Vikan


Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 3

Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 3
minnkun í að læra að dansa? Svo koma þeir á ball og bjóSa okkur upp og hamast og hoppa allt í kring um okkur, og alltaf eins, hvaSa lag sem spilaS er. Svo er þaS verst, aS þeir sem kunna ekki neitt eru duglegastir viS aS bjóSa okkur upp. Bláu tærnar. Þú heldur þó ekki, að strákarnir leggi sig niður við svo stelpulegt athæfi að læra að dansa? Nei, og aftur nei. Þeir vilja heldur „hamast og hoppa allt í kring um ykkur“ í trausti þess, að danskunnáttan komi af sjálfu sér. Þótt ég búist við, að það sé reyndar rétt athugað hjá þeim, fellst ég alveg á, að æski- legra væri að þeir lærðu að dansa og spör- uðu ykkur bláu tærnar, og ekki eru þeir svo fáir orðnir, dansskólarnir. — Barn írá Agadir Kæra Vika! Nú er það eins og oft áSur, aS þaS er erfitt aS koma orSum aS því sem mann langar til að segja. Þannig er mál með vexti aS ég er búin aS fá óstöðvandi löngun til aS taka ungbarn og þaS helzt ednhvers staSar langt utan úr heimi, til dæmis eSa helzt frá Agadir, þar sem svo mikiS er af munaSarlausum börnum. Nú er þaS bón min til þín kæra Vika, hvort þú gætir gefiS mér upplýsingar hvert ég eigi aS snúa mér eSa hvort nokkrir möguleikar séu aS koma þessu i kring. MeS fyrirfram þökk og beztu kveSjum. Sigga. Ýmsir annmarkar trúi ég að muni verða á því, Sigga mín, en ef þú ert ákveðin í að reyna þetta, væri þér ráðlegast að snúa þér til Rauða krossins. Heimfylgdin horfin Kæra Vika! Ég sný mér til þín, af því að ég hef séS aS þú leysir öll vandamál. Ég skal segja þér, aS um daginn hitti ég strák á balli, og ók hann mér heim á eftir. Nú þarf ég endilega að hitta hann aftur, en ég veit ekkert hvað hann heitir og ekkert um hann annaS en það, aS hann var á grænum Buick. Ég man ekki einu sinni, hvaSa númer var á bilnum en hann var áreiSanlega ekki úr Reykjavik. Hvernig á ég aS fara aS þvi aS ná í strákinn? Mér er þaS alveg lifsnauSsyn? Ein i vanda. Nú fæ ég ekki betur séð en þú hafir sett mig í vanda líka. Það eru nefnilega svo margir Buick-bílar til á landinu, að erfitt verður að finna þann rétta. Ef þú vissir, þótt ekki væri annað en gælunafn á pilti, væri það betra viðureignar. Það væri reynandi fyrir þig að fara nokkrum sinnum aftur á dansstaðinn, þar sem þú hittir hann, og vita hvort hann slæðist ekki þar inn á ný. En skyldi það nú bregðast, hef ég ekki betra ráð að gefa þér en það, að næst, þegar einhver ekur þér heim, leggir þú meira upp úr því að vita hvað hann heitir og hvað hann er, en hvaða tegund bíllinn hans er og hvernig hann er litur. Vist í Sviss \ Kæra Vika! Mig langar að vita hvort þú gætir gert mér mikinn greiSa meS þvi aS segja mér eSa komast aS, livort hægt sé aS komast i vist eSa létta vinnu í Frakklandi, Sviss eSa öSrum suölægum lönd- um til aS kynnast fólkinu og læra máliS. Helga Jóns. Ég hef gengið nokkra daga með vandamálið þitt í huganum, Helga mín, án þess að hafa fundið nokkra verulega úrbót fyrir þig. Helzt myndi ég ráðleggja þér að skrifa ambassador íslands í Frakklandi og leggja málin fyrir hann, það er reglulega elskulegur maður við að eiga. Utanáskrift til hans er Hr. Ambassa- dor, Agnar Kl. Jónsson, Ambassade d'Islande, 124 Boulevard Haussmann 8 E., París. Gangi þér vel og góða ferð. Athugasemd Nýlega var í Vikunni minnzt á innheimtu Þorsteins Jónssonar á ReySarfirÖi í sambandi við greiðsluerfiðleika á krepputímum. Kaupfé- lög geta ekki afhent vörur fremur en kaupmenn, ef enginn er gjaldgeta. í hallæri, hvort sem um er aS ræSa pest eða óáran, semur kaupfélags- stjórinn um einstaka skuldir til nokkurra ára og er það hyggileg og mannúðleg aðferð, sem iðu- lega er beitt í Kaupfélagi Héraðsbúa. Þar að auki hefur Þorsteinn Jónsson uppgötvað sér- stakt bjargræði fyrir bændur á Fljótsdalshéraði, ef þeir voru orðnir fjárfáir eða jafnvel fjár- lausir sökum skæðra fjárpesta eða óhentugs veðurfars. Þó kom Þ. J. upp á vegum kaupfélags- ins stórbúi með allt að 700 ám. Þennan fjár- stofn lánaði hann fjárfáum bænum með vildar kjörum, meðan þeir voru að koma upp nýjum fjárstofni. Þá skiluðu þeir leigupeningnum, og hann var notaður handa öðrum illa settum bændum, er þess þurftu með. Mér þykir vænt um að fá að nota tækifærið til að fræða hina mörgu lesendur Vikunnar um, hversu ráðsnjallir leið- togar samvinnufélaganna eru, ekki áðeins í verzlunarmálum, heldur til að koma við þeim tryggingum sem bezt eiga við íslenzka stað- hætti, þegar gefur á bátinn. Með þökk fyrir birtinguna. Jónas Jónsson frá Hriflu. pr jónavélarnar ORION ELEGTRIC er fyrsta 2ja nálaborða rafmagnsprjóna- vélin sem á markað kemur. Hún hefur alla kosti ORION Uni- versal, svo sem hinn vandaða sleða sem rennur á hárnákvæm- um brautum, spennifjöður sem tryggir nákvæmlega jafna teigju á garninu og þvi óvenju jafnt prjón. Auk þess er hún drifin með rafmótor sem stjórnað er með fætinum eins og á sauma- vél og hendurnar eru því lausar. — PRJÓNIÐ BRÚÐARKJÓLINN HEIMA. — Með ORION prjónavélinni er það leikur einn að prjóna sér ullar- eða nælonkjóla eftir nýjustu tízku, heima í stofu. Samkvæmiskjólar, blússur, peysur, hversdagskjólar, pils og meira að segja brúðarkjólar úr nælon garni og með auka- þræði úr silfri er auðvelt að prjóna á ORION. Að sjálfsögðu prjóna Orion vélarnar öðrum fegurra prjón, bæði í slétt- og útprjóni. í þær má nota sverasta ullargarn og fínasta nælongarn. Það er lögð áherzla á að hafa alltaf til reiðu í umboðinu alla þá varahluti sem til greina geta komið og ennfremur að hjá umboðinu starfa sérhæfðir ORION eftirlits- og viðgerðarmenn. ORION umboðið Orion kjóll Bolholti 6, sími 35124. VIKANÍ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.