Vikan


Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 18

Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 18
Oft er fólk, og þá ekki sizt yngra fólkið, í vandræðum með að finna upp eitthvað til að skemmta sér við á jólunum á milli þess sem það belgir sig út af góðum mat eða dundar við að dytta að jólatrénu. Algengast er að fólk grípi í spil, en það er margt annað til sem hægt er að gera sér og öðrum til skemmtunar. Hér ætlum við að benda ykkur á nokkra leiki, sem tilvalið er að fara í, er kunningj- ar líta inn á jólunum. 1. Fyrst er hér leikur, sem margir munu þekkja. Allir fara úr herberg- inu nema einn, sem lokar dyrunum og breytir stöðu einhvers hlutar í herberginu. Síðan koma allir inn aft- ur og leikurinn er i því fólginn að finna hverju hefur verið breytt. Og sá sem er fyrstur að átta sig á því verður næst einn inni og breytir einhverju öðru og svo koll af kolli. Breytingin verður að vera nokkuð augljós, t. d. mynd öfug á veggn- um, skipta um skermi á lömpum, snúa til borði o. þ. h. Að setja ein- hvern smáhlut þar sem hann er ekki vanur að vera og láta það duga sem breytingu er ekki fallega gert þvi gestirnir þekkja herbergið að sjáif- sögðu minna en heimafólkið, og hafa kannski aldrei áður komið á staðinn. Og svo auðvitað er vel Þegið af hús- ráðendum að brothættir og verðmæt- ir hlutir, svo sem klukkur eða krist- alsmunir séu látnir afskaptalausir. 2. í>ið bindið hring eða einhvern smáhlut á langa snúru sem siðan er hntftt saman þannig að hún myndar stóran hring. Síðan raða allir, nema einn, sér upn i hring og halda á snúr- unni fvrir aftan bak og þegar kallað er ,,nú" renna allir snúrunni i gegn- um hendur sér, þannig að hluturinn gengur frá einni hendi til annars. Sá sem eftir var stendur aftur á móti innl I miðiu hringsins og reynir að gizka á hvar hluturinn er niður kom- inn. Og er hann hendir á einhvern á að stöðva snúruna þegar f stað og viðkomandi sleppir snúrunni og rétt- ir upp hendurnar. Þannig gengur það þangað til hluturinn finnst og þá skipta þeir um stöðu. sá sem leitaði og sá sem hafði hlutinn. Gæta verður hess að haga lengd snúrunnar eftir fiölda þátttakenda, þannig að ekki sláist neitt I hiutinn er hann renn- ur frá manni til manns. 3. Næsti leikur er fólginn i því að prðfa hve næm skilningarvit hvers og eins eru. Bundið er fyrir augun á einhverjum viðstaddra og heyrnin fvrst prófuð. Þið framleiðið einhver algeng hljóð, eitt i einu, t. d. burstið skó. rifið sundur blað, klippið pjötlu, hellið vatni f hitapoka o. s. frv. Og sá blindi segir hver af hljóðunum hann þekkti. Næst er prófuð lyktnæm- in með þvf að setja alls konar hlutl eða efni rétt við nefið á honum, t. d. baðsalt, olíu, tómatsósu, appelsfnu eða raksápu. Sfðan verður hann að bragða á nokkrum tegundum matar, til að prófa bragðskynjunina. Meðan þessu hefur farið fram hafa svörin verið skrifuð niður jafnóðum. Nú er bindið tekið frá augunum á honum og sjónln reynd. Sykur, haframjöl, hrfsgrjón, hveiti, vindla- aska eða eitthvað þ. h. er sett á bakka og haldlð uppf I dálltilli fjarlægð frá honum. Svo er það snertiskynið. Hann er látinn snerta snöggvast við einhverj- um hlutum, eins og t. d. eggi, tann- bursta, sigarettukveikjara eða tesiu. Hver einstakur verður að ganga undir þetta próf og þá verður helzt að finna upp á einhverju nýju í hvert skipti. Og sá sem hefur flest svörin rétt vinnur leikinn. 