Vikan


Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 23

Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 23
Jólin í ‘Uolly Vér lesum Það í erlendu blaði, að þegar dreg- ur að jólum færist kvikmyndaleikarar i Holly- wood í þann ham að verða eins og fólk er flest. 1 þetta eina skipti á árinu útiloka þeir sig frá leikaralíferninu og helga sig fæðingar- hátíð frelsarans. AVA GARDNER er svo heppin — eða óheppin — að geta haldíð upp á jólin og afmælis- daginn sinn í einu. Hún er sem sagt — eins og frelsar- inn — fædd 24. des. Að þessu sinni verður hún 37 ára, miðað við þá yfirlýsingu, sem hún gaf í fyrra, að hún yrði þá 37 ára. (Vér höfum ekki séð fæðingarvottorðið). Jólaóskin hennar er: Að hún hafi fundið þann mann, sem geti gefið henni sanna ást og hamingju ... DANNY KAYE hefur það fyrir sið að bjóða ætt- ingjutn og vinum í mat á jóladag og klæða sig í jólasveinabúning, rauða kápu, há leðurstigvél, rauða topphúfu og setja á sig hvítt, sítt skegg. Hann segir, að Það sé hans mesta gleði á hverjum jólum. BING CROSBY ætlar að matreiða kalkún fyrir alla Cr.osbya, stóra og smáa, og rétt áöur en kalkúninn er borinn fram, syngur hann jólalög, og synir hans, Gary, Philip og Lindsay, taka undir. JAMES STEW- ART og kona hans eiga tvenna tví- bura, og halda jól- in aðeins fyrir sig og þá. Sú venja ríkir þar á bæ, að eftir mat á jóladag les pabbi ævintýri H. C. Andersens um „Litlu stúlktma með eldspýturnar". wood JANE' MANS- FIELD gerir líka heiðarlega tilraun til þess að skapa jól fyrir fjölskyldu sína. Síðustu vik- urnar fyrir jól gerir hún litið annað en að búa til jólaengla, sem eiga að skreyta jólatréð. í>eir eru gerðir úr glanspappír, hafa löng, svört plast- augnahár og plat- ínuljóst hár. Það er engin vafi á því, hverjum þeir eiga að líkjast, og Jane dregur held- ur enga dul á það. „Hvers vegna mega börnin ekki sjá engil i móður sinni?“ spyr hún. Þegar rökkvar á jóladag, sjá börn hennar sér til mik- illar gleði, að úti er komin fegursta hunds- lappadrifa. En það er heldur sjaldgæft i Kali- forníu, og þegar vel er að gáð, kemur í ljós, að Jane hefur notað sér kunningskapinn við tæknisérfræðinga kvikmyndanna til þess að koma af stað snjókomu ... Okkur rekur ekki minni til að hafa áður birt brúðkaupsmynd af þeim Nínu og Friðrik, og sé það rétt er sannarlega tími til kominn, en sé það rangt, er góð visa aldrei of oft kveðin. Eins og les- endur muna, höfðu þau sungið og leikið við hvern finguf árum saman án þess svo mikið sem að vera trúlofuð, og eng- inn hafði þau grunuð um að luma á sliku i fórum sínum. En svo kom það allt í einu á þessu ári, þau opinberuðu trúlofun sína, og nú eru þau harðgift. Gerið þið svo vel! Tveir Indverjar voru á gangi á Euston braut- arstöðinni í London nýlega, en enginn veitti þeim athygli fyrr en þeir köstuðu sér allt í einu niður og skelltu enni i gólf. Skýringin var sú, að búddamunkurinn Baikknu Thiri Maha Shwebo U Arthapha var að koma til borgar- innar i sinni háheilögu skikkju. Það er nátt- úrlega ekki að orðlengja það, að munkurinn veitti þeim blessun sína á staðnum, og það höfum vér fyrir satt, að síðan hafi syndararnir risið á fætur aftur. Ungfrú Yndisfríð sendir ykkur beztu jólaóskir — en annars er liún í hálfgerðum vandræðum — hún er búin að týna nýju skónum sinum og segir að þeir séu einhvers staðar i blaðinu. Hún biður ykkur að tilgreina blaðsíðu, skrifa í reitinn að neðan, og ein ykkar fær i verðlaun Carabellu náttföt, sem kosta kr. 337. Skórnir eru á blaðsiðu: ...... Nafn Heimilisfang MUÍAt* 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.