Vikan


Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 35

Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 35
Jólagjöf Maríu litlu Framhald af bls. 7. — Þakka þér fyrir, sagði tclpan, og bjart bros færðist yfir fallega andlitið. — Iíannski kemur pabbi þá á jólunum og sækir okkur mömmu. Þá skalt þú koma og vera alltaf hjá okkur. Þegar ég var háttuð, gat ég ekki sofnað og tók þvi að íhuga nánar þetta samtal mitt við Mariu. Mér skildist þá fyrst, í hvaða vanda ég var stödd. Hún treysti mér, trúði því, að ég gæti lijálpað sér, en sjálf vissi ég hezt, hversu lítils ég var megnug. Mig skorti þá trú, sem þurfti til þess að hiðja í auð- mýkt frammi fyrir Guði almættis- ins. Margoft hef ég spurt í vantrú minni: Hvers vegna leggur þú þetta á mig, Drottinn? Hvers vegna endi- lega mig? Hvað hef ég gert, svo að ég eigi alla þessa hræðilegu sorg skilið? Rétt eins og ég ætti eitthvað inni hjá skaparanum. Einu sinni las ég i einhverri bók þessi orð: Sorgin gerir mennina vitra, en í gleðinni gleymum við kærleikanum. Mér hefur sorgin ekki fært vizku, aðeins kalið hjarta, og stöðugt spyr ég: Iiver er lilgang- urinn með þessu öllu? Ef ég gæti lært eitthvað af sorginni -eða látið hana verða öðrum til gagns, væri öðru máli að gegna. En get ég nú ekki einmitt hjálpað litlu vinstúlku minni? Hver veit. Kannski hafði þetta allt einlivern tilgang. •---★----- Áhyggjur frú Erikson. Ég er áhyggjufull vegna Maríu, liún saknar pahha sins svo sárt, Kannski liefði ég ált að hugsa meir um hana, þegar ég ákvað að fara frá Ottó. Síðustu vikurnar hefur hún þó lítið minnzt á hann, og ég hélt jafnvel, að hún væri farin að sætta sig við þetta eins og það er. En svo eina nóttina vaknaði hún grátandi og kallaði sifellt á pabba sinn, og ég ætlaði aldrei að geta Iiuggað hana. Ég veit ekki, hvað ég á að gera. Ottó hringdi aftur til mín í síðustu viku og spurði mig, hvort ég væri ó- fáanleg til að koma heim. —■ Ég get ekki verið hér einn, sagði hann, — án ykkar er lifið kvöl. Ég reyni að drekka ekki, en útkoman verður bara sú, að ég drekk meira en nokkru sinni áður. Komdu aftur heim, þá hætti ég að drekka, ég lofa því. En ég treysti Oltó ekki, ég er svo oft húin að verða fyrir von- brigðum. Ég brýt heilann um þetta dag og nótt og finn, að ég hefði átt að sýna meiri þolinmæði — vegna Mariu. Sjálf er ég mjög ein- mana, og ég get ekki liætt að hugsa um Ottó, og ég óttast, að þessi óregla lians endi með skelfingu. í fyrra kvöld, eftir að María var sofnuð, leið mér mjög illa. Ég var þreytt eftir erfiðan dag á sauma- stofunni, og af tilviljun hafði ég komizt að því, cð Ottó liafði ekki komið á skrifstofuna í tvo daga. Ég var að hugsa um að hringja þangað og spyrja eftir honum, en fannst það svo auðmýkjandi. Síma- stúlkan þekkir mig alltaf í sima, og ég gat engan heðið að hringja fyrir mig. Ég gekk um gólf og tautaði í örvæntingu minni: — Hvað á ég að gera? Eitthvað verð ég að gera. AIH í einu var barið á dyrnar. Snöggvast varð ég svo undrandi og hrædd, að ég ætlaði ekki að þora að opna, en svo lók ég í mig kjark. Fyrir utan stóð Árnþóra, og minnk- aði ckki undrun mín við það að sjá hana, þvi að lnin er ekki vön að troða manni um tær að ástæðu- lausu. Hún hélt á holla og spurði, hvort ég gæti lánað sér kaffi í könnuna. Ég varð mjög fegin að fá tækifæri til að gera henni greiða og flýtti mér að segja, að það væri auðvitað