Vikan


Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 24

Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 24
Eftir Leigh Haddow Ný spennandi fram- haldssaga Fylgist með frá byrjun Einkennilegt var það, hugsaði Barbara Crosby, að henni s-kyldi finnast að hún hefði komið hing- að áður. Hún stóð þarna við bugðóttan afleggj- ara og horfði yfir engið, heim að gömlu óðals- setri. Hér voru miklir reykháfar, er risu hátt yfir helluþökin, og í mildu skini síðdegissólarinnar sýndust henni gluggarnir bera sama lit og gull- inn sandsteinninn, er húsið var byggt úr. Þarna reis það, umkringt sínum eigin görðum, og bauð af sér góðan þokka. E'n ef svo skyldi vera, að hún hefði í raun og veru séð heim að Hlégörðum fyrr, hlaut það að hafa verið meðan hún var ósköp ung. Það ruglaði hana í ríminu, hve óljóst hún mundi þetta. Hún barst við það dýpra inn í þá dul, er móðir hennar hafði látið henni í arf, þessi þögla þeldökka kona, með leyndardóma í lund og svip. Nú var hún nýdáin. Átti hún að halda áfram, — eða snúa aftur til Lundúna og herbergjanna með leiguhúsgögnum, þar sem hún hafði búið með móður sinni? Barbara starði efins upp til bæjarins Hún var nítján ára gömul, hávaxin og tilfinninganæm stúlka með hrafnsvart hár og stuttklipt. Það var greitt þétt að höfðinu og gljáði á það. Augu henn- ar voru blá og skær, brúnirnar dökkar og boga- dregnar, nú mátti lesa úr þeim áhyggjur. Munnur stúlkunnar var undur barnslegur, andlitið fíngert og nokkuð langleitt. Þó bar það vott um viljafestu, sem flestum sást yfir. Hún tók upp bréfið, sem hún hafði fundið með- al þess er móðir hennar lét eftir sig. og stilað hafði á hana. Þar var þetta skrifað: „Ef eitthvað skyldi koma fyrir mig, skalt þú fara til Hlégarða við Álsvík í Suffolkhéraði og segja frú Georginu Temperley, að nú sé kominn tími til að opna skrín það er hjálagðir lyklar ganga að, og sýna þér hvað það hefur að geyma." Þetta var allt og sumt, — stuttorð og dulræð fyrirmæli, og lítill lykill. Barbara haíði aldrei heyrt minnst á frú Georg- ínu Temperley né heldur Þllégarða. Eigi að síður vissi hú fyrir víst, að hún hafði komið þar fyrr, er hún horfði þangað heim. Það var bágt að segja hvenær það hafi verið, því hún haíði farið svo víða. Frá því hún mundi fyrst eftir sér, höfðu þær mæðgurnar verið á siíelldu flökti frá einni borg til annarrar. Þær höfðu leitað uppi nýjar íbúðir og nýja skóla fyrir hana, og síðar meir nýja og nýja atvinnu. Þær höfðu hvergi setzt að til fulls, og þótt þeim þætti vænt hvorri um aðra, hafði aldrei rikt skilningur milli þeirra. Var það fyrir þá sök, að móðir hennar hélt fortíðinni svo mjög leyndri fyrir henni? Hið eina sem Barbara vissi var það, að faðir hennar hafði fallið á fyrstu árum styrjaldarinnar, og að hann hafði látið eftir sig nokkurt fé, sem fljótlega eyddist. Þau áttu enga ættingja, enga vini, svo — hver var þá þessi frú Georgína Temperley, og hvað var í þessu dularfulla skríni? Það þýddi lítið að geta sér til! Hún lagði af stað heim að húsinu og var komin nokkuð áleið- is Þegar allt í einu var hemlað snöggt að baki hennar. Þar stóð bifreið og í henni tveir piltar og ung stúlka við stýrið. — Halló! Getum við nokkuð gert fyrir yður? spurði unga stúlkan. Hún var óvenju ljóshærð. Gullbleikt hárið féll I fögrum lokkum og bylgjum, augun voru smar- agðgræn, augnahárin löng og dökk. Hún brosti hlýtt og vingjarnlega. Barbara gekk til þeirra. Hún tók eftir því, að ungu mennirnir horfðu forvitnislega á hana. — Já, ég þakka fyrir. Ég er með skilaboð frá móður minni til frú Georgínu Temperly, og ef þér gætuð sagt mér, hvar har.a er að finna .... Það varð skyndilega Þögn, síðan mælti unga stúlkan: — Já — en — Georgína frænka er dáin. — Ó! Ég sé eftir að ég skyldi .... •—■ Því gátuð þér ekki gert að. Ég er Der.ísa Temperley, og Georgína frænka min dó fyrir miss- eri síðan. Mér — fannst það bara svo undarlegt, að heyra yður tala eins og hún væri enn á lífi. Unga stúlkan haíði nú náð sér og brosti aftur. —• Eigi að s:ður skal ég gera fyrir yður það sem ég gert. Hvaða skilaboð voru þetta? Það kom hik á Barböru og hana langaði mest til að hætta við allt saman, þrátt fyrir hina löngu leið til þessa afskekkta héraðs. En nú tók maður- inn við hl;ð Denísu til máls. — Heyrðu nú, Denísa, þetta er kannski einka- mál, svo þú mátt ekki ætlast til að hún standi hér og ræði það! Hann var nærri því eins ljós- hærður og stúlkan. Augu hans voru einlæg og blá, og andlitið eitt hið fallegasta sem Barbara hafði nokkru sinni séð. — Komið þér heim með okkur og fáið yður tebolla, meðan þér segið okkur alla söguna, mælti unga stúlkan. Yður er heldur ekki vanþörf á því, ef þér hafið gengið alla leið neðan úr þorpinu Júlían, rýmdu til fyrir henni. Ungi maðurinn sem flatmagaði í aftursætinu, opnaði hurðina fyrir Barböru. — Snyrtileg stúlka i borgarbúningi, á háhæluð- um skóm, kemur út á sveitabæ með dularfull skilaboð til dauðrar konu, mælti hann drafandi rómi. Það minnir á hrollvekju, finnst ykkur ekki? Denísa verður fallegt lík, ef þér eruð komnar til að kála henni. — Þér skuluð ekki skifta yður af honum, kall- aði ljóshærða stúlkan yfir öxl sér. — Hann er æskuunnusti minn og Þykir alltaf jafn vænt um mig, er ekki svo, Júlían minn? -— Þú mundir reka mig, ef ég neitaði. Hann sneri sér að Barböru. — Ég er ráðsmaður hennar, settur til þess að stýra óðalinu og annast um að fólk féfletti hana ekki. Faliegi strákurinn með gullhárið er lögfræðingur hennar ....... —■ Róbert Soames, besti vinur minn. Það var Denísa sem botnaði setninguna. — Og ég heiti Júlían Baxter. Nú þekkið þér okkur, en við höfum ekki hugmynd um hver þér eruð, ungfrú .... — Crosby — Barbara Crosby. Þau náðu heim að húsinu og Barbara sá nú, sér til furðu, að hinn hávaxni og ljóshærði Róbert Soames, var töluvert eldri en þau hin, — kominn undir þrítugt. Og hann var enn álitlegri en hún hafði fyrst haldið. Júlían Baxter var meðalmaður á hæð og við- kunnaniegasti náungi, þótt hrjúfur væri á sinn hátt. Hár hans var strítt og liðað, augun björt og vökul Hann var ekki kinnfiskasoginn — en fljótur að verða ergilegur, hugsaði Barbara. Líklega var munnurinn lykill að skapgerð hans, — hann var sterkur og bar vott um töluvert tillitsleysi. Hún tók að gera sér í hugarlund, hvernig það myndi vera, að fá koss af slíkum munni, — og varð steinhissa á að sér skyldi detta annað eins í hug. Hún roðnaði upp i hársrætur. Hann leit brosandi til hennar, brúnum og stríðn- islegum augunum. — Eruð þér tilbúnar með söguna? En ég vil helzt að hún sé góð. Hún vissi ekki við hvað hann átti, — en fannst hún kenna andúðar sem gerði hana ringlaða. Aðaldyrnar stóðu opnar. Þegar þau gengu inn, vissi Barbara fyrirfram, hvað hún myndi sjá, — breiðan eikarstiga, sem beygðist til beggja hliða. Það stóð heima. Nú kom bústýran i ijós, það var gráhærð kona, smávaxin og rauð í andliti, hreinleg og snyrtileg. — Berið okkur teið í vetrargarðinn, frú Pad- gett, sagði Denisa. Það er þessi leið, ungfrú Crosby — eða viljið þér heldur laga yður eitthvað til f yrst ? — Nei — þakka yður fyrir .... Barbara reyndi að beina óljósum minningum sínum i ákveðnara form. — Ég má ekki standa hér lengi við. Áætl- unarbíllinn fer úr kaupstaðnum klukkan fimm, og ef ég næ honum ekki, kemst ég ekki með lestinni til Lundúna. — Þér hafið lagt i langa ferð til að koma þess- um skilaboðum, mælti Róbert Soames djúpri röddu. E'f þér viljið heldur vera einar með Denísu, get- um við karlmennirnir komið okkur burtu. — Uss, nei — það er ekkert einkamái, flýtti hún sér að svara. Sjálf veit ég satt að segja naum- ast hvað Það er. Sjáið þér, ég er nýbúin að missa móður mína, og innan um eigur hennar fann ég þetta bréf með lykli i. Hún rétti Denísu bréfið og er hún hafði lesið það lyfti hún brúnum. Án þess að mæla orð frá vörum, rétti hún Róbert Soames það. Hann fór rækilega yfir það eins og lögfræðingi sómdi, en fékk það siðan Júlían Baxter. Hann las bréfið upphátt. — Þetta er ofboð lítið óljóst, finnst yður ekki, ungfrú Crosby? sagði hann svo. Hvað gerið þér ráð fyrir að finna — skrín fullt af perlum og gimsteinum, sem þér getið tekið með yður? Hún reiddist hreimnum í rödd hans og roðnaði. —■ Ég býst ekki við neinu. —- Hvers vegna komu þér þá? — Hættu nú þessu, Júlian! hrópaði Denísa. —■ Ef einhver hefði látið mér eftir slík skilaboð, skyldi ég ekki hætta fyrr en ég kæmist að því, hvað þau hefðu að þýða. Þú ert svo tortrygginn, þrjóturinn þinn. Þrátt fyrir orðin, sá Barbara að hún leit til hans blítt og ástúðlega. — Já, en þetta er svo ósennilegt .... — Ekki finnst mér það, greip ljóshærða stúlkan fram í. — Hvað finnst þér, Róbert? Ég hef ekkert vit á þessu, en fyrirtæki þitt hefur annast um eignir Temperley ættarinnar í marga mannsaldra. — Ég er litlu nær, varð lögfræðingurinn að játa. — Annars sýndi frú Temperley mér fullt traust eins og föður mínum á undan mér. Hún var aðdáanleg kona, en ekki svo skapi farin, að hún gæti þagað yfir leyndarmáli. Hún hefur aldrei nefnt yður á nafn, og ég hef ekkert fundið í skjölum hennar, er bent gæti til yðar eða móður yðar. — Svo það lítur helzt út fyrir að einhver hafi ætlað sér að leika á yður, ungfrú Crosby, mælti hinn. Barbara leit hvasst til hans. — Móðir mín lék aldrei á neinn, herra Baxter, og þetta er mér alvörumál. Annars hefði ég ekki ferðast hundrað mílna vegalengd til að fullnægja því sem í min- um augum leit út fyrir að vera hinzta ósk henn- ar. En þar sem þér bersýnilega gerið gys að þessu .... Hún reis á fætur. — Setjist niður, ungfrú Crosby, og látið yður ekki þykja þótt viö bregðumst dáiitið ókunnug- 24 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.