendur sem innlendur, að sjá sér sjálfur fyrir tjaldskjóli og vistum. Sá hluti hátíðahald- anna, sein nær til allra: ræður og söngur, leikar og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Vaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.