Vikan


Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 15

Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 15
Reykjavík, annars veit ég sama og ekkert um þau. Ég hef frétt, aS for- eldrar mínir séu báðir látnir, en ég veit ekki nákvæmlega, hvenær það ■ gerðist. — Þú manst þó nöfnin á systkin- um þínum. — Já, ég býst við því. Þau vita ekkert, hvar ég er niður kominn, og halda víst, að ég sé dauður og glat- aður. Mér er alveg sama. — Þau sjá þó, að þú ert lifandi, ef þetta kemst á þrykk. — Já, það gerir ekki til né frá. — Segðu mér eitthvað meira frá uppvextinum. — Ég sleit barnsskónum í Sauð- holti, og svo komst ég í vinnu niður i Þykkvabæ og síðar út á Stolcks- eyri. Ég var alltaf svarti sauðurinn í fjölskyldunni, vildi ekki læra neitt, en þó varð komið á mig fermingu með herkjum. Ég hafði ekki áhuga á neinu nema að komast utan. — Til hvers vildirðu komast utan? — Ég veit það ekki. Kannski var í mér Sígaunablóð. Ég var ákveðinn í því að flytjast utan, frá því að ég var fjögra ára. ■— Svo léztu verða af því að fram- kvæma hugmyndina. Hvað varstu gamall þá? — Það var árið 1936, og ég mun þá hafa verið 17 ára. Ég fór með gamla Gullfossi, og það vissi Það enginn nema mágkona mín, sem ég trúði fyrir því. Hún fór með mér niður að skipinu í hellirigningu og sá mig fara um borð. Siðan hef ég ekki séð Island. — Hvað sagðirðu mágkonu þinni? — Ekkert annað en það, að mig langaði til að sjá þessa veröld, sem tilheyrði mér. — Hvert sigldi svo gamli Gullfoss með þig? — Til Kaupmannahafnar. Ég hafði ekkert undirbúið komu mina þang- að, og það kom heldur enginn til að vitja mín, þegar skipið lagðist að. — Þú hefur þó verið sæmilega fjáður — eða hvað? f — Mér hafði tekizt að skrapa sam- an fyrir farinu og meira ekki. Þegar ég steig á land, átti ég 23 aura ís- lenzka, og það var allur minn gjald- eyrisforði. Það var þó kannski enn vera, að ég kunni ekki orð í neinu tungumáli utan íslenzku. — Sönn ævintýramennska. Hvað gerðir þú svo af þér? — Þetta var um haust, og það var kalt. Ég labbaði inn í borgina og settist á bekk í almenningsgarði. Svo fór að skyggja, og ég var soltinn ^ og vissi eiginlega litið, hvað til bragðs skyldi taka. En þá gerðist mjög merkilegur hlutur, sem hvað mest áhrif hefur haft á líf mitt til þessa. — Ætlarðu nú að fara að segja mér, að örlögin hafi gripið í taum- ana? — Þú mátt kalla það, hvað sem þú vilt. Það er sagt, að þegar neyðin • sé stærst, Þá sé hjálpin næst. — Þér barst sem sagt hjálp. — Já, við skulum hafa það svo. Viltu heyra söguna? Jæja, auðvitað var það kvenmaður. Hún kom að- vífandi og ... — Já, einmitt það. — Nei, ég hef ekki sagt allt. — Þetta var uppkomin kona og vel þroskuð, og hún var greinilega út- lendingur eins og ég. Hún var í einhverjum vandræðum og vildi vist biðja mig að hjálpa sér. Samtalið gekk náttúrlega svona og svona, þar sem hvorugt skildi orð hjá hinu, en þó var mesta furða, hvað við kom- umst áleiðis. Endirinn varð sá, að ég fór heim með konunni um kvöldið. -—• Var það nú endirinn? — Upphafið á endinum. Þar með breytti lif mitt um stefnu. Þessi kona var rússnesk greifaynja og hét Nina von Tomaros. Stóra myndin á veggnum þarna er af henni. Hún var mjög auðug og átti innstæður í mörgum löndum. — Og síðan hefur þig ekki skort fé? — Hún var mér mjög hjálpleg, og