Vikan


Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 31

Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 31
VIKAIU Útgefandi: VIKAN H.F. Ritstjórí: Gíili Slgurðsson (ábm.) Auglýiingastjóri: /óhannes jörundsson. Framkvaemdaitjóri: Hllmar A. Kristjánsson. Ritstjórn og auglýslngar; Skipholtl 33. Slmar: 35320, 35321, 35322. Pósthólf 149. Afgreíösla og dreiílng: BIaðadreífIng, Miklubraut 15, slinl 15017. Verð I lausa- sölu kr. 15 Áskríftarverð er 200 kr. irs- þrlðjungslega, grelðist íyriríram. Prent- un: Hllmír h.f. Myndamót: Rafgraf h.f. Þið fáið Vikuna í hverri viku I næsta blaði verður m. a.: ♦ Andalækningar. — Þór Baldurs, sem áður hefur skrifað merka grein um drauma, skrifar nú anda- lækningar, efni, sem mörgum er hugstætt. ♦ Líður að jólum. — Smellin smásaga eftir Guðnýju Sigurðardóttur. ♦ Einbýlishús í Silfurtúni. — Myndir og frásögn. ♦ Betur að satt væri. — Lítil jólasaga. ♦ Myndafrásögn úr Reykjavík: Jólainnkaup og jóla- veður. ♦ Hver vill ekki vaka lengur? — Síðasti þáttur Óskars Aðalsteins, vitavarðar, um ferðalag á Norðurlöndum. ♦ Fornar dyggðir. — Eysteinn Jónsson í aldarspegli. ♦ Viðtal við Gunnfríði Jónsdóttur, myndhöggvara. ♦ Hlakkar þú til jólanna? Nokkrir menn og konur svara þeirri spurningu. ♦ Ástargaldur, grein eftir dr. Matthías Jónasson um kröfur sálar og líkama í ástamálum. ♦ Jólamaturinn. — Fimm blaðsíður með uppskriftum að allskonar jólamat og góðgæti, sem raunar er í gildi allt árið. Nú þegar jólin nálgast vildi mamma koma á jólastemmningu meðal barnanna og sagði þeim einu sinni enn söguna um Mariu og Jesúbarnið. Þá segir Anna Kristín, sem man eftir að hafa heyrt hana áður: Nú, ætlar hún að fara að eiga barn aftur núna? } i | j Einnig lögregluþjónar hafa hjarta. Lögregluþjónn nokkur i París, sem iabbaði um og gætti að því, að allt væri í röð og reglu rakst á bíl á götu nokkurri sem ekki mátti stöðva biia á lengur en i þálfan annan tima- Á spegli bílsins var seðill með þessari áletrun: „Kæri hcrra lögregluþjónn, ég veit vel að ég má ekki láta bílinn standa hér, en gefið mér undanþágu, ég er að fara að g.iftá mig,“ „Við iokum auga laganna, til hamingju" skrifaði lögregluþjónn- inn á seðiiinn og fór. En þetta var í París, þið getið rétt ímyndað ykk- ur endalok þessa máls í Reykjavik. Hnerrið og verðið fallegri á eftir. Pillur, krem og fegurðarvötn af hvaða tegund, sem er, er helber hé- gómi segir hinn indverski fegurð- arfræðingur G. L. Rasch, sem nú gerir sitt bezta til að fegra portúgalskar konur. Eina leiðin til verða fallegur og unglegur er að að hnerra eins oft og maður getur, segir hann. Þess vegna selur hann litla sílkivasaklúta með hnerra- dufti. Nokkrir kröftugir hnett‘-- ar og snyrtingin er búin. 9 ^jifcfaiuhna t <X .•.ViV.V. V.VA HrútsmerkiÖ (21. marz—20. apr.): Vikan virðist ætla að verða þér heilladrjúg, einkum virðast öll ný áform af þinni hálfu ætla að heppnast vel. Þú skalt samt varast að leggja út í neina óvissu. þvi að fljót- færni gæti komið þér illilega í koll. Þú skalt fyrir alla muni ekki trúa öllu því, sem þessi nýi kunningi þinn segir þér. Miðvikudagur verður mesti heilladagur vikunnar. NautSmerkiS (21. apr.—21. maí>: Þú virðist um þess- ar mundir gera allt of háar kröfur til umhverfis ins og sjálfs þin. Þú ættir að reyna að taka öllu smávægilegu mótlæti með jafnaðargeði, því að þannig kemst þú mun betur áfram i lífinu. Kunningi þinn þarfnast þess mjög, að þú sýnir honum tillitssemi, og þú munt ekki sjá éftir þvi að verða honum að liði. TvíburamerkiO (22 mai—21. júní): Vikan verður næsta óvenjuleg í alla staði. Þú munt kynnast nokkr- um persónum, sem eiga eftir að meta þig mikils siðar meir. Reyndu að vera ekkí svona tortrygginn i 'garð náungans, og sízt af öllu í garð sjálfs