Vaka - 01.11.1927, Page 73

Vaka - 01.11.1927, Page 73
meiri en áður, gáfu andlitinu, með þess þroskuðu, karl- mannlegu dráttum einhvern tilkomumikinn svip“. Guðmundur Gislason Hagalín. Freysteinn Gunnarsson: DÖNSK ORÐABÓK, Rvík 1920. Útg.: ísaföldarprentsmiðja. Orðabók þessi hefir þegar verið ritdæmd svo rækilega (í Skírni),. að ekki er þörf á löngum né ýtarlegum rit- dómi um hana. Hún er að öllu leyti prýðilega útgefin, bundin í gott og snoturt band, prentuð með skíru letri, á allgóðan pappír. Hún er sniðin upp úr hinni alþekktu orðabók Jónasar Jónassonar og Björns Jónssonar, en sú bólc var búin að ganga sér til húðar og þurfti all-mikilla umbóta við. Endurskóðunin hei'ir tekizt sæmilega. Orðasafnið er aukið og mörgum smellnum og góðum orðum bætt inn í íslenzku þýðingarnar, nýyrði tekin upp, og einstök er- lend orð, er falla vel inn í íslenzkt mál. Virðist gætt hófs í hvorutveggja, og verkið yfirleitt vandað svo, sem á- stæður frelcast leyfðu. Þó fer ekki hjá því i svo stórri bók, að smávillur haí'i slæðst inn hér og þar. Það er nú ekki öðrum ætlandi en forhertum málfræð- ingum að lesa orðabækur spjaldanna á milli. Af ein- skærri samvizkusemi ætlaði ég mér að gera þetta, en gafst skjótt upp við það, enda sá ég fljótt, að vel mátti við una og flestar villurnar í upphafi bókarinnar, en færri siðar. Ég skal ekki fara í neinn sparðatíning, að- eins geta þess, að mér finnst höf. ekki alstaðar hafa haft nógu næman skilning á dönsku nútíðarmáli til þess að greina i milli algengra, lireltra og alveg nýrra merkinga, og á stöku stað eru alrangar þýðingar. AI- röng þýðing t. d. á: absolut: sérstæður (sbr.: abstrakt); Aksiom: forsenda; Syntese: orsakarökleiðsla; Telegram- bureau: skeytafélag; tilbagetrukken: afskekktur. — Úr- eltar merkingar: Anseelse: yfirbragð; Anskuelse: hug- sýn; artig: fyndinn. — Óþekkt nýyrði: adsöge: sælcja um. — Stafvillur á stöku stað: Skribeler (í stað Skrib- ler); Skrivfejl (í stað: Skriuefejl) o. s. frv. Sjálfsagt mætti tína ýmislegt fleira til. En þessir smá- gallar vega ekkert upp á móti kostuin bókarinnar. Kosið hefði ég, að danskt ö (0) hefði verið notað í dönskum orðum og framburðartákn hefðu verið við

x

Vaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.