4. Þennan leik er varla hægt að fara I nema píanó sé til staðar og einhver viðstaddra geti spilað svo- lítið. Raðið stólum, sem eiga að vera einum færri en þátttakendur I leikn- um, þannig i röð að seta og bak snúi á víxl sitt í hvora áttina. Síðan byrj- ar píanóleikarinn að spila og allir dansa kring um stólana, rólega eftir hægum takti og hratt eftir fjörugu. En ailt í einu hættir músíkin (spil- arinn hefur í hendi sér hvenær það er) og þá eiga allir að reyna að verða sér úti um stól til að setjast á, þó án þess að hreyfa hann, en vegna þess að stólarnir voru einum færri en Þátttakendurnir, verður einhver útundan og er þar með úr leik. Nú er einn stóllinn tekinn i burtu, músík- in heldur áfram svo og leikurinn. Svona gengur þetta koll af kolii, þar til aðeins einn stóll er eftir og sá, af tveimur sem eft.ir eru, sem krækir I hann er sigurvegari. Til að gera leikinn skemmtilegan verður sá eða sú sem spilar á hljóð- færið að taka virkan Þátt i leiknum, þannig að spila eins fiölbreyttan takt eins og hægt er og hætta allt I einu þegar enginn á bess von. Spila kannski hraðan lagstúf fvrst, I næsta skipti bara tvo eða þrjá hljðma, síðan langt rólegt lag og reyna þannig að koma „dansendunum" sem mest á óvart. önnur hljóðfæri en píanð er ef til vill hægt að nota, en það er mikið óhentugra. 5. Næsta leik hafa áreiðanlega margir krakkar gaman af að fara i. Allir setjast I hring og einn spvr spurningar, t. d. ..Hvað finnst bér leiðinlegast i fari Stínu?" (eða eitt- hvað annað svipað). Einn af við- stöddum á að svara fvrst. (ákveðið það fyrirfram) og verður sá að nota orð sem byrjar á A. Næsti í röðinni verður að bvria á B. næst.i á D, og svo áfram stafrófsröðina eftir fjölda þátttakendanna. Aðeins má svara með einu orði. Svörin gæt.u orðið t. d.: „Afbrýðisemin", „Bíladellan", „Daðr- ið", ..Eigingirnin", „Forvitnin", „Grobbið", o. s. frv. Leikurinn er skemmtilegri því fljótar sem svarað er, og hlægilegri verða svörin þvi styttri sem umhugsunartíminn er. 6. Einn úr hópnum lætur alla hafa pappirsblöð sem á er skrifað fyrsta Íínan úr einhverri vísu, sem fáir þekkja. Það sama á öll blöðin. Og auk þess eru gefin upp endaorðin I hverrl af hinum ljóðlínunum (rim- orðin). Eins má búa fyrstu línuna og rimorðin til á staðnum. Þetta gæti t. d. litið svona út: Ef ég væri oröinn stór — — — — taka — — — — mjór — — — — vaka — — — — sjór — — — — aka. Fyrst fylla allir upp ljóðlínu nr. 2 eftir eigin geðþótta og brjóta síðan upp á blaðið svo ekkert sjáist af henni. Því næst skipta allir um blöð og bæta þeirri þriðju við, brjóta enn upp á blaðið, skipta og búa til þá fjórðu og svo áfram þar til allar lín- urnar eru komnar. Að lokum eru öll „ijóðin" lesin upp og getur þá komið í Ijós hin undarlegasta samsetning. Æskilegt væri að allir reyndu að fylgja þeim hætti og línulengd, sem fyrsta línan og rímorðin gefa til kynna. 7. Einn af þátttakendunum fer út úr herberginu og að honum fjarstödd- um velja hinir einhvern velþekktan málshátt. Þegar sá sem fór út. kemur aftur á hann að geta upp á málshætt- inum. Honum er' hjálpað á þennan hátt: Hann spyr einhvern fyrst einn- ar spurningar. Og svarið sem hann fær verður að innihalda fyrsta orðið í málshættinum. Þá spyr hann ein- hvern annan annarrar spurningar og fær þá svar sem inniheldur orð nr. 2 í málshættinum. Og síðan koll af kolli. Hann má spyrja eins oft og hann vill, en ef spurningarnar verða fleiri en orðin í málshættinum, nefna menn fyrsta orðið aftur og svo áfram. Við skulum taka dæmi. Málshátt- urinn, sem valinn var, var „Enginn veit sína ævina fyrr en öll er“. „Þekki ég Jiennan málshátt?" „Já, ég 'held aö það sé ENGINN, sem ekki þekkir hann. „Helduröu aö ég veröi lengi aö finna hann?