Vikan


Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 52

Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 52
KLÚBBURTNN Lvekjaríeig 2 Höfum oprtað nýtt veitingahús ÞAR BÝÐUR YÐAR FULLKOMIN ÞJÓNUSTA OG ÞÆGINDI. Susturlen^ur Bnr Únlskur Bnr Cocbtnil Lounge SÉRKENNILEG HÚSAKYNNI FAGURT ÚTSÝNI BORÐIt) í Hlúhbnum HLúbburínn leigir út veizlusali fyrir 10—50 MANNS. Látið Hlú bbisin annast allar veizlur fyrir yður. Fullkomin og örugg þjónusta. NJÓTIÐ KALDA BORÐSINS í Hlúbbnum SEM ER FRAM- REITT ALLA DAGA SEM OPIÐ ER. Klubburinn er opinn fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga í hádegi og um kvöldið. VERIÐ ÖLL VELKOMIN í - HLÚBB1NN - Vefarinn mikli Framhald af bls. 47. nægjandi hollustuhætti, sem beri vott um menningarlegan frumbýlingshátt, er fyrirboði greina hans í Alþýðubók- inni, sem hann ritaði í Bandaríkjun- um 1929. Honum tókst líka að gera landa sína fokvonda. Það má heita kátlegt, hve mikinn og lífseigan þátt lúsin hefur átt i dómum hins almenna íslenzka les- anda á Laxness. Tal hans um lús á Islandi varð í augum almennings auð- skilið tákn þess, að hann ætlaði sér að sverta hina hefðbundnu mynd af lífi alþýðunnar. Og smám saman, þegar hróður hans erlendis fór vax- andi, bættist svo við sá ótti, að lúsin myndi rýra álit Islands i augum um- heimsins og skyggja á hina hefð- bundnu sagnfrægð þess. Enn gætir þessarar viðkvæmni fyrir hönd þjóð- arinnar í viðtökunum, sem síðasta skáldsaga hans, Gerpla, hlaut 1952, en efni hennar er eins og kunnugt er sótt i Islendingasögur. Er Laxness hafði birt tvo kafla úr hinni löngu grein sinni (27. júni og 11. júlí) fann ritstjóri Varðar, Árni Jónsson frá Múla, sig knúinn til að gera hreint fyrir sinum dyrum gagn- vart lesendum blaðsins. Það gerir hann í grein frá 18. júlí, þar sem því er haldið fram að Laxness bresti skilning og velvilja í garð íslenzkrar menningar. Greinilegt er einnig að ritstjórinn bregður Laxness líka um spjátrungshátt, er hann lýkur grein sinni í þeirri von að rithöfundurinn kasti ekki þjóöernistilfinningu sinni fyrir borö, þó sessunautar hans sjeu vel kliptir og á fallegum stígvjelum, aö hann láti ekki eins og argasti Færeyja-giklcur, þótt hann skreppi snöggvast út fyrir pollinn. Þessi andmæli stöppuðu bara stál- inu í Laxness. Hann andmælir djarf- lega skruminu um íslenzka bænda- menningu. Honum finnst varla um- talsvert, að bændurnir skyldu verða arftakar hinnar fornu íslenzku menningar: aðrir gátu naumast kom- ið til greina í íslenzku samfélagi. Og hann minnir ianda sína á, að það eru ekki einungis íslenzkir bændur sem hafa skapað bókmenntir. Hann bendir meðal annars á alþýðumenn frá Jamtalandi í Sviþjóð, sem bæði ortu ljóð og rituðu bækur. Frá öðru sjónarmiði heldur Laxness áfram árás sinni, þegar hann fullyrðir, að menn á borð við Stephan G. Stephansson og Guðmund Friðjónsson hafi ekki orðið mikilsháttar skáld, af þvi að þeir voru bændur, heldur þrátt fyr- ir það. Sannleikurinn er sá, aö bónda- staöan hefir veriö hinum frábæru sálargáfum þessara manna hin versta bölvun; grimm lifsbarátta hefir veriö miskunnarlaus járn- hemill á þroska þeirra —. Islensk nútíöarmenning hefir ekki af mörgu beöiö meiri halla en því, aö þessir menn skyldu lenda á rangri hyllu. En þegar jeg minnist Stepháns G. Stephánssonar, sem kvaö hafa brotiö þrjú lönd til rœtkunar í óbygöum í Vesturálfu, stritaö á mörlcinni baki brotnu frá sólar- upprás til sólarlags, en orkt á ncet- urnar Ijóö sem þökkuö veröa meö- an Guö og íslenzk tunga lifir, þá verö jeg aö játa, aö eitthvaö