Vikan


Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 20

Vikan - 15.12.1960, Blaðsíða 20
ÉR ætlum við að segja ykkur frá helzta jólamat í ýmsum löndum. Það gæti verið gaman að prófa eitthvað af þessu á jólun- um, þó að við búumst nú við, að flestir vilji það, sem þeir fengu í fyrra og þar áður o. s. frv. En hvað um það, valið er öllum frjálst. BELGIA Belgar hafa löngum verið þekktir sem miklir matmenn, og sýna matvörubúðir þeirra það rétt fyrir jól í miklum mæli. Fyrir utan ógrynnin öll af fuglum eru þök og veggir verzlananna skreytt með litlum, ljósrauðum og feitum grísum. Belgum þykja heilsteiktir grísir gómsætir og þá sérstaklega á jólunum. En und:rbúningur undir þessa matargerð er ekki svo einfaldur. E'ftir að menn hafa valið sér gris. vel og vandlega, og fjarlægt úr honum öll innyfli, nudda þeir holið með handfylli af krydd- jurtum og fylla það svo með smjöri, salti, pipar, og rifnum múskathnetum. Síðan hella þeir úr konjakglasi yfir allt saman og kveikja í. (Þið athug'ð að grisinn liggur á bakinu.) Úr lifrinni, snöggsoðnu spiki, tveimur bollum af brauð 'olum, hrærðum út í mjólk, 4 hökkuðum, litlum laukum, 1 hvítlauk, nokkrum sveppum og einum kúiusvepp. skornum í þunnar sneiðar og ásamt miklu kryddi, er búið til mauk, sem búk- urinn er fylltur með. Það. sem þá er eftir að troða út, er fyllt með ólífum og reyktum smá- pylsum. Þá er grisinn saumaður saman og bund- inn. Síðan er honum komið fyrir á eldtraustu fati, sem er þakið olífuolíu, en í henni hefur legið timían (krydd) og iárviðarlauf, sem nú hef- ur drukkið feitina í sig. Allt í kringum grísinn er lagður krans úr smálaukum. Þessu er svo öllu saman komið fyrir í ofni og steikt i tvo tíma, fyrst í stað við hægan hita. Þegar grísinn svo er tilbúinn, er hægt að skera af honum ljúffengar og meyrar sneiðar, því að beinin og hnúturnar eru orðin það stökk. ENGLAND Ekkert enskt jólaborð er hugsanlegt án hins hefðbundna jólabúðings, en tilbúningur hans er nokkuð viðamikill. Hér er uppskrift að búðingi, sem búinn er til þremur vikum fyrir aðfangadags- kvöld og er handa 18 persónum. 500 g hreinsuð og smáhökkuð uxatólg, 250 g hveiti, 250 g sálduð brauðmylsna, 200 g rúsinur, 200 g vel hreinsaðar og skolaðar kúrenur, 200 g sykur, 75 g sultaðar appelsínur, skornar í smá- hyrninga, 70 g sultaðar sitrónur, skornar í smá- ferhyrninga, 70 g hakkaðar möndlur, 70 g þurrk- uð kirsuber steinlaus, 10 g salt, 3 g steyttur kan- ill, 2 g steytt engifer og hálft g steyttur negull. Ofan á þetta eru svo 4 ný egg, 1 afhýtt epli, skorið í smáferhyrninga, rifið hýði af 1 sítrónu og 1 heil sítróna, sem soðin er í mauk, og síðast aldin- safi. Gleymið eldíi heldur 1 dl af rommi og 2 dl af mjólk. Blandið þessu nú öllu vel saman. Á aðfangadag er búðingsformið smurt, deiginu hellt í og lok sett á; síðan er þetta bundið vel saman. Þá er pottur fylltur að tveim þriðju af vatni, eftir að búið er að setja það á botninn. Potturinn er settur yfir eldinn, og þegar vatnið sýður, er búðingsformið sett á fatið, þá er vatn- inu haldið sjóðandi i 5 tíma. Auðvitað verður að hella sjóðandi vatni í pottinn, um leið og vatnið gufar upp. Eftir það er búðingnum velt á volgt fat og borinn fram, eftir að dálitlu rommi hefur verið hellt yfir hann, og þá á síðasta augnabliki er kveikt í romminu. Einnig er hægt að sjóða jólabúðinginn, um leið og hann er búinn til, en þá verður að velgja hann í vatnsbaði, áður