ég bjó hjá henni fyrst í stað. Hún sagði, að ég væri efni í artist, — hvað er það nú aftur kallað á ís- lenzku? — Það er víst fjölleikamaður eða eitthvað þess háttar ... — Alveg rétt. Hún vildi gera fjöl- leikamann úr mér, og ég féllst á það og æfði línudans og steppdans í sex mánuði. Hún kom mér í samband við fjölleikafólk, og lengst af var ég með tveimur stúlkum, annarri aust- urrískri og hinni sænskri. Við fórum viða um heim og höfðum sýningar i mörg ár. — Svo að þú munt vera maður viðförull,. Hefurðu hér nokkrar minjar um línudansinn, myndir eða þess háttar? — Ekki í þessari ibúð. Þær eru fyrir vestan. En ég hef hér passa, og þar getur þú séð, að ég fer með rétt mál. Þú spurðir um víðförli. Jú, það mun rétt vera, að ég hafi komið í öll lönd jarðarinnar utan þrjú: Kína, Grænland og Finnland. — Það er nú hægurinn á að komast til Finnlands. — Mér líkar ekki við Finna. Ég ætla að láta hér við sitja. Nú er ég farinn að þreytast i fótunum og hættur þessari atvinnu. — Var hún erfið? — Mjög mikil taugaáreynsla, eins og að likum lætur. Það var árið 1947, að ég varð var við, að jafnvægið var ekki eins gott og áður, svo að ég hætti. Það hafa kannski verið að einhverju leyti afleiðingar striðsins. Ég var i Þýzkalandi öll striðsárin, og þar gekk á ýmsu. Taugarnar láta undan að lokum. — Gaf þetta göðar tekjur? — Mjög góðar. Annars hefði maður ekki verið að því. — Þú ert sem sagt „milli“, eins og við segjum á slæmri islenzku. Hvað hefurðu svo gert síðastliðin þrett- án ár? — Ég lagði fjármuni mína í olíu- félagið Texaco Oil Company í Bandaríkjunum og telst starfandi hjá þvi fyrirtæki. Það hefur bækistöðvar um allan heim. — Starfar þú kannski fyrir félagið hér í Höfn? —■ Part úr árinu. Lögheimili mitt er í rauninni í New York, og þar hef ég aðra íbúð og aðsetur að vetr- arlagi, ef ekki er mjög kalt. — Islendingurinn í þér kann þá betur við hita en kulda. — Já, ég hef andúð á kulda. Þá fer ég til Suðurríkjanna og Florída eða eyjanna í Karabíahafi. — Það er ekki gott að ná í þig, ef með þyrfti. — Það á að vera ómögulegt. Ég vil fara með leynd og hef ekki einu sinni nafn mitt í nokkurri simaskrá. — Þú ættir að vera vel kunnugur bæði hér og fyrir vestan. Kanntu jafnvel við þig í Evrópu og þar? — Ég tel mig alltaf vera Evrópu- mann og er stoltur af því. Hér í Evrópu á kúltúrinn heima, en í Ameríku er tæknin. — Það er nú eitthvað af hvoru tveggja á báðum stöðunum — von- andi. — Jú, það er auðvitað. — Og þú kannt svona viðlíka vel við kúltúrinn og tæknina? — Tæknin er góð út af fyrir sig, en ef maðurinn verður þræll hennar, þá er hún lítils virði. —• Þú sagðir, að þér væri lítið um Finna. Finnst þér mikill munur á mannfólkinu í heiminum? — Vissulega. — Hvar hefur þér líkað bezt við mannskapinn ? — Övíða betur en í Suður-Amer- íku. Þegar ég kom fyrst til Brasilíu, varð ég fyrir mjög einkennilegri lífsreynslu. Ég skildi málið næstum strax ,og mér fannst ég þekkja göt- ur og hús eins og ég hefði verið þar Framhald á bls. 46. — Nú ætla ég að slappa reglulega af þangað til einhver kemur og býður mér atvinnu. — Já, ég lofaði að hitta þig hér klukkan þrjú, en hana vantar bara fimm mínútnr í þrjú ennþá. Þetta hlýtur að gerbreyta skoðunum manna á hinum hrylli- lega snjómannL kOKAH 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.