Vikan


Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 36

Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 36
Halldóra Bjarnadóttir hefur í hálfa öld farið um alla hreppa íslands, efnt til funda og námskeiða. í rúmlega fjóra áratugi hefur hún gefið út ársritið Hiín. Halldóra Bjarnadóttir nam fræði sín við kné Jóns Árnasonar jijóðsagnaritara, — og enn í dag, 87 ára að aldri, er hún að starfi í fullu fjöri. Halldóra Bjarna- dóttir segir merkilega sögu, hún spennir yfir líf fólksins í iandinu í meira en heila öld. Vilhjálmar S. Vilhjálmsson rithöfundur skrásetti bókina. S I I IM BM. FREYJUGÖTU 14 - SlMI 17667 góð rá<5. Svo fæddist María, og allt brcyttist til hins betra. Hann elska'ðj og dáði barnið takmarka- laust og notaði hverja stund, sem gafst, til að vera heima. Og ham- ingia mín og reyndar okkar allra var fidlkomin. — En svo sótti allt í sama horfið aftur. Það kom varla sá dagur, að hann væri allsgáður. Það var eins og hann væri að vinna upp tapaða daga, dagana, sem hann eyddi með okkur liér heima í friði og ró. Þetta var voðalegur tími, og ef ég hefði ekki haft Maríu og mömmu, hefði ég misst vitið. Það hafði lengi staðið til, að Ottó færi til Ameríku að kynna sér ýmsar verkfræðilegar nýjungar, og ætlaði ég jafnvel með honum. En á sein- ustu stundu hætti ég við jiað, því að ég sá fram á, að slíkt ferðalag mundi aðeins verða mér til leið- inda og jafnvel vandræða, þar sem ég gat varla treyst orði af því, sem Ottó sagði. Auk þess var mamma ekki vel frísk, og taidi ég ekki rélt, að við færum bæði frá henni. Ég vissi, að Ottó sárnaði þetta, þótt hann léti ekki á neinu bera. í fyrstu var ákveðið, að hann væri einn mánuð í Ameríku, en þegar tveir mánuðir liðu, án þess að hann minntist á heimkomu i bréfum sín- um, fór mér ekki að standa á sama. Þar við bættist, að mamma lagðist alveg i rúmið. Réttum þrcm mán- uðum eftir að Ottó fór, dó mamma. Ég sendi lionum skcyti og bað liann að koma strax heim, en hann sinnti því engu. Þá fluttist ég að hciman, og þegar liann loks kom aftur, greip liann í tómt. Þegar ég loks þagnaði, sagði Árnþóra: — Já, það er eins og mig grun- aði, næstum það sama og kom fyrir konu, sem ég þekki. Hún átti lika yndislega, viðkvæma telpu, og skilnaður foreldra liennar fékk svo á hana, að hún veiktist og dó. Um svipað leyti. réð maðurinn sig á skip, sem sigldi til Suðurlanda, og hefur ekki komið heim aftur. En konan mun alla tíð kenna sér um dauða litlu telpunnar sinnar. Árnþóra þagnaði og andvarpaði þungt af áreynslu við að tala svona mikið. Svo stóð hún skyndilega á fætur, kvaddi og fór, erindi hennar var lokið. Eftir svefnlitla nótt hafði ég ákveðið að hringja i Ottó. Ég átti ekki framar_ neitt stolt, saga Árn- þóru rak síðustu Ieifar Jiess á flótta. Nú var það bara velferð Maríu, sem skipti máli. — Því miður, frú Erikson, sagði simastúlkan, þegar ég hringdi á skrifstofuna. — Erik- son er i Þýzkalandi. Það er óvist, að hann komi heim fyrir jól. Teningunum var kastað. Eftir mikil heilabrot komst ég að þeirri niðurstöðu, að nú væri niðurlæging mín fullkomin. Auðvitað hafði Ottó rétt á liví að fara hvert sem hann vildi og hvenær sem honum datt í hug, en hann átti ekki að nota sér þenna rétt, hann hefði átt að láta mig vita, að hann ætlaði til útlanda. Kannski bar þetta vott um, að liann langaði ekki lengur til að sættast við mig. Ég varð eirðarlaus á daginn, og á nóttunni sóttu að mér hræð.legar hugsanir um það, hvernig fara mundi, ef Maria yrði veik, mikið veik, og kannski deyja. Ég varð gripin slíkum kvíða vegna hennar og vegna fjarveru Ottós, að ég var komin á fremsta hlunn með að hringja á skrifstofuna og spyrja, hvort hann hefði skilið eftir nokk- urt heimilisfang. Og senn voru jólin komin. ----★----- Maria litla talar við Guð. Áður en Árnþóra fór austur, — systir hennar varð allt í einu veilc, — sagði hún, að ég yrði að mtina eftir að þakká þér, ef pabbi kæmi, eins og ég bað þig. Pabbi er kominn, og, Guð, ég er svo glöð, nú er allt gott aftur. Þetta var svo skemmtilegt að- fangadagskvökl, — já, liann kom einmitt á aðfangadagskvöld. Við mainma ætluðum að fara að borða. Mamma var búin að leggja á borð- ið fallcga jóladúkinn með myndun- um á, og gömlu kertastjakarnir liennar ömmu stóðu á skápnum, þvi að það var ekkert pláss á sjálfu borðinu, það er svo lítið. í horninu við gluggann stóð jóla- tréð með mörgum kúlum, rauðum, bláum og gulum, og það glampaði svo fallega á þær, þegar búið var að kveikja á öllum litlu perunum. Á gólfínu lágu margir jólapakkar. Við mamma vorum búnnr að hlusta á kirkjuklukkurnar í Betlehem hringja, og presturinn var búinn að lesa söguna um það, þegar sonur þinn fæddist á jólunum. Þegar verið var að syngja Ileims um ból, var barið. Mamma hrökk við, hún átti ekki von á neinum, en ég vissi strax, að þetta hlaut að vera pabbi og enginn annar. —- Ég skal opna, sagði ég, þegar mamma ætlaði að fara að standa upp. Og það var pabbi. Hann stóð fyrir utan með fangið fullt af böggl- um, og nú var svo skrýtið, að þegar ég sá hann standa þarna, hélt ég, að mig væri að dreyma, alveg eins og svo oft á nóttinni. Dálitla stund þorði ég ekki að hreyfa mig, ég var svo hrædd um, að þá mundi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.