Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.11.2009, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 27.11.2009, Qupperneq 8
8 27. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR 1 Hverjar verða hámarks- greiðslur úr fæðingarorlofssjóði hér eftir? 2 Hvað eru starfsmenn Land- helgisgæslunnar með í föst laun? 3 Hver stefnir á oddvitasæti Framsóknar í Reykjavík, annar en núverandi oddviti? SVÖR Á SÍÐU 54 ÍRLAND, AP Kaþólska kirkjan á Írlandi gætti þess áratugum saman að ekkert fréttist opinber- lega af framferði presta sem nídd- ust á börnum. Kirkjan kaus að gæta orðspors síns frekar en að styðja fórnarlömbin. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar sem undan- farin þrjú ár hefur grandskoðað leyniskjöl kirkjunnar um þessi mál. Rannsóknin nær til brota sem framin hafa verið í umdæmi kirkjunnar í höfuðborginni Dublin á árunum 1975-2004. Fram kemur í skýrslunni að erkibiskupar kaþólsku kirkjunnar í Dublin hafi á þessu tímabili gætt þess að halda brotum prestanna leyndum fyrir lögreglunni til að koma í veg fyrir umtal, en þess í stað flutt þá í annað prestsdæmi. Ríkisstjórn Írlands baðst í gær afsökunar á að ríkið hefði ekki dregið yfirvöld kaþólsku kirkjunn- ar til ábyrgðar. Fulltrúar fórnarlamba kirkjunn- ar sögðust fagna rannsókninni, en tóku þó fram að bæði kirkjan og stjórnvöld á Írlandi ættu margt eftir ógert til að bæta fyrir mis- gjörðir af þessu tagi. Á þessu ári hafa þá komið út tvær efnismiklar skýrslur um þessi mál, báðar að frumkvæði stjórnvalda. Sú fyrri kom fyrir almennings sjónir í maí og eru þar dregnar saman á 2.500 blaðsíðum upplýsingar um brot kirkjunnar á Írlandi allt aftur á fjórða áratug síðustu aldar. Skýrsluna, sem birt var almenn- ingi í gær, fengu stjórnvöld í hend- urnar í júlí. Hún er 720 blaðsíður og eru þar skoðuð mál 46 presta sem samtals höfðu fengið á sig 320 kærur. Þessir 46 voru vald- ir til skoðunar úr hópi 150 presta í umdæmi kirkjunnar í Dublin, sem allir höfðu verið sakaðir um að níðast á drengjum eða stúlkum allt frá árinu 1940. Einungis ellefu prestanna 46 eru nafngreindir, þar sem þeir höfðu fengið dóm fyrir athæfi sitt. Höf- undar skýrslunnar sögðust ekki í vafa um að þessir 46 prestar hefðu níðst á mun fleiri börnum en þeim 320 sem kærur höfðu bor- ist vegna. „Einn presturinn viðurkenndi að hafa níðst kynferðislega á meira en hundrað börnum, en annar við- urkenndi að hafa níðst á börnum á hálfs mánaðar fresti allan tímann meðan hann var í embætti, sem var í 25 ár,“ segir í skýrslunni. gudsteinn@frettabladid.is Kirkjan hélt hlífiskildi yfir níðingum Leyniskjöl kaþólsku kirkjunnar á Írlandi sýna að kirkjan hélt hlífiskildi yfir barnaníðingum úr röð- um presta. Skýrsla rannsóknarnefndar dregur fram ljóta sögu. Írska stjórnin biðst afsökunar. LJÓT SAGA Kross þessi var reistur í Dublin árið 1979 þegar Jóhannes Páll II. páfi kom þangað í heimsókn. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUR Samfylkingin talar tungum tveim um málefni Reykjavíkurflugvallar, því sam- gönguráðherra segir eitt en full- trúi flokksins í samgöngunefnd annað. Svo mælti framsóknarmaður- inn Birkir Jón Jónsson á Alþingi á miðvikudag. Hann sagði völl- inn gríðarlega mikilvægan fyrir landsbyggð sem og höfuðborg. Því vildi hann vita hvort Samfylking gengi hér í takt. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrnefndur fulltrúi Samfylking- ar í samgöngunefnd og eitt sinn borgarstjóri, svaraði Birki með því að skiptar skoðanir væru um málið innan allra flokka. Bæði innan Samfylkingar og Fram- sóknar. Framsókn í borginni segði að völlurinn skyldi hverfa, en á landsvísu að hann ætti að vera. Birkir Jón sagði þá að Fram- sókn vildi völl- inn á sínum stað. Jón Gunn- arsson úr Sjálf- stæðisflokki k v a d d i s é r hljóðs seinna í þessum ræðum um störf þings og sagðist vilja hafa völlinn um kyrrt. Sú væri skýr stefna Sjálf- stæðisflokksins, þótt aðrar skoð- anir væru í borgarstjórnarflokki hans. Svo væri oft í stórum flokk- um. Jón viðraði áhyggjur sínar af uppbyggingu í Vatnsmýrinni og lagði til að flugstöð yrði endur- byggð en samgöngumiðstöð sett í jaðarbyggðir eða við stofnbraut- ir. Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokks og áður borgarfulltrúi, kvað þá Jón Gunn- arsson hafa staðfest að skiptar skoðanir væru innan Sjálfstæð- isflokks um borgarskipulag. „Það er ekki samhljómur á milli okkar hvað hin ýmsu mál varðar, það er algjörlega deginum ljós- ara, þannig að ég ætla ekki að eyða tíma mínum hér í að fara yfir það,“ sagði Guðlaugur í létt- um dúr. - kóþ Alþingismenn ræddu um flugstöð, samgöngumiðstöð og aðalskipulag Reykjavíkurborgar: Deilt innan flokka um Reykjavíkurvöll GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR BIRKIR JÓN JÓNSSON Alhliða uppskrift Pulsa (hituð í vatni, EKKI SOÐIN!!!) Pu lsu- brauð og bara hvað sem þig langar að hafa m eð. (Nema grænar baun ir. Grænar baunir í pu lsu- brauði geta valdið öndunarerfiðleikum .) H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA www.lapulsa.is Ringjarar fara inn á ring.is og óska eftir að fá MMS með tilboðum send í símann. Ringjarar þurfa ekki skæri. Við sendum tilboð beint í símann. Tilboð dagsins: Tónlist Ferskir tónar á m.ring.is í hverri viku Gleði 2 MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út Ringjarar geta náð sér í lagið og hringitóninn We lost the race með Ourlives á farsvímavefnum m.ring.is í dag. Tónlist fyrir 0kr. Tíska Fersk tilboð á ring.is í hverri viku Gleði 1 MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út Ringjarar fá 2.000 kr. afslátt af gallabuxum í dag hjá Retro, Deres, Sparkz eða Urban. 2.000 kr. afsláttur! E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 0 15 NEYTENDUR Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, fagn- ar samanburði Póst- og fjar- skiptastofnunar á kostnaði við síma- og netþjónustu, og átelur fjarskiptafyr- irtækin fyrir ógagnsæjar