Vikan


Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 25

Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 25
lega v18, mæltl Iðgfræðlngurlnn vlngjarnlega. fig fullvissa yður um, að ég tek þessu ekki sem spaugi .... Hann las bréfið á ný. — Óbeinlínis gæti þessi setning „Ef eitthvað kæmi fyrir mig“, bent til þess, að móðir yðar hafi búist við að eitthvað óþægilegt kynni að koma fyrir. Sízt af öllu vilfii ég vekja yður ótta, en — var hún hrædd við nokkuð? Barbara hrökk við er hún heyrði þessa spurn- ingu. — Já, það held ég annars að hún hafi verið. Við vorum alltaf að flytja okkur af einum stað á annan, eins og hún væri hrædd um að einhver elti okkur, en hún sagði mér aldrei hvers vegna. — Hvernig dó hún? Barbara hrökk aftur við. — Hún var úti að verzla. en rann á steinþrepum. Enginn sá þegar óhappið vildi til Við réttarhöldin var sagt að þrepin hefðu verið slepjuð og varasöm .... — Yður grunaði ekki að neitt væri athugavert við það? —■ Nei, auðvitað ekki! Við áttum enga óvini — og enga vini heldur, ef svo mætti segja .... Hún þagnaði snögglega er bústýran kom inn með teið. — Við skulum spyrja frú Padgett, mælti Den- ísa. ■— Hún hefur verið hjá Georgínu frænku -— alveg frá þvi hún kom nýgift til Hlégarða. Litla, kringluleita konan brosti til þeirra. — Hún var i sannleika indæl brúður, ungfrú. — Munið þér til að hún hafi nokkru sinni minnst á konu að nafni frú Crosby? — Maríu Crosby, bætti Barbara við. — Það var móðir min. Bústýran hleypti i brúnir og hugsaði sig um. — Crosby — María Crosby. Það eru æði mörg ár síðan, en — jú, ég held að hún hafi verið ein af beztu vinkonum frú Temperley. Kyrrlát og dökkhærð kona, sem var fjarska stillt .... — Móðir mín var það! Barbara beið í ofvæni. — Þetta er það eina sem ég man, ungfrú, en maðurinn minn man kannski betur. Hann hefur eindæma gott minni. — Látið hann koma hingað, mælti Denisa. Herra Padgett var sterklega vaxinn og rauð- birkinn. Hann gat lítið annað en endurtekið það sem kona hans hafði sagt. Ekki varpaði þetta sérlegu ijósi yfir bréf það er verið hafði erindi hennar hingað til Hlégarða, hugsaði Barbara vonsvikin. Georgina Temperley var sú eina sem leyst gat úr þessari launung, — og hún var látin. Það var enginn annar til sem neitt vissi, og þvi var ekki ástæða til að staldra hér lengur við. — Þið hafið tekið þessu mjög vel'.... tók hún til orða. — Nei, þér megið ekki fara, hrópaði Denísa. Við erum nú búin að komast eftir því, að þær móðir yðar og frænka mín voru góðar vinkonur, svo nú verðið þér að dveljast hér í nokkra daga og hjálpa okkur til að leita að skrininu. Það getur orðið gaman — og auk þess er mér illa við að láta hluti reka á reiðanum og biða í óvissu. Róbert Soames tók í sama streng. — Verið þér kyrrar, ef þér getið, ungfrú Crosby. Húsið er fullt af munum og dóti frá mörgum kynslóðum, svo vel getur verið að eitthvað finnist. — Ég get lánað yður föt, ef þér viljið, hélt Denisa áfram. Þér gerðuð mér greiða með þessu, Barbara, því mig hefur sannarlega vantað stúlku til að vera hjá mér. Mig langar til að tala um fatnað og þess konar, en ekki um tilbúinn áburð, búskap og