Vikan


Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 9

Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 9
feingu hósta ef þeir ætluöu aö tala eins. Hann var okJcar stolt. Það fer varla hjá því að manni verði staldrað við myndina sem hér er dregin upp. Engu er líkara en að það sé einmitt þetta unga skáld sem svifi Halldóri fyrir hugarsjónum er hann leiðir fyrst fram skáldsagnar- persónu sína, Stein Elliða, í Heiman ek fór. (Sbr. I, 193 n ) í bréfi til Einars Ölafs, frá 1. ágúst 1924. segir Halldór að Davíð sé þá staddur í Reykjavik, og sér þyki mest til hans koma meðal kunningja sinna. Þetta persónulega samband getur orðið til þess að draga athygli hans sérstaklega að Davíð, er hann var sjálfur í þann veginn að fœra Heiman ek fór i endanlegan búning. Þó eru ummæli greinarinnar um sk'Mdskap þessa dáða skóla- og skáld- bróður enn mikilvægari. Samkvæmt orðum Halldórs hefur enginn Islend- ingur svarað ljóðaþörf þeirrar kyn- slóðar sem var ung umhverfis 1920 eins vel og Davíð frá Fagraskógi. Skáldskapur hans fann svo sterkan hljómgrunn vegna þess, að hann er sönn túlkun þess umbrotatíma sem setti mark sitt á þjóðlífið allt. „Þjóðin finnur hvernig hann brýtur af sér i skáldskap viðjar samsvarandi þeim sem hún er sjálf að brjóta af sér í háttum". Davíð brýtur hina hörðu skel íslenzkrar ljóðhefðar og gefur tilfinningunum naktari útrás ,,í ein- földustu orðum óbundins máls, jafn- vel mælts máls“. En hann brýtur ekki aðeins af sér hið ytra form, held- ur ris einnig gegn aidagamalli hefð skáldskaparefnisins sjálfs: ef honum sýnist svo opnar hann allar stíflur, hleypir öllum kröft- um liimins og jaröar á staö, notar fortissímó sem áöur var óþekt i íslenzkum IjóÖakveÖskap. Hann segir þaö sem áöur var vant aö þegja um í Ijóöi þó allir hugsuöu það, kallar þaö sem menn áöur hvísluöu. Davíð Stefánsson hefur Þvi greini- lega átt sinn þátt í Þeirri lausn Halldórs úr viðjum bókmenntalegrar kreddu, sem fékk loks svo mikla og skyndilega útrás í Vefaranum mikla. 2. Þórbergur Þóröarson. Áhrifin, sem Laxness hefur orðið fyrir frá skáldbróður sínum Þórbergi Þórðarsyni, eru af allt öðrum toga en áhrif þau sem Sigurður Nordal og Davíð Stefánsson höfðu haft á hann. Fundum þeirra hafði snemma bor- ið saman í hópi skálda og bóhema -sem söfnuðust um hinn nafntogaða Erlend Guðmundsson í Unuhúsi — kvöld eitt á útmánuðum fyrir þrjá- tiu árum, að því er Laxness segir í afmælisgrein á sextugsafmæli Þór- bergs 1949, þ. e. a. s. 1919 — og seinna áttu þeir eftir að verða góð- ir vinir. En fyrst í stað komu þeir fram sem svarnir andstæðingar á opinberum vettvangi. 1 bók sinni Bréf til Láru færðist Þórbergur í fang að sanna siðleysi kaþólsku kirkjunnar, meðal annars með fjölda dæma og ívitnana. Hann kveður þessa stofnun ætíð hafa veriö vígi svartasta afturhalds, mann- Halldór Kiljan Laxness 24 óra. Myndin er tekin um það leyti er hann hafði lokið við Vefarann mikla. vonzku, heimsku og lasta, ekki sizt á okkar tímum. I þessum kafla segir hann einnig nokkrum kaþólskum löndum sínum, sem hann nafngreinir, opinskátt til syndanna án nokkurr- ar hlífðar, eins og honum er lagið. Og Halldór Kiljan Laxness, einn af skárri kunningjum mínum, hef- ir þurkaö svo rcekilega af sér skynsamlegt vit, aö hann var nú á leiö suöur í lönd til þess aö nema þar miöalda-villukenningar, sem þeir kalla kaþólska guöfræöid) Og Stefán vinur minn frá Hvítadal yrkir sextuga lofdrápu um „messu- bjarta“ miöaldaklerka að „Ijóssins verki“.(l) Heimskan er eins og eilíföin. Hún takmarkast hvorki af tima né rúmi. Þetta var árið 1924. Þá var Laxness kominn heim úr klaustrinu og bjóst til að halda áfram námi í kaþólskri guðfræði erlendis. Hann var tíður gestur í Unuhúsi og var þar snemma talinn meðal hinna meiri háttar spámanna. 1 eins- konar eftirmála að fjórðu útgáfu Bréfs til Láru 14. ágúst 1950, gerir Þórbergur nánari grein fyrir hinni kaþólsku hreyfingu í Reykjavík. Hann álitur hana hafa verið í nán- um tengslum við hina almennu upp- gjöf skynseminnar í Evrópu eftir fyrri heimsstyrjöldina. Menn glötuðu trúnni á menninguna og þróunina, álitu Darwin falsspámann og köst- uðu sér í örvæntingu sinni í náðar- faðm kaþólsku kirkjunnar. Þessi katólskufaraldur kom lítiö eitt viö i Unuhúsi. Halldór Kiljan Laxness, einn af tíöum gestum hússins, haföi tekiö katólska trú og gengið í klaustur. Hann var áhugamaöur, og þaö fór ekki fram hjá okkur, öörum gestvinum Unu- húss, aö ýmsir heimsfrcegir Lút- herstrúarhérvillingar heföu kastaö frá sér þeirri djöfuls heresíu og gerzt katólskir. Sigrid Undset var oröin katólsk. Konrad Simonsen oröinn katólskur. Hinn mikli danski rithöfundur, Jóliannes Jörgensen, var katólskur. Newman kardináli, sá óviöjafnanlegi rit- snillingur, var katólíki. Allir and- ansnienn heimsins virtust snúnir til katólskrar trúar eöa vera á veginum. Og okkur skildist jafn- vel, aö Lúthersvillan vceri svo kúltúrlaus, aö þar gæti enginn orö- iö mikill rithöfundur. Þaö var slæm frétt. Um þetta voru settar upp miklar og stundum strangar oröræöur í Unuhúsi. Við hlaupum hér yfir nokkrar síð- ur um „Bréf til Láru“ og berum nið- ur aftur í kaflanum. Þar segir svo: Laxness hóf menningargagnrýni sína á breiðari grundvelli í greina- flokknum ,,Af íslenzku menningar- ástandi". (Sbr. bls. 10.) I innganginum leggur höfundur áherzlu á, að allir siðferðilegir og fagurfræðilegir hleypidómar varni manninum aö verða fullkominn „skoðari" og njóta til fulls „þeirrar dýrðar, sem felst í ásýnd hlutanna“ — hugsun, sem kemur aftur fram í Vefaranum mikla. Sjálfur segist hann hafa dvalizt á íslandi 1 eitt ár sem hlutlaus SBKW 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.