en hann er borinn fram. FRAKKLAND Frakkar eru, eins og allir vita, annaðhvort kabólskir eða trúlausir. Hinir trúlausu halda auð- vití'ð »kki iól. o°- hiá hinum kabóisku er jóia- mí1t:ii!n fösfurriáltið sem undirbúningur b’nnar h^tiðlenu m’ðnæturroessu. Hin eiginlpga iólahá- tíð. með iólatré. gíöfum o. s frv., hefst ebki fvrr en á ióladev. En Frakkar hafa matantrorð í bað m'klum be’ðri, að þeir geta ekki m5ðað iólamál- t5ð:na við einn rótt, La p:é»e de résistan»e aðnl- rétt’nn. vantar ekki, en eftir okkar mætikvarða er bann aðe:ns e;nn af ’~’ö’-erum. t. d. fuvlum og stoiVum. sem eefur húsbónöanum tækifæri til að sVenkia b°tur af rauðv’ninu. Þe'r. sem blondnir eru í t.rúnni. eru van:r að SRn-’einn siði b;nna tveo-cria með bví að bnrða miög létta rnáltíð á aðfangadagskvöld og fara s’ðon í kirk’u. bvi eð bótt be:r séu ekki míög trúaðir. er jó'agnðsbiónnsta í kabótskum kirkium bæði auvum og evrum t’l vnd’s En á eftir halda bo’r ió'av'oðsknn Hel~t f,”’a he:r bá ó veitinganús, bar s»m þeir hafa pantað mat. kl e:tt um nótf- inn. Þar sem ekki er nekkur le’ð að liúka mál- tiðmni fvrir klukkan tvö en þá er lokað. trvggja þe:r sér vín fyrir fram þann tima. sem veitinga- b’"’s:ð lögnm ^arnkvæmt. venður að loka fvrir alia sölu. Vín'ð er hnft í kassa undir borðinu, og meðan þiónarnir hnida áfram að bera fram mat- inn, er sjálfsafgreiðsla á víninu, þangað til birtir og veitingamaðurinn má aftur opna vínkjall- arann. Þá, sem þannig hafa vakað alla jólanóttina, langar af eðlilegum ástæðum ekkert sérstaklega til að halda frekar upp á jóladaginn. ÍTALÍA ítalir halda jólin hátíðleg eftir kaþólskum sið- um og venjum, en Það er mikill munur á þeim á Suður- og Norður-ltalíu. Á Pósléttunni og i Mílanó eru áhrif frá Sviss og Þýzkalandi svo sterk, að jólin þar eru næstum norræn, það er að segja með jólagjöfum og jólatré þegar á að- fangadagskvöld, þó að maturinn sé yfirleitt ein- hver fiskréttur, með tilliti til hefðbundinna venja. I Róm erum við stödd mitt á milli norðurs og suðurs, og það. sem einkennir jólahaldið þar mest, er sá siður að gefa lögregiunni gjafir. S'ðurinn er leifar frá þeim tíma, þegar páfinn var einnig konungur í Róm, og lögregla páfa hafði svo mik- ið vald, að það borgaði sig að gera henni til geðs. En ef þið viljið kynnast ósviknum, ítölskum jólamat, verð'ð þið að fara til Napóli, þar sem aðíangadagskvöld er heilagt og maturinn er föstu- rratur. M'ðnæturmessu á nefnilega að vera lokið, áður en fólk þorir að hugsa til jólafagnaðar. Samt er það nú svona og svona með föstuna á aðfanga- dagskvöid. Máltíðin byrjar auðvitað á hinu óhjákvæmilega spaghettí, sem i tilefni dagsins er skreytt með girnilegum skelfiskum. Hin eilífa tómatsósa er lífguð upp með heilmiklu af ólífuoliu og krydd- uð með hvítlauk, muldum ansjósum og grænum og svörtum ólífum. Aðalrétturinn er auðvitað fiskur, helzt capitone, stór og feitur áll. sem hin- ir gömlu Rómverjar kölluðu herrarétt þegar í fornöld. Hann er borinn fram steiktur (í olíu auðvitað) með salati úr rifnum piparrótum, blönduðum með blómkáli, aubergine (krydd) og spænskum pipar. Ábætirinn er strufoli, kúiur úr kökudeigi, blönduðu með hunangi og litum, sykruðum ávöxt- um. Þetta er borið fram á glæsilegu fati, alþöktu sælgæti í öllum litum. Þar sem þeít'a er föstu- maturinn, getur fólk ímyndað sér, hvernig jóla- máltíðin er. 2G VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.