sjálfsagt, en hvort lnin vildi nú ckki verða svo góð að koma inn og drekka með mér kaffi, ég hefði einmilt ætlað að fara að hita. — Já, það vil ég gjarnan, sagði hún. Mér leiðist, og það er hálf- kall. Eg er viss um, að það er mikið frost. Ég bauð lienni sæii, en fór sjálf fram i eldhús. A meðan ég Jét renna í ketilinn, velti ég þvi fyr.r mér, hvað hún vildi mér, því að ég varð strax sannfærð um, að erindi henn- ar væri annað og meira en að fá lánað kaffi. Það var ekki eðlilegt, hvað hún þáði hoð mitt ineð mild- um ákafa, þcssi hljóðláta, stillta kona, sem aldrei sagði fleira en brýn nauðsyn krafði. Hér hlaut eitthvað að búa undir. Og ágizkun mín reyndist rétt. Í fyrstu töluðum við þó dálitla stund um veðrið og um það, hvort við mundum geta hakað í ofninum frammi. Við höfðum liáðar mikinn áhuga á að reyna og ákváðum að láta til skarar skriða um næstu helgi. — Það held ég María verði glöð, sagði ég. — Hún er alltaf að spyrja, hvcnær ég ætli að byrja á jóla- bakstrinum. — Já, öll börn hlakka til jólanna, líka María litla, sagði liún. Ég spurði hana um daginn, hvað ég ætti að gefa henni i jólagjöf. Þá sagðist liún hara vilja fá pabba sinn í jólagjöf, ekkert annað. — Já, mér datt i hug, að hún hefði sagt þér frá þvi. Maríu þykir mjög vænt um þig, Árnþóra, Aukið blæfegurð hársins . .. með hinu undraverða WHITE RAIN fegrandi Shampoo . . . þetta nndraverða shampoo, sem geíur hárinu silkimjúka og blæfagra áferð. þetta ilmríka WHITE RAIN shampoo . . . gerir hár yðar hæft fyrir eftirlætis hár- greiðslu yðar. petta frábæra WHITE RAIN shampoo . . . lætur æskublæ hársins njdta sín og slær töfraljdma á það. Hvítt tyrir venjulegt hár — Blátt fyrir þurrt hár — Bleikt fyrir feitt hár. WHITE RAIN shampoo-hæfir yðar hári. HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. Hverfisgötu 103 — Simi 11275. ipjlyg IPí ~-«IÍÍ m !í 1 — Mér hefur skilizt, að Maria hal'i orðið fyrir þungri sorg í sam- rrndi við föður sinn, sagði Árn- þóra. - - Já, ég veit ég lief bara tiugsað um sjálfa mig í þessu máli, ekki tekið hana með i reikninginn. Árnþóra kinkaði kolli þegjandi, en ég hélt áfram, því að mér fannst mjög gott að geta létt á hjarta mínu. - Ottó er indæll og góður mað- ur, en hann drekkur of inikið, -—- kannski ekki ineira en gerist og gengur, en ég hata áfengi. Faðir minn og tveir bræður minir drukku mikið, og aumingja mamma átti oft hræðilega bágt. Þegar ég var tiu ára, fórust þeir allir með sania> skipinu. Það voru erfiðir dagar fyrir okluir mömmu. Eftir að ég fermdist, fluttumst við mamma hingað suour. Ég fékk vinnu á sömu saumastofunni og ég vinn á núna, jafnframt lærði ég að máhv og teikna Svo kynntist ég Ottó. Við urðuni strax mjög lirifin hvort af öðru, og nákvæmlega tveimur mánuðuni eftir að við sáumst fyrst, vorum við gift. Mamma var mjög áhyggjufull mín vegna, fannst við hafa þekkzt allt of stuttan tíma, en auðvitað hlustaði- ég ekki á orð hennar. Ég sagði henni ekki heldur frá þvi, að Ottó drakk, enda var ég of hamingjusöm til þess að vera að setja slika smámuni fyrir mig, — var líka viss um, að þegar við vær- um gift, mundi hann leggja þenna leiða löst alveg niður. En sú varð nú samt ekki raunin á, og áður en árið var liðið, varð ég að viður- kenna, að kannski liefði mamma haft rétt fyrir sér eins og svo oft áður, þegar hún gaf mér holl og SOKAH 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.