Vikan


Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 16

Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 16
Eplaréttir Eplasúpa úr nýjum eplum. 1% 1 vatn, % kg ný epli, 1 dl sykur, % tesk. salt, 1 rnsk. kartöflumjöl, 1 dl vatn. Safi úr % sítrónu eða 1 tesk. vanilju. E'plin eru þvegin, flysjuð, ef vill, skor- in í bita (fræhúsin tekin lir), iátin i sjóðandi vatn og soðin, þar til þau eru meyr Súpan er síuð, ef vili, i gegnum gatasáld. Sykurinn er sett- ur saman við. Jafnað er með kartöflu- mjölsjafningi, sítrónusaíi og ef til vill dálítið salt látið í eftir bragði. Borðuð með tvíbökum. Bökuð eplakaka (fljótleg). 600 gr ný epli eða 200 gr þurrk- uð epli, 100 gr sykur, 75 gr brauðmylsna, 50 gr smjörlíki (2 msk. rúsínur. en þeim má sleppa), 2% dl rjómi. Eldtraust mót er smurt með smjöri. Eplin eru flysjuð og skorin i þunna báta. % hluti eplanna er látinn i botn mótsins, % hluta syk- ursins stráð yfir, því næst % hl. brauðmylsnunnar og smjörsins i litl- um bitum. Þannig er lagt til skiptis og efst brauðmylsna og smjörbitar. Kakan er bökuð við meðalhita, þar til eplin eru meyr, um 20 mín. Borin fram heit með þeyttum rjóma. Séu notuð þurrkuð epli, eru þau lögð i bleyti daginn áður. Þau eru soðin ásamt rúsínunum með helmingnum af sykrinum, þar til Þau eru nærri gegnumsoðin. Epli m/karamellusósu. 8 jafnstór epli, 50 gr rúsínur, ávaxtasafi eða vin, sykurlögur, S stórar makkarónukökur Vaniljukrem. 5 dl mjólk, % stöng vanilja eða dropar, 3 egg, sykur, 2 blöð mat- arlím. Karamellusósa. 150 gr sykur, möndlur. Rúsinurnar eru lagðar í bleyti í ávaxtasafa eða víni í lokuðu iláti yfir nóttina Eplin eru flysjuð (fræhúsin tekin úr), soðin í lítið sætum sykur- legi, þar til þau eru meyr, en heil, siðan kæld, fyllt með rúsinunum og látin standa á makkarónukökunum, þegar þeim er raðað á fatið. Mjólkin er soðin með vaniljustönginni, eggin þeytt með sykrinum (1—2 tesk.), sjóðandi mjólkinni hellt saman við, þeytt vel á meðan, látin yfir vægan hita og þeytt mjög vel, annars aðskilst kremið (má ekki sjóða). Þegar það byrjar að stífna, er það tekið af og matarlímið, sem legið hefur í bleyti, látið í, — þeytt stöðugt, þar til krem- ið er hálfkalt. Sykrinum er hellt á heita, þurra pönnu, látinn bráðna og hrært í, Þar til myndazt hefur heit froða, 1% dl af sjóðandi vatni hellt saman við, hrært í og látið sjóða áfram nokkra stund, kæit og hellt saman við van- iljukremið, hellt á fatið með epl- unum og söxuðum hnetum eða möndl- um stráð yfir. Afgangurinn af krem- inu er látinn í sósukönnu. Jólabakst- ur og jólasælgæti Rjómatertubotnar. 4 egg, 175 gr sykur, 50 gr hveiti, 50 gr kartöflumjöl, 1 tesk. lyfti- duft. Eggin eru þeytt mjög vel með sykrinum. Hveiti, kartöflumjöli og lyftidufti er blandað varlega saman við, bakað strax i vel smurðum tertumótum 1—2 t. E'innig má baka þetta deig í hringmóti, en þá er viss- ara að strá örlitlu hveiti eða brauð- mylsnu í mótið. Skreytt með ávöxt- um og Þeyttum rjóma eða ís og ávöxtum. Möndluterta. 4 egg, 100 gr sykur, 1-2 matsk. hveiti, 1 tesk. lyftiduft, 100 gr fíntsaxaðar möndlur, 1 pk. (100 gr) saxað suðusúkklaði. Deigið er búið til á sama hátt og rjómatertubotnarnir, möndlum og súkkulaði blandað saman við, bakað í tveimur tertumótum. Þegar tertan er borin fram, er hún bleytt með ávaxta- safa eða víni. Þunnu lagi af góðu mauki er smurt yfir og bananasneið- um ( eða öðrum ávöxtum) raðað yfir. Skreytt með rjóma, banönum og rifnu súkkulaði. Ágætt er að nota bara ann- an botninn í tertuna og geyma hinn þar til síðar. Brún terta. 