Vikan


Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 33

Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 33
Keramik Framhald af bls. 13. — Þar með er islenzk keramik orðin útflutninssvara. — Ekki beinlínis þar með. Við liöfum áður sent tvær sendingar til Kanada og eftir því sem við bezt vitum, hefur það tikað vel. — Þú gerir þér kannski vonir um að geta gert útflutninginn að veigamiklum lið í starfseminni? — Það geri ég vissulega, en til þess er vinnustofan hér of lítil. lig er ekki i neinum vafa um það, að við ættum að geta unnið mark- aði fyrir þessa gripi erlendis. — Hefur þér fundizt, að undir- tektir almennings væru góðar? — Já, við höfum ekki þurft að kvarta undan fólkinu. Okkar kera- mik hefur selzt vel, en svo er fólks- fæðinni hér um að kenna, að mark- aðurinn innanlands verður alltaf lítill. — Seljið þið ekki hvað mest fyrir jólin? ■— Jú, það hefur verið góð sala fyrir jól og kannski ekki siður um miðsumarsleytið, þegar straumur erlendra ferðamanna iiggur hér um. I sumar seldum við allt upp. — Þú hefur hér margar og fagrar konur í kringum þig. — Já, og snjallar i faginu. Þær eru hér tvær, sem teikna mynztur, Steinunn Marteinsdóttir, kona Sverris Ilaraldssonar listmálara. Hún er nýlega komin frá Kunst- akademíunni í Berlin. Hin er Ragn- heiður Jónsdóttir. Hún er búin að vera nokkuð lengi hjá okkur og teiknar mynztur eins og Steinunn Stúlkan við rennibekkinn er austur- rísk, útskrifuð af kunnum keramik- Brikie. Hún hefur góða æfingu við þetta og starfar mest við renni- skóla þar í landi og heitir Hedi bekkinn. Sú fjórða heitir Guðrún Inga Illíðar. Ilún formar hluti, sem breyta þarf, þegar búið er að renna, og annars gerir hún sitt af hverju tagi, eftir því sem til fellur. — Þegar þú gerir myndir á keramik eins og til dæmis á disk- ana, sem eiga að fara til Danmerk- ur, þá sýnist mér áferðin vera mjög lík vatnslitum. það cru þó ekki vatnslitir, eða livað? — Nei, litirnir, sem við notum eru unnir úr málmoxídum og hafa mjög svipaða eiginleika og vatns- litir. Hver málmur gerir ákveðinn lit, til dæmis gerir kopar grænt, kobolt gerir blátt og úraníum gerir rautt. ■— Það hefur liklega hækkað í verði á þessum síðustu kjarnorku- timum. — Já, það er mjög dýrt og nú orðið er ákaflega erfitt að fá það. — Mér finnst nú orðið lítið spenn. andi við þessi geimferðalög. Þeir nota það í þágu heimsfriðar- ins og jjað er von að við sitjum á hakanum, þegar um svo mikilsverða notkun er að ræða. — Nema það sannist, að þú stuðlir að heimsfriðnum með kera- mikinni. En það verður kannski erfiðara að sanna það. Segðu mér svo annað: Hvaðan færðu leirinn? — Hann er mestmegnis frá Laug- arvatni. Það er gamall hveraleir, sem grafinn er úr túninu þar. í nánd við hveri er oft mikill brenni- steinn í leirnum, en á eldri livera- svæðum hefur brennisteinninn skolazt burt- — Ferð þú þangað sjálfur eftir lionum? — Já, við Hermann förum og veljum hann sjálfir. Það er tals- vert vandaverk að velja leir. Svo notum við lika grásteinssalla, sem við fáum hér við Elliðaárnar. — Eru ekki sýningar mikils- verður hlutur fyrir ykkur? — Jú, ég býst við því. Þegar Glit h/l' var stofnað, þá var um leið efnt til sýningar og í júni i sumar höfðum við sýningu i sýn- ingarsalnum á Freyjugötunni. Þar að auki hef ég sýnt bæði i Regn- boganum og i sýningarglugga Morgunblaðsins. — llvenær byrjaðir þú á kera- mik? — Það mun hafa verið 1939. Þá byrjaði ég að læra hjá Guð mundi frá Miðdal. — Var það i einkatimum hjá honum ? — Nei, ég byrjaði þar sem þræll. Það var samið um þriggja ára nám hér og eitt erlendis. — Til hvers eitt ár erlendis? — Hann setti nemendum sinum þessi skilyrði. Þá var keramik ekki orðin lögfest iðn hér hjá okkur og það var talað um að dvölin er- lendis kæmi i stað iðnskóla. — Ilvar varstu við nám erlendis? — Stríðið stóð sem hæst um jjær mundir, sem ég var búinn með þessi þrjú ár hér hcima. í stríðs- lokin kom hingað sænskur liand- íðakennari, Gustafsson að nafni, og Gunnar Klængsson, smiðakenn- ari við Kennaraskólann, kom mér í samband við hann. Gustafsson útvegaði mér pláss við Slöjdfören- ingen í Gaulaborg og þar var ég tvö kennslutímabil. Ég jrekkti þá litið til um erlenda keramik og tel nú, að ég liafi verið mjög heppinn að komast til Svíþjóðar, þvi þeir standa tvímælalaust rnjög framar- lega. Þetta var 194(5 og 4 7, en svo fór ég aftur utan 1953 og vann hjá Uppsala Ekeby, sem er stór kera- mikverksmiðja í Uppsölum. Þar unnu um 800 manns og stór hluti af framleiðslunni voru veggflisar. — Hverjir eru annars álitnir snjallastir í keramik nú á dögum? — Það má varla á milli sjá. Það var efnt til alþjóðlegrar keppni í Rómaborg í sumar i sambandi við keramiksýningu þar og Danir urðu efstir og Austurríkismenn urðu aðrir i röðinni. Annars eru Norður- landamenn einna hæst skrifaðir i þessari iðn. — Má ckki kalla lccramik list- grein? — Keramik er allt frá því að vera hreint fúsk og upp í það að vera listform. Við reynum að sjálf- sögðu að lialda henni á háu stigi og höldum því fram, að það sé eitthvað meira en handiðn, sem ,ió íáumst viö. ★ Þér munuð kannast við, að ljúffengar veigar — encurnærandi hressing — veitir vellíðan alla leið ofan í tær. Nútimamenn með góðan smekk láta sig það meiru skipta en nokkru sinni fyrr, livernig fótabúnaði þeir klæðast. Mc-nn kunna þvi að meta góða og sterka, og ekki hvað sízt, nýmóðins karlmanna- sokka. Þetta vitið þér líka. Við leyfum okkur þvi að vckja athygli yður á að vér liöfum áratuga reynslu i framlciðslu nýtízku sokka allra tegunda og það í miklu úrvali. VEB Buntsockenwerke Grosselbersdorf (Sachsen), Upplýsingar veitir: •WW H IBFB. TT E ZXL Exportgesellschaft fiir Wirkwaren und Raumte^ctilien m.b.H. Berlin C2 DEUTSCHE DEMOKRATISCHE REPUBLIK yiKAN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.