Vikan


Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 19

Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 19
A skandinaviski karlakvartettinn, sem syngur jazz I amerískum stíl. Kvartettinn The Glenners var stofnaður af Glenn Burgess, sem áð- ur var útsetjari fyrir ameríska söng- kvartettinn Golden Gate Quartet. Þegar Glenn skýrði sænskum músík- öntum frá hugmynd sinni, var honum eindregið ráðið frá því að gera þessa tilraun. — Það verða að vera blökkumenn sem syngja, ef eitthvað vit á að vera i þessu, — var sagt. — Sviarnir hafa ekki þennan rétta ritma I sér. — En Glenn lagði ekki árar i bát, heldur fór að leita að hæf- um mönnum í söngflokkinn, sem hefðu góðar raddir og áhuga fyrir kvartettsöng. Hann hefði átt að veðja við þá efasömu, því að honum heppnaðist þetta framar öllum von- um. — The Glenners standa beztu amerísku söngkvartettum fyllilega á sporði og eiga áreiðanlega glæsilega framtíð fyrir sér, — hefur m. a. ver- ið sagt um þá í blaðadómum. The Glenners komu fyrst fram á „Bern‘s“ í Stokkhólmi og skemmtu þar í einn mánuð við mjög góðar undirtektir, hafa síðan verið tíðir gestir i sænska sjónvarpinu og út- varpinu og einnig verið í Danmörku. Allan septembermánuð s.l. skemmtu þeir á „Nalen" i Stokkhólmi, en eru nú í Malmö. Nöfn söngvaranna eru: Kolf Lund- berg, 1. tenór, Sven-Erik Hellberg, 2. tenór, Ralph Jensen, baryton og Nick Sundín, bassi. Og Glenn Burgess, sem er stjórnandi, útsetjari og „alls- herjarreddari"! fjölskyldu, og ef til vill gætu hinir óþekktu skákmenn þess yljað hinum heimsfrægu rússnesku skáksnillingum undir uggum. — Þá vakti það ekki síður athygli, þegar það spurðist að eini kvenmaðurinn, sem tæki þátt í mótinu væri einmitt frá Monaco, Madame Renoy-Chevrier, sem tefldi á 4. borði. Og vissulega yrði það ánægjulegt, ef þátttaka hennar gæti orðið til þess, að kvenfólk yfirleitt tæki hana sem fyrirmynd og snéri sér meira að skák og skákiðkun al- mennt. Marga mun yfirleitt fýsa að sjá hvernig hún stýrir (tafl)mönnunum og hér kemur ein skák, þar sem hún á við Belgíumann. Skákin hefur á sér blæ sérfræðingsins til að byrja með, færist siðan yfir í rólegan far- veg. Hvitt: Mme. Renoy-Chevrier. Svart: Blookx (Belgíu). Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. Dd2 Be7 8. 0—0—0 b5 9. a3 Bb7 10. f3 Rbd7 11. Rb3 Dc7 12. Kbl Hd8 13. Be2 h6 14. Be3 Rc5 15. Rxc5 dxc5 16. Del 0—0 17. Hxd8 Bxd8 18. g4 Rh7 19. h4 f6 20. Dgl Be7 21. Bfl b4 22. axb4 cxb4 23. Ra2 Hd8 24. Be2, og eftir þennan leik bauð Blockx, á riddaralegan hátt, jafntefli, sem Mme. Renoy-Chevrier, vegna sinnar kvenlegu hæversku fiáSi. skálc kvikmyndir Madame Renoy-Chevrier Það vakti mikla kátínu, þegar það var tilkynnt í byrjun Olympíuskák- mótsins í Leipzig, að fyrstu mótherjar Rússanna mundu verða nýgræöing- arnir á mótinu, nefnilega Monaco. Fulltrúar þessa dvergríkis voru riú i fyrsta skipti á Olympiuskákmóti og ekld réttlátt að búast við miklu af þeim. Forseti Alþjóðaskáksambands- ins sagði i setningarræðu að Monaco væri að vísu lítið land, en það væri hjartanlega velkomið í þessa stóru John Saxon er nú einna fremstur í þeim flokki kvikmyndaleikara, sem komið hafa fram hin síðari ár og eru eftirlætisgoð milljóna unglinga um allan heim. Æfintýrið hófst er John, sem þá hét Carmen Orrico, gekk í skóla í New York og vann sér stundum inn auka- skilding með því að láta taka af sér myndir, sem svo voru notaðar til að myndskreyta hinar svokölluðu „sönnu lífreynslusögur" í ýmsum blöðum. Einn af þekktustu „stjörnuleiturum" Ilollywood, Henry Wilson, sá myndir af honum og fannst sjálfsagt að þessi dökkhærði piltur með frísklega en dálítið feimnislega brosið, reyndi sig við kvikmyndaleik. Svo Henry hringdi til New York, talaði við pabbann og lofaði syni hans samningi og tækifæri til að spreyta sig í kvikmyndum. Carmen Orrico varð glaður og undr- andi yfir þessti tilboði, en gerði sér ljóst, að útlitið var ekki nóg þegar i eldinn væri komið — hann yrði að kunna eitthvað fyrir sér í leiklist. Svo hann fór á þekktan leikskóla í New York og dvaldist þar við nám í hálft ár áður en hann tók saman pjönkur