Fréttablaðið - 27.11.2009, Page 8

Fréttablaðið - 27.11.2009, Page 8
8 27. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR 1 Hverjar verða hámarks- greiðslur úr fæðingarorlofssjóði hér eftir? 2 Hvað eru starfsmenn Land- helgisgæslunnar með í föst laun? 3 Hver stefnir á oddvitasæti Framsóknar í Reykjavík, annar en núverandi oddviti? SVÖR Á SÍÐU 54 ÍRLAND, AP Kaþólska kirkjan á Írlandi gætti þess áratugum saman að ekkert fréttist opinber- lega af framferði presta sem nídd- ust á börnum. Kirkjan kaus að gæta orðspors síns frekar en að styðja fórnarlömbin. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar sem undan- farin þrjú ár hefur grandskoðað leyniskjöl kirkjunnar um þessi mál. Rannsóknin nær til brota sem framin hafa verið í umdæmi kirkjunnar í höfuðborginni Dublin á árunum 1975-2004. Fram kemur í skýrslunni að erkibiskupar kaþólsku kirkjunnar í Dublin hafi á þessu tímabili gætt þess að halda brotum prestanna leyndum fyrir lögreglunni til að koma í veg fyrir umtal, en þess í stað flutt þá í annað prestsdæmi. Ríkisstjórn Írlands baðst í gær afsökunar á að ríkið hefði ekki dregið yfirvöld kaþólsku kirkjunn- ar til ábyrgðar. Fulltrúar fórnarlamba kirkjunn- ar sögðust fagna rannsókninni, en tóku þó fram að bæði kirkjan og stjórnvöld á Írlandi ættu margt eftir ógert til að bæta fyrir mis- gjörðir af þessu tagi. Á þessu ári hafa þá komið út tvær efnismiklar skýrslur um þessi mál, báðar að frumkvæði stjórnvalda. Sú fyrri kom fyrir almennings sjónir í maí og eru þar dregnar saman á 2.500 blaðsíðum upplýsingar um brot kirkjunnar á Írlandi allt aftur á fjórða áratug síðustu aldar. Skýrsluna, sem birt var almenn- ingi í gær, fengu stjórnvöld í hend- urnar í júlí. Hún er 720 blaðsíður og eru þar skoðuð mál 46 presta sem samtals höfðu fengið á sig 320 kærur. Þessir 46 voru vald- ir til skoðunar úr hópi 150 presta í umdæmi kirkjunnar í Dublin, sem allir höfðu verið sakaðir um að níðast á drengjum eða stúlkum allt frá árinu 1940. Einungis ellefu prestanna 46 eru nafngreindir, þar sem þeir höfðu fengið dóm fyrir athæfi sitt. Höf- undar skýrslunnar sögðust ekki í vafa um að þessir 46 prestar hefðu níðst á mun fleiri börnum en þeim 320 sem kærur höfðu bor- ist vegna. „Einn presturinn viðurkenndi að hafa níðst kynferðislega á meira en hundrað börnum, en annar við- urkenndi að hafa níðst á börnum á hálfs mánaðar fresti allan tímann meðan hann var í embætti, sem var í 25 ár,“ segir í skýrslunni. gudsteinn@frettabladid.is Kirkjan hélt hlífiskildi yfir níðingum Leyniskjöl kaþólsku kirkjunnar á Írlandi sýna að kirkjan hélt hlífiskildi yfir barnaníðingum úr röð- um presta. Skýrsla rannsóknarnefndar dregur fram ljóta sögu. Írska stjórnin biðst afsökunar. LJÓT SAGA Kross þessi var reistur í Dublin árið 1979 þegar Jóhannes Páll II. páfi kom þangað í heimsókn. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUR Samfylkingin talar tungum tveim um málefni Reykjavíkurflugvallar, því sam- gönguráðherra segir eitt en full- trúi flokksins í samgöngunefnd annað. Svo mælti framsóknarmaður- inn Birkir Jón Jónsson á Alþingi á miðvikudag. Hann sagði völl- inn gríðarlega mikilvægan fyrir landsbyggð sem og höfuðborg. Því vildi hann vita hvort Samfylking gengi hér í takt. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrnefndur fulltrúi Samfylking- ar í samgöngunefnd og eitt sinn borgarstjóri, svaraði Birki með því að skiptar skoðanir væru um málið innan allra flokka. Bæði innan Samfylkingar og Fram- sóknar. Framsókn í borginni segði að völlurinn skyldi hverfa, en á landsvísu að hann ætti að vera. Birkir Jón sagði þá að Fram- sókn vildi völl- inn á sínum stað. Jón Gunn- arsson úr Sjálf- stæðisflokki k v a d d i s é r hljóðs seinna í þessum ræðum um störf þings og sagðist vilja hafa völlinn um kyrrt. Sú væri skýr stefna Sjálf- stæðisflokksins, þótt aðrar skoð- anir væru í borgarstjórnarflokki hans. Svo væri oft í stórum flokk- um. Jón viðraði áhyggjur sínar af uppbyggingu í Vatnsmýrinni og lagði til að flugstöð yrði endur- byggð en samgöngumiðstöð sett í jaðarbyggðir eða við stofnbraut- ir. Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokks og áður borgarfulltrúi, kvað þá Jón Gunn- arsson hafa staðfest að skiptar skoðanir væru innan Sjálfstæð- isflokks um borgarskipulag. „Það er ekki samhljómur á milli okkar hvað hin ýmsu mál varðar, það er algjörlega deginum ljós- ara, þannig að ég ætla ekki að eyða tíma mínum hér í að fara yfir það,“ sagði Guðlaugur í létt- um dúr. - kóþ Alþingismenn ræddu um flugstöð, samgöngumiðstöð og aðalskipulag Reykjavíkurborgar: Deilt innan flokka um Reykjavíkurvöll GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR BIRKIR JÓN JÓNSSON Alhliða uppskrift Pulsa (hituð í vatni, EKKI SOÐIN!!!) Pu lsu- brauð og bara hvað sem þig langar að hafa m eð. (Nema grænar baun ir. Grænar baunir í pu lsu- brauði geta valdið öndunarerfiðleikum .) H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA www.lapulsa.is Ringjarar fara inn á ring.is og óska eftir að fá MMS með tilboðum send í símann. Ringjarar þurfa ekki skæri. Við sendum tilboð beint í símann. Tilboð dagsins: Tónlist Ferskir tónar á m.ring.is í hverri viku Gleði 2 MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út Ringjarar geta náð sér í lagið og hringitóninn We lost the race með Ourlives á farsvímavefnum m.ring.is í dag. Tónlist fyrir 0kr. Tíska Fersk tilboð á ring.is í hverri viku Gleði 1 MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út Ringjarar fá 2.000 kr. afslátt af gallabuxum í dag hjá Retro, Deres, Sparkz eða Urban. 2.000 kr. afsláttur! E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 0 15 NEYTENDUR Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, fagn- ar samanburði Póst- og fjar- skiptastofnunar á kostnaði við síma- og netþjónustu, og átelur fjarskiptafyr- irtækin fyrir ógagnsæjar gjaldskrár sem almennt sé erf- itt fyrir neyt- endur að bera saman. Fjallað var um saman- burðinn í Fréttablaðinu í gær, en gagnrýnt hefur verið að hann taki ekki tillit til pakkatil- boða sem fyrirtækin bjóða. Gísli segir neytendur eiga rétt á upplýsingum sem geri þeim kleift að bera verðskrárnar saman. Heppilegra sé fyrir alla að fjarskiptafyrirtækin auð- veldi samanburð svo ekki þurfi að breyta lögum til að auka gagnsæi í gjaldskrám. - bj Fagnar fjarskiptasamanburði: Pakkatilboðin afar ógagnsæ GÍSLI TRYGGVASON Heimsendur matur hækkar Verð á heimsendum mat frá Akur- eyrarbæ hækkar úr 704 krónum í 850 krónur. Heildarverð á hvern heimsendan matarbakka er áætlaður 1.060 krónur en bærinn niðurgreiðir bakkann um 210 krónur. AKUREYRI VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.