framkvæmdir. — Ég er hérna með nokkrar skýrslur með mér, sem þú þarft að skrifa undir, mælti lögfræðing- urinn og brosti. Denísa tókst á loft. — Þér verðið kyrrar, er það ekki? •— Vitaskuld verður hún kyr, sagði Júlían Bax- ter og dró seiminn. — Farið þið bara inn og skrifið undir ykkar skýrslur, ég skal sjá um hana. — Jæja, um hvað viljið þér helzt tala? — Þér gætuð sagt mér, hvers vegna þér eruð svo viss um að ég vilji vera kyrr hér. Hann hallaði sér upp að arninum og leit á hana. Það var bæði viðurkenning og aðfinnsla í augna- ráði hans. — Þér eruð fallegasta stúlka. Hún roðnaði. — Viljið þér svara spurningu minni? — Ég var að brjóta heilann um, hvers vegna þér hefðuð gert Þess konar hluti að atvinnu yðar. Stúlka með annað eins útlit, sem gæti hæglega gifst einhverjum vellríkum vesalingi. Henni fannst sem hann hefði slegið hana í andlitið. — Hvers konar hluti? spurði hún og saup hveljur. •—■ Maður gæti kallað það bændaveiðibrellur. Denisa er nýbúin að erfa auð fjár eftir frænku sína, og við Róbert Soames erum svo að segja önnum kafnir allan daginn við að halda úlfun- um i hæfilegri fjarlægð. Það er undantekning, að þér skulið vera úlfynja, mín kæra, snotra Bar- bara. — Ég veit ekki við hvað þér eigið. — Þá skal ég segja yður það, mæltl hann hvössum rómi. Þér komið hingað með heimsku- lega sögu um skilaboð, er móðir yðar á að hafa látið yður eftir. Og móðir yðar var — af hreinni tilviljun auðvitað — bezta vinkona frú Georgínu Temperley. — Því hef ég aldrei haldið fram, andmælti Barbara Það var bústýran. — Vitaskuld hafið þér verið búnar að komast eftir, hverjir voru vinir Georgínu sálugu, og hverjir þeirra voru látnir, sem betur fór. Þá gát- uð þér svo komið hingað á eftir, með einhverja lygasögu, sem gæti komið Denísu til að taka yður með opnum örmum — og opnu ávísanahefti. Barbara stökk á fætur og augu hennar skutu eldingum af reiði. — Dirfist þér að gefa í skyn, að ég .... — Já. Rödd hans tók yfir hennar. Ég er búinn að lesa úr laumuspili yðar, og ég sting upp á að þér hypj:ð yður, áður en ég kalla á lögregluna. Ég skal skila til Denísu, að þér hafið verið bún- ar að mæla yður mót á öðrum stað. Barbara hefði viljað gefa mikið til þess, að geta horfið á brott úr húsinu, en — hún gat það ekki. E’f hún gerði það, myndi þessi óþolandi ungi maður sannfærast um, að hinar ægilegu ásakanir hans væru réttar. Hún leit á hann og bláu augun leiftruðu. -— Ég fer hvergi. Ég ætla að vera kyr og sanna hvílík- ur lygari þér eruð! Maðurinn starði ógnandi á hana. — Enginn skyldi kalla mig lygara .... — Það geri ég! Það ruglaði hann í ríminu, hversu hún bauð honum byrginn, en svo áttaði hann sig. — Fyrst svo er, verður annað hvort okkar að biðja af- sökunar, áður en þér farið héðan, mælti hann hryssingslega. -— Ég er ekki vanur að vera gróf- yrtur, nema kringumstæðurnar krefjist þess. Unga stúlkan var hættulega nærri gráti. Hún hataði þennan mann, — og vissi þó jafnframt að hún myndi geta elskað hann. Júlían Baxter var henni eitthvað alveg spánnýtt, eitthvað ofboðs- lega spennandi, sem kom henni til að þrá, að þau mættu Þekkjast og læra að skilja hvort annað. — Þér eru