sínar og hélt vestur á bóginn. Það fyrsta sem Henry Wilson sagði er Oi'rico kom til Hollywood, var það, að hann yrði að breyta nafni sínu. Carmen Orrico væri of útlendings- legt. Carmen sagði honum að það væri ekki nema eðlilegt, því foreldrar hans væru báðir af ítölsku bergi brotnir og það væru mörg dæmi til þess að leikarar sem báru útlend nöfn hefðu orðið að heimsfrægum stjörnum, t. d. Ramon Novarro og Rudolphe Valen- tino. — Já það er allt annað mál meðmynd, segir John. — Það hafa allir það fólk sem skírir sig upp og nefnir sig þessum framandi nöfnum — en það gengur ekki ef leikarar heita það í raun og veru, — svaraði Wilson án þess að láta sér bregða. Wilson er frægur fyrir það að heimta að skjól- stæðingar hans tækju sér ný nöfn, það er ekki alltaf sem þau hljóma betur en þau gömlu. Maður skyldi ætla að Roy Fitzgerald hefði vakið fullt eins mikla lukku og Rock Hud- son, svo tekið sé dæmi — en það var ekki um annað að ræða, Roy varð að breyta nafninu sinu ef hann átti að eiga nokkurn sjens. Þremur vikum eftir að Carmen Or- rico kom til Hollywood, fór Wilson með hann til kvikmyndafélagsins Uni- versal-Interlational — og kraftaverk- ið skeði. John Saxon, en það var hans nýja nafn hafði undirritað hamning áður en hann gekk út af skrifstofunni klukkutíma siðar. Næstu 18 mánuð- ina gekk hann á skóla á vegum Uni- versal, sem veitir undirbúningsnám fyrir verðandi kvikmyndaleikara og gefur þeim einnig tækifæri til að reyna hæfileikana áður en þeir eru reynslumyndaðir með eitthvert hlut- verk fyrir augum. En John hafði ekki lokið við skólann áður en hann fékk sitt fyrsta hlutverk. Það var i mynd- inni „Bílaþjófurinn' — reyndar lítið hlutverk, en John skilaði þvi með slikum ágætum að stuttu seinna var hann látinn hafa til meðferðar erfitt hlutverk i Esther Williams-myndinni „Næturgesturinn hennar". í þeirri kvikmynd var fyrst verulega tekið eftir John og þá ekki síður er hann lék annað aðalhlutverkið í myndinni „Unglingsárin". Áður hafði hann sést í tveimur léttum kvikmyndum „Rock pretti baby" og „Summer love". 1 „The restless years" lék hann í fyrsta skipti á móti hinni dáðu „unglinga- stjörnu" Söndru Dee, og kynntist þar einnig mörgum þekktum leikurum eins og James Whitmore, Teresu Wright og Margaret Lindsay. — Ég lærði mikið á þvi að vinna í þeirri byrjendur gott af þvi að leika með alvönu listafólki, það er ekki hægt að komast hjá því að læra mikið, Þó maður geri ekki annað en að horfa á það fyrir framan myndavélina. Síðan hefur John leikið með Söndru Dee i mörgum myndum, m. a. „The reluctant debutante" og nú nýlega I „Portrait in black". En ef hann er spurður hvernig honum hafi líkað samstarfið við þessa ungu og fögru leikkonu verður ekki mikið úr svör- um. Hann virðist ekki mikið vilja tala um þá hlið málsins. — En hvernig er Sandra þá í einkalífinu?, er hann spurður. En hann vill ekkert um það segja heldur. — Hún er „all right" er svarið. Og það segir svo sem ekki mikið. En John Saxon er bara svona. 1 sínu einkalífi er hann mjög dulur og jafnvel feiminn. Það er ekki margt sem hann er reiðubúinn að ræða um. Auk vinnunnar sjálfrar eru það aðeins tveir hlutir, sem hann vill tala um: bílar og jazz. Kappakstursbílar eiga hug hans allan. — Það er ekki vegna þess að James Dean var með bíladellu, að mér þykir gaman af kappakstursbíl- um, segir John og brosir. — Mér líkar bara vel við allan hraða. Hann fær mig til að líða eins og ég sé frjáls og óháður öllu og öllum. Og John hefur reyndar fengizt við margar aðrar íþróttagreinar. Hann getur skotið listilega vel af boga og hann er ótrúlega góður lyftingamað- ur, því hann lítur alls ekki út sem neinn kraftajötunn. Hestamaður er hann og mikill og góður sundmaður. John Saxon hefur ekki lagt peninga sína í skrauthýsi með sundlaug og öðru tilheyrandi, eins og algengast er í kvikmyndaborginni. Hann býr í ósköp venjulegri íbúð fyrir utan borg- ina. Og hann segist ekki þurfa að kvarta. Hann segist ekki sjá neina ástæðu til þess að lifa i lúxus og vel- lystingum bara af því að hann sé kvik- myndaleikari! VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.