250 gr smjörlíki, 250 gr sykur, 1 egg, 500 gr hveiti, 3 tesk. lyftiduft, 1 tesk. kanill, 1 tesk. kakó, 1 tesk. hjartasalt, % tesk. pipar, % tesk. al'rahaxida, r.ijólk. Venjulegt, hrært deig, mjólkinni er bætt í s látt og smátt. Deigið á að vera fremur þykkt, smurt á fjórar vel s.-iurðar plötur, bakað við jafnan hita og tekið strax af plötunni, lögð saman með smjörkre.ni eða sultu og smjör- kremi. (Smjörkrem er i uppskrift af mommukökum í síðasta blaði.) Hnoðuð terta. • 500 gr hveiti, 250 gr sykur, 250 gr smjörlíki, 1 tesk. hjartasalt, 1 tesk, kardimommur. 1 egg, kalt vatn eftir þörfum. Hnoðað deig, vætt út í með vatninu, þar til það er hæfilegt, flatt út á fjórar plötur eða bakað í mótum. Þegar kökurnar eru kaldar, eru þær lagðar saman með góðu mauki. Séu botnarnir harðir, er ágætt, að maukið sé aðeins volgt. Góð ávaxtakaka. 175 gr smjörliki, 175 gr sykur, 3 egg, 225 gr hveiti, 2 sléttfullar tesk. lyftiduft, hýði og safi úr 1 sitrónu, rúsinur, kúrenur og súkkat (brytjað súkkulaði, ef vill). Smjörlíkið er hært vel með sykrin- um, eggjunum hrært í einu og einu ásamt einni matsk. af hveiti, ef með þarf. Hveitinu er síðan bætt í smátt og smátt ásamt hýðinu, safanum og því, sem eftir er. Bakað i smurðu hveitistráðu móti í um 45 mín. við meiri undirhita (150°). Konfektkaka. Kakan: 4 eggjahvítur, 140 gr flórsykur, 140 gr kókosmjöl. Kremiö: 100 gr smjör, 100 gr súkkulaði, 60 gr flórsykur, 4 eggjarauður Framhald á bis. 41. Jólodúkur Gólfábreiða Nú styttist óðum til jóla, og hér kemur tilvalinn jóladúkur. Efni: hvitur hör, stærð um 100x35 cm, grófieiki 10 þræðir á 1 cin, jurtalitað haðmullar- garn í þremur litum, rauð- guium, grængulum og koks- gráum, einnig fín javanál. Byrjið að sauma miðhlómið á stytlri kanti. Saumað er með þremur þráðum i nálinni. Byrjið í miðju blómi, 7 cm frá yztu hrún á börmum. Blómin eru höfð til skiptis rauðgul og grængul. Saumið nú blómin eftir teikningunni, sem sést greinilega á I. mynd. Atli, að i miðju blómi eru saumuð 4 lykkjuspor út á miili blaðanna. Blómin eru staðsett þann- ig, að 8 þræðir eru á milli þeirra, þ. e. a. s. frá miðju til miðju eru 24 + 8 + 24 = 56 þræðir. Þegar útsaumi er lokið, er dúkurinn faldaður með venju- legum gatafaidi (húllfaldi), saumuðum frá vinstri til liægri á röngu með hvítu hör- garni. Faldurinn er 1 cm á Framhald á bls. 51. Litlar gólfábreiður og renningar eiga alltaf staði á hverju heimili. Hér kemur mjög einföld gerð slíkrar gólfábreiðu, þ. e. a- s. prjónuð með garðaprjóni. Bezt er að nota íslenzkt ullargarn í sauðarlitunum, gjarnan má prjóna úr þvi tvöföldu og vinda þá saman tvo liti, prjónið síðan ferninga. Smekksatriði er, hve við prjónum ferningana stóra og marga, og fer það eftir því, hvaða stærð við viljum hafa á ábreiðunni. — Hér kemur uppskriftin af ábreiðunni, sem sést á myndinni: Prjónið úr einföldu fjögurra þráða bandi. Fitjið upp 40 1. á prjóna nr. 2, prjónið nokkuð fast með garðaprjóni, þar til stykkið er um ferkantað eða 32 prjónar; fellið þá af. Prjónið síðan 15 slíka ferninga, þá verður stærð ábreiðunnar 90x50 cm. Saumið nú ferningana saman, og heklið eina umferð með laufum eða fastahekli í kring. Hnýtið kögur á endana og saumið gúmsvampsþynnu undir ábreiðuna til þess að fá mýkt og einnig til þess, að hún haldist föst á gólfinu. Tyllið ábreiðunni fastri við svampinn hér og þar með smá- um sporum, svo að prjónið losni ekki frá svampþynnunni. 16 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.