and- styggilegur, sagði Iiún kuldalega, — en ósk- aði sér, að hann tæki hana í faðm sér og margkyssti hana. Geturn viS nokkuö gert fyrir ySur, spurSi unga stúlkan. Hinum megin við ganginn hafði Róbert Soames lokað sig og Denísu inni í bóka- safninu. — Júlian getur á- reiðanlega séð fyrir henni í svo sem háif- tíma, mælti hann blið- lega. I-Iann stenzt aldrei fallegt andlit, eins og þú veizt. Denísa leit á hann og grænu augun henn- ar glóðu. — Hver er hún, Ró- bert? Heldur þú að .... — Þú veizt svo sem vel, að hún er dóttir Georgínu Temperiey. Hún er erfinginn sem vantaði, er tekið get- ur allt sem þú erfðir, — ef hún kæmist að þvi hver hún er. — Því trúi ég ekki! Hann tók sér vindl- ing úr jaðidós á borð- inu. ------ Væna mín það er enginn vafi á þessu. Ég er búinn að segja Þér, að áður en frænka þin dó, lagði hún f.vrir mig, að reyna að finna barn hennar, ef það væri enn á lífi. Hið eina sem hún gat sagt mér var, að fóstra telpunnar héti María Crosby, og að öllum líkindum hefði Bar- bara Temperley tekið sér það nafn. Hún út- skýrði þetta ekki nán- ar. Bað mig aðeins að finna telpuna. — Og þú fannst hana ekki! — Ég reyndi ekkert til þess, svaraði hann með hægð og brosti afsakandi Til þess var ég of ást- fanginn af þér. Mér var ljóst, að frænka Þín étti ekki langt eftir og ég vissi að hún myndi b'ða með að gera erfðaskrá, þangað til hún hafð: fengið fréttir af dóttur sinni Þær fékk hún aldrei, og því andaðist hún án þess að láta eftir sig erfða- skrá. Og þú fékkst eígur hennar sem eini erfing- inn. Unga stúlkan stökk á fætur í æstu skapi. — Og svo á ég nú að missa allar þessar eignir, húsið og allt — vegna ókunnrar stúlku, sem ekki veit einu sinni hver hún er! Róbert, Þurfum við að segja henni það? Getum við ekki komið henni burtu? — Til þess að hún geti farið eftir öðrum upp- lýsmgum, sem fóstra hennar hefði kunnað að skilja eftir sig? Nei, það getum v>ð ekki átt á hættu Ef þú hefðir feng:ð svona skilaboð, mynd- ir þú ekki unna þér hvíldar, fyrr en þú vissir, hvað að baki þeim lægi, og sama gildir um hana. Það erum við, sem verðum að koma í veg fvrir, að hún fái vitneskju um, að hún er Barbara Temperley. — Og ef hún kemst að þvi? Hann tók bók ofan úr einni hillunni. — Þessi bók er um arfa og erfðaskrár, og er all flókin. Við vitum, að Georgina Temperley var móðir hennar og Hugh Temperley faðir, því það sagði Georgína mér. En hvers vegna lét hún þá koma barninu í fóstur hjá öðrum? Temperley hjónin voru efnaðir jarðeigendur — og þess konar fólk, sem vill eignast börn til að halda við erfðavenj- um ættarinnar. Auðvitað getur hún verið óskil- getin. Denísa glápti á hann. — Hvernig getur hún verið það? Frænka mín sem var eiginkona Hugh Temperleys! — Veit ég það, en þau gætu hafa gift sig, eftir að barnið fæddist, og samkvæmt lögum verður barnið ekki skilgetið, þótt foreldrarnir kvænist eftir fæðingu þess. Þetta er mikilvægt atriði, því ekkert barn getur lagt fram löglega arfakröfu, nema það sé fætt í hjónabandi. Skilurðu það? — Svo eftir því gæti ég haldið öllu, sem ég hef undir höndum? Framhald á bls. 38.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.