kalt fer niöur eftir bakinu á mjer. Drottinn fyrirgefi þjóöinni, aö hún skuli dœma slík mannundur, sem 'hafa vit á viö kirkjufeöur, til aö sóa d'ýrmæti lcrafta sinna í slcítinn, svo aö vjer lítilmagnarnir fáum ekki aö njóta nema brotabrots þessara krafta í mynd andlegra verðmœta. Hinn ungi myndbrotamaður veigrar sér ekki einu sinni við að ráðast á augastein íslenzkrar bændamenning- ar, sjálft mál alþýðunnar. Hér var að vissu leyti um gagnárás að ræða frá hendi Laxness á sama hátt og þegar hann ræðir um aðgerðir Al- þingis í menningarmálum. Laxness minnir á, að þegar hann kom heim fyrir hálfu öðru ári, þá var það í tízku að bera honum á brýn vankunnáttu í móðurmálinu. Mikilsvirtir lærdómsmenn höfðu ráð- lagt honum að fara upp i afskekktar sveitir og bergja sig þar á tærum lindum móðurmálsins. Þar, sögðu þeir, hástemmdir, „slær hjarta máls vors sterkum, heilbrigðum slögum; þar sprettur hin sílifandi íslenzka fram, hrein og tær eins og vatn er af bergi drýpur, sögðu menn með Ijóðrænni fjálgi“. En að venju bendir Laxness á, að sér hafi aldrei gefizt vel að fara að ráðum sér eldri manna. Reynslu sinni af talmálinu, eins og hann hafði kynnzt Því bæði á Austur- landi og Vesturlandi og einnig í Reykjavík, lýsir hann á eftirfarandi hátt: Eftir mínu viti, þá er bál bænd- anna í fjarsveitunum ekki hóti betra en sú islenzka sem töluö er á kaffihúsunum i Reykjavík. Bændur til sveita sletta ósleitilega bjagaöri útlensku, sem þeir skilja ekki sjálfir (mest dönsku), og nota kynstrin öll af rangmynduö- um oröum og ambögum (slang), röngum föllum nafnoröa og vit- lausum sagnmyndum. Um hvers- dagslegustu umrœöuefni, svo sem veöurlag, skepnuliöld, heyskap o. s. frv., er oröaforöi þeirra mjög ríkur, en harla fátækur óöar en kemur á önnur sviö. Þeir eru yfir- leitt málstiröir („seinir aö hugsa“), framburöurinn yfirleitt loöinn, oft jafnvel mjög óskýr og einkar hneigöur til kœkja (tafs, seimdráttur o. s. frv.). Málið sjálft viröist vera of djúprist í eöli sínu, krefjast of mikillar hugsunar- skerpu, lmittni og rökfestu, til þess aö þeir liafi á því fullan hem- il. Svo kröfuihörö er setningabygg- ing málsins um formfegurö og niöurrööun, aö algengt er aö al- þýöumaöur komist í ógöngur aö hálfsagöri setningu, láti hana detta niöur botnlausa í miöjum klíöum og byrji aöra. Þykist jeg hafa staöreynt aö sjáldgæft sje aö al- þýöumaöur til sveita mæli svo þrjár setningar í röö, aö góöur rithöfundur myndi voga sjer aö bókfesta. Þótt jeg kyntist all- mörgum ágætum undantekningum frá þeirri reglu, voru mjer þó sönn vonbrigöi þessarar staöreyndar. Jeg er sannfæröur um aö í Reykja- vík er íslenzkt mál talaö formfeg- urst, hreimþýöast og snjállast, aö vísu ekki af öllum álmenningi, lieldur af menntuöum mönnum og konum. 1 þessu sambandi má geta um bréf til Jóns Helgasonar, sem reyndar hefur áður verið vitnað í, frá 17. ágúst 1924, en þá var Laxness stadd- ur á Islandi. Þar lætur Laxness í ljós gremju sína út af aðfinnslum, sem mál hans hefur sætt. (Sbr. I. bls. 178.) Jafnframt er ádeila hans at- hyglisverð stefnuyfirlýsing um mál og stil. Takmark hans er að rita „lif- andi mál“: Hitt geta hundskinnsútnárarnir þjarlcaö um hvort þaö sem ég skrifa heiti íslenska eöa ekki ís- lenska. Ef þeir vilja kálla ritsmiö- ar mínar ,danskar‘(!), þá er mér alveg sama. Þaö er happ firir Dani! Annars er þaö nógu skrítiö hvernig állur ræfilsháttur hér á landi sníst um aö foröast þaö sem danskt er. Eins og þú veist þá hef Framhald á bls. 55. 52 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.