“ „Eg VEIT þaö ekki.“ „Finnst þér þetta skemmtilegur lekur?" „Ja, hver hefur SfNA skoöun d því." „Skemmtir þú þér vel hér í kvöld?“ „Eg ihef aldrei um ÆVINA skemmt mér svona vel.“ „Hefuröu komiö hingaö áöur?“ „Nei, aldrei FYRR.“ „HvaÖa málsháttur er þetta?“ „Þaö má ég ekki segja, EN þú færö eitt orö l einu. „Hvernig á ég aö geta fundiö þetta út?“ „ViÖ erum ÖLL aö reyna aö hjálpa þér.“ „Er þetta langur málsháttur?" „Hann ER ekkert mjög langur." Hvað á ég að gefa vini mínum í jólagjöf spyrja margar ungar stúlkur. Og fyrir strákana er þetta líka vanda- mál, þegar velja á gjöf handa vin- stúlkunni. En þetta er alls ekki svo erfitt. Því móttakandinn mun alltaf vera mest ánægður með einmitt þá gjöf, sem þú valdir! En athugaðu þetta tvennt: Gjöfin á ekki að vera dýr, ódýrar gjafir eru alltaf heppilegri — nema þvi aðeins að þið séuð trúlofuð eða hafið verið mjög lengi saman. Föt skaltu aldrei gefa, nema þá eitthvað smávegis, hálsklúta, vasaklúta eða þ.h. Stúlkunum þykir alltaf gaman að fá skrautmuni eða skartgripi, þótt ekki séu þeir alveg ekta, hálsfesti og armband eða eyrnalokk og ilmvatns- glas. Einnig kemur vel til greina bað- salt, varalitur í fallegu hulstri, lítil taska, vasaklútur með upphafsstöfun- um hennar, greiða og bursti, askja með greiðu, spegli, og varalit I, „manicure"sett, hljómplata, bók kon- fektkassi eða blómvöndur. Dálítið erfiðara er aö velja handa piltunum en ef þú lítur inn í íþrótta- vöruverzlun finnur þú áreiðanlega eitthvað sem hann hefur gam- an af að fá. Kannski langar hann til að eignast hljómplötu eða bók um „hobbí", sem hann hefur áhuga á. Kannski líka pennasett, lyklaveski, eða skyrtuhnappa. Við vonum að þessar fáu uppástung- ur hjálpi þér eitthvað til að finna þá gjöf sem veitir honum eða henni mesta ánægju. textinri Hér birtum við samkvæmt ósk nýj- an íslenzkan texta við lag eftir Frið- rik Jónsson, sem kynnt var í útvarps- þætti nýlega af Hljómsveit Svavars Gests og Ragnari Bjarnasyni. Text- inn er eftir Valdimar Hólm Hallstað. Gömul spor. Nú vefur mig að hjarta sínu nóttin hlý og hljóð og hláturmildur roði í vestri skín. I minninganna strengjum vakna æsku og ástarljóð, sem eitt sinn kvað ég fagnandi til þín. Og manstu ekki kveldin, sem við þráðum þú og ég, er þræddu döggvott grasið tveggja spor? Þvi æskan á I sólskininu að ganga glöð sinn veg. Við gleymdum okkur bæði þetta vor. En vornóttin er ungum vinum aldrei nógu löng Þó allir góðir vættir haldi vörð. 1 blárökkrinu hlýddum við á viltra svana söng við safaríkan ilm úr grænni jörð. — Við höfum sjálfsagt vina, aldrei verið nógu góð og vakað helzt til stutt i heitri þrá, Því leiðir okkar skildu fljótt við koss og kveðjuljóð sem kliðmjúk nóttin alein heyrði og sá. — Ég horfi inn i kvöldroðann því æska mín er öll, á örlögunum fáir kunna skil. En þú ert fangi i dalnum þínum bak við bláhvit fjöll og bíður þess, sem aldrei verður til. —' Eh hvert sinn þá er gróandinn fær mynnst við mildan svörð I minningum þú kemur sérhvert vor,- Þá leiðumst við í sólskininu glöð um græna jörð, sem geymir okkar löngu horfin spor,- Valdimar Hólm Hallstaö. hljdmlist Fyrir nokkrum mánuðum síðan birtist I ýmsum sænskum blöðum klausur, þar sem sagt var frá „fiasko", sem hinn þekkti ameríski söng- kvartett hafði gert á skemmtistöðum vlðsvegar um Sviþjóð. Og einnig var þess getið að í staðinn hafði verið ráðinn nýr sænskur söngkvartett, The Qleuuers, sem mun vera fyrstl 1S VIKAM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.