Vikan


Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 38

Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 38
Falin fortíð veitir yður fullkomið permanent og greiðslu að eigin vali—og það er Even-Flo hárliðunarvökvinn, sem leysir allan vandann I-Iið dásamlega nýja Toni gerir yður ennþá auðveldara en yður gat áður grunað, að setja permanent í hárið heima og leggja það síðan að eigin vild, — en það er Even- h’lo hárliðunarvökvinn, sem leysir allan vanda: — því hann hæfir öllu hári og gerir það iétt og iifandi, sem í raun og veru er aðalatriði fagurrar hárgreiðslu, varanlegs og endingargóðs permanents. HVAÐ ER AUÐVELDARA? Fylgið aðeins hinum einföldustu leiðbein- ingum, sem eru á íslenzku, og permanent yðar mun vekja aðdáun, vegna þess hve vel hefur tekizt að gera bylgjurnar léttar og lifandi. GENTLE fyrir auðliðað hár SUPER fyrir erfitt hár REGULAR fyrir venjulegt hár. VELJIÐ TONI VIÐ YÐAR HÆFI. i Toni—plastspólur hæfa bezi hárinu Framhald af bls. 25. Hann kinkaði kolli. — Það er mögulegt, en þú skalt ekki gera ráð fyrir því. Við getum ekki verið viss um neitt, fyrr en við vitum allan sannleika í málinu. Ég býst frekar við, að hún sé hinn löglegi erfingi, þvi annars myndi fóstra hennar ekki hafa sent hana hingað. Vonarneistinn hvarf úr augum ungu stúlkunnar. — Þú ert þó lögfræðingur — geturðu ekki sagt þetta ákveðið? hrópaði hún. Hvað eigum við að gera? Þú verður að hjálpa mér! Hann gekk nær og horfði á hana. — Það hefir þú sagt fyrr, þegar frænka þín bað mig í fyrsta skipti að finna stúlkuna — manstu ekki eftir því? mælti hann blíðlega. Þú sagðist kannski verða svo þakklát, að þú giftist mér, — ef ég legði mig ekki i of mikia framkróka með leitina. — Mér — þykir mjög vænt um þig, Róbert. Hann hló, mjúkum og gleðivana hlátri. — Það er ég viss um að þér þykir, — núna. En frænka þín dó, og þegar svo liðu fleiri mánuðir, án þess nokkur gæfi sig fram með arfkröfu, hélst þú að nú væri öruggt með arf þinn. Hvað gerðirðu þá? Þú lést mig bíða og — fékkst Júlían Baxter hingað. Það var mild ásökun i rödd hans. Hann brosti stöðugt, en Denisa virtist á báðum áttum. — Óðalið var í afleitu standi, og Júlian er af bragðs bústjóri. Það hefir þú sjálfur sagt. Hann hefir gert kraftaverk. —Þú telur þér trú um það, vegna þess að þú ert ástfanginn af honum. Hún varð enn yndislegri við það að roðna. — Róbert, þetta er hlægilegt. Ég hefi þekkt Júlian árurn saman, og hann er bara góður vinur ... — Þú ert ástfangin af honum, endurtók hann blíðlega. Það er ekki víst að hann geri sér það ljóst, en þegar augu hans opnast, er ég ekki í vafa um, að hann telur það skynsamlegt, að verða skotinn í þér. Þú sem hefir svo mikið að bjóða, — fegurð, glaðværa lund, geysimiklar eignir. Það væri bjánalegt af honum að falla ekki fyrir þér, finnst Þér ekki? Hún beit á vörina. — Hvers vegna segirðu ekki það sem þú hugsar, í stað þess að læðast kringum það? — Uss, mikil ósköp. Þú biður um hjálp mína og ég bið um hjúskaparloforð. Loforð, sem þú átt að efna. Hin ljóshærða stúlka leit íhugandi á Róbert, svo breiddist töfrandi bros um litla, fagurskapaða andlitið hennar. Hún gekk til hans og lagði lóf- ana á herðar honum. — En sá nöldursseggur! Þú veizt að ég til- bið þig. — Og Júlían? Hann var æskuunnusti þinn. — Það veit ég — og ég réði hann fyrir ráðs- mann, til að gera þig afbrýðisaman! mælti hún lágum rómi. Þú varst of viss um mig, og Það kærir engin stúlka sig um. Á ég að segja þér nokkuð, Róbert? Þú ert svo fjölvis og fallegur, að ég var smeyk. Ég elskaði þig, en hélt að ég fengi ekki haldið þér. — Og þess vegna réðstu Júlían? — Hann er ágætur, en ... Hún yppti öxlum. Hann skildi hvað hún átti við. Framhald á bls. 45. VIIÍAM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.