Vikan


Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 6

Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 6
Pabbi frá mömmu, inn aftur og það var aðfangac lykt af honum. Lykt sem tilheyrir pabba einum Jólasaga eftir Guðnýju Sigurðardóttir hendurnar Frakkinn hans um hálsinn á honum og hjúfraði var grófur og kaldur viðkomu, ei 6 ViKAN Húsvarffarkonan hefur orðið. — Árnþóra, sagðist hún heita, Árnþóra Gabríelsdóttir, þvílíkt nafn, og ættuð að austan. Undarleg manneskja, talar ekki viS neinn, býður ekki einu sinni góSan daginn, þegar maður mætir henni. Sér er nú hvaS! MaSur er nú öSru vanur hér i þessu húsi, þar sem hver manneskjan er annarri prúSari og kurteisari. Ókurteis? — Nei, þaS voru ekki min orð, mikil ósköp, en það hefði ekki verið talið kurteisi í minni sveit aS hundsa fólk, sem vildi vera almennilegt við inann. Til dæmis daginn, sem hún flutti. ÞaS kom auðvitað bill með dótið hennar, en hvern- ig sem hefur staðið á því, þá bar bílstjórinn það ekki upp, en lét það við útidyrnar. Þar stóð svo konan og beið. Af þvi ég hélt, að hún þyrfti á hjálp að halda, ég fór til hennar og sagðist skyldu biðja Jónsa minn að halda undir borðið og divaninn með henni, hitt gætum við borið. En eins og hún hafi viljað þiggja það? — ekki aldeilis. — Þalck’ yður fyrir, það kemur maður rétt bráðum og hjálpar mér að bera þetta upp, sagSi hún. En auðvitað varð hún að biða heil- lengi eftir honum. Já, það er mikið, livað sumt fólk er skrítið. Hvernig lítur hún út? Og hvað er hún gömul? Ég gæti trúað aS hún væri kringum fimmtugt, meðallagi há, ekki ósnotur. Alltaf hreinleg til fara, — já, já, það má hún eiga. Hvað gerir hún? Það veit ég ekki. Líklega ekkert. Oft í viku koma til hennar karlmenn, oftast seinni hluta dags, — já, jafnvel á kvöldin, einu sinni skauzt einn niður stigann snemma morguns. Ég er hrædd um, að eitthvað gruggugt sé við þetta allt saman. Það má sannarlega vara sig á fólki, sem maður þekkir ekki. Það er aldrei hægt að fara nógu varlega í sakirnar, þegar um leigjendur er að ræða. Og hér sem alltaf hefur verið svo einstaklega prútt og heiðarlegt fólk, — já, það má nú segja, áreiðanlega leitun á öðru eins. — En maður sér nú, hvað setur. Hún borgar lmsaleiguna skilvislega, og enginn þarna á loftinu hef- ur kvartað undan henni, ekki enn þá að minnsta kosti. Svo er það nú þessi Eva Erikson, sem fluttist i herbergi númer scx i síðasta mánuði. Það er lika eitthvað skrýtið við hana og stelpuna hennar, gæti ég trúað. Frú Ágústa segir, að hún sé frá- skilin, en frú Gunnhildur segir, að hún hafi aldrei verið gift, bara átti barnið svona hinsegin, liklega með einhverjum útlendingi. Þetta er svo sem allra geðugasta kona, — já, hún er reglulega lagleg, og fötin, sem hún gengur i, eru ekki valin af lakara taginu. En mér er hulin ráðgáta, hvernig slíkt er hægt, og hafa fyrir barni að sjá, — en það er auðvitað mál, sem mér kemur ekki við. Frú Jórunn segir, að hún vinni á saumastofunni Diönu, sé þar aðal-tízkuteikn- arinn. Þetta getur svo sem vel verið. Og iitla telpan hennar, hún er vel upp alin, ef það er af góðu uppeldi, sem hún er svona stillt og hæg. Blessað barnið, kannski hefur það þegar séð ofmikið af alvöru lífsins. Já, telpan er ákaf- lega alvarleg, brosir sjaldan eða aldrei, anzar varla, ef á hana er yrt, — að því leyti er hún mjög lík Árnþóru. Frú Hallbjörg segir, að frú Eva hafi telpuna hjá sér á saumastofunni. Það er svo sem ekki neinn vandi fyrir hana, það fer áreiðanlega ekki mikið fyrir henni þar frekar en hér. Þaö, sem Árnþóra hefur aff segja. — Ég kann vel við mig hérna á loftinu, herbergið er ágætt. Allt fólkið i húsinu, sem ég hef séð, er almennilegt, sérstaklega þó húsvarðarkonan. Strax og ég kom, vildi hún endilega hjálpa mér með dótið, en Ólafur var búinn að lofa að koma, þvi að Árni var svo mikið að flýta sér, þegar hann ók mér og dótinu hingað, að hann mátti ekki vera að því að stanza. Árni er annars alltaf jafn- góður og hjálplegur við mig. Það er Ólafur lika og reyndar þeir allir í verksmiðjunni. Þeir flytja allt efni til mín og sækja svo kassana, þegar ég er búin að líma á þá. Einn morguninn, svona fyrir mánuði, kom Haukur eldsnemma, ég var rétt nýkomin á fætur, klukkan var víst ekki nema níu. — Nú ætlum við að biðja þig að fara að byrja á jólaskrautinu og körfunum, — það er ekki ráð, nema í tima sé tekið, sagði hann og var hressilegur að vanda. Já, jólaundirbúningurinn byrjar svo snemma hjá þeim þarna í verksmiðjunni. Núna á laugardaginn eignaðist ég góðan vin, það var yndislegt. Ég var að þvo eldhúsgólfið, þegar lítil telpa kom í dyrnar. Hún er dóttir konunnar í næsta herbergi við mitt. Hún stóð þarna dálitla stund graf- kyrr og þögul, fylgdist nákvæmlega með hverri hreyf- ingu minni og sagði svo: — Þú þværð ekki alltaf þetta gólf. — Nei, nei. — Hinar stúlkurnar gera það líka og mamina. — Já, já. — En mennirnir hérna? — Nei. — Af þvi ekki? Kunna þeir ekki að þvo gólf? — Þeir nota nú svo litið eldhúsið. — Já. Telpan elti mig, þegar ég fór fram á snyrtiherbergi að hella úr fötunni, og ég var að þvo mér um hendurnar, er hún sagði: — Hvað ætlarðu nú að gera? — Búa til jólaskraut. — Býrð þú til jólaskraut? —■ Já, langar þig að koma inn til mín og sjá það? — Já, þakka þér fyrir, ef ég má. Og andlit telpunnar, sem venju- lega var svo alvarlegt, ljómaði af gleði og eftirvæntingu. Þegar við komum inn í herbergið mitt, gekk hún rakleitt að borðinu, þar sem jólaskrautið er. — Hefur þú búið þetta allt? spurði hún svo. — Já. •— Líka þessa engla? — Já, — finnst þér þeir fallegir? — Já, þeir eru voða fallegir. Mikið lilýtur þú að vera dugleg að gera þetta. — Læt ég það nú vera. Þetta voru fyrstu kynni mín af Maríu litlu, en ekki þau seinustu. Heimsóknir hennar eru mér mjög kærkomnar, þvi að hún er ákaflega stillt og góð. Ég er farin að lilakka innilega til kvöldanna, þá kemur hún heim með mömmu sinni. Mamma hennar kom til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.