þin. Þú hefur vanmetið einn kunningja þinn, en í vikunni muntu kynnast nýjum eiginleika í fari hans, sem sýnir þér ljóslega, að hann er sannarlega verður allrar vináttu þinnar. HKrabbamerkiÖ (22 júní—23. júlí): Þú hefur verið beittur órétti, og er ekki nema eðlilegt að þú sért bitur. Verst er samt, að þú getur ekkert gert við þessu, þú verður einungis að taka þessu sem hverju öðru hundsbiti. Bftir svo sem tvær vikur muntu samt fá uppreisn æru þinnar. Ljónsvierkið (24. júlí—23. ág.): Hversdagsleikinn er farinn að angra þig um of, en hætt er við að þú gerir úlfalda úr mýflugu. Þú mátt ekki ætlast til, að stórhátíðir og stórviðburði beri upp á hvern einasta dag vikunnar. Reyndu að sýna meiri áhuga við vinnu þína. 1 þessari viku eignast þú tryggan vin, sem verður þér að miklu liði í framtíðinni, enda þótt þú kynnist honum aldrei náið. Heillatala 6. Meyjarmerkið (24. ág—23. sept.): Þú tekur miklum framförum á vinnustað, en varast skaltu samt, að velgengni þln verði ekki til þess, að þú slakir á.. Maður eða kona litur þig hýru auga þessa dagana, og er ekki laust við, að Amor sé eitthvað við það' mál riðinn. Þú vekur á þér athygli um helgina, en ekki er ljóst hvort sú athygli er jákvæð eða neikvæð. Þér berst kær- komin sending fyrir helgina. Heillalitur bleikt. Vogarmerkið (24. sept.—23. okt.): Hætt er við að'. þú bakir þér óvináttu þess. sem þú sízt vildir særa,. ef þú ferð ekki að öllu með gát í vikunni. Það virð- ist þinn stóri galli um þessar mundir, að þú stefnir- ekki að neinu marki og lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. Reyndu að stefna að einhverju settu marki, því að þegar þú finnur, að þú ert að nálgast Það mark, veitir lífiO. þér síaukna fullnægingu. Drekamerkið (24. okt.—22 nóv ): Þetta verður vika mikilla freistinga, og ef Þú sigrast á öllum þessum freistingum, munu næstu vikur verða þér einkar- ánægjuríkar. Þú munt þurfa að velja á milli ein- hvers tvenns í vikunni, og nú ríður á að Þú sért glöggskyggn. Fyrir alla muni skaltu ekki vera fljótfær í þessu máli, því að ekki liggur svo á. Þú virðist heldur þrár á að við- urkenna, að Það er líka hægt að skemmta sér heima við. Bogmaðurinn (23. nóv.—21. des.): Miklar breyting- ar geta orðið á högum þínum, og þær til batnaðar,. ef þú hagar Þér skynsamlega í þessari viku. Láttu ekki næstum ókunna menn eða konur telja úr þér kjarkinn, ef þú þarft að taka veigamikla ákvörðun. Tækifærið, sem Þér býðst, er ómetanlegt, en varast skaltu samt að fara ekki of geyst af stað. Geitarmerkið (22. des.—20. jan.): Hætt er við, að það verði gert mun meira veður út af einhverjum ummælum þínum en efni standa til og flest lagt þér á verri veg. Láttu þetta samt ekki á þig fá, þvi að bráðlega gefst þér tækifæri til þess að sýna, að þú varst beittur hróplegu ranglæti. Kvöldin verða óvenju- skemmtileg, ekki sizt helgin. Þú kynnist óvenjulegri stúlku. Vatnsberamerkið (21. jan.—19. feb ): Þú skalt fyrir alla muni varast að skipta þér að deilum kunningja þlnna, því að þér kemur þetta mál hreint ekkert við. Þér græðist fé óvænt í vikunni. Atburður, sem i fyrstu virðist smávægilegur og engu máli skipta mun reynast þér örlagaríkur í næstu viku. Hætt er við að ó- framfærni Þín verði til þess að þú nærð ekki því takmarki, sem þú settir þér — þ.e.a.s. fyrst um sinn. Fiskamerkið (20. feb.—20. marz): Þú skalt varast að láta smávægilegt mótlæti angra þig um of, þvi að ef svo fer, getur það orðið til Þess að þú nýtur engan veginn þess sem þú værir ellegar fær um að njóta. Á þriðjudag mun kunningi þinn stinga upp á ein- hverju í gamni, en sannleikurinn er sá, að þetta er ekki eins hlægjjegt og virðist í fyrstu og vel Þess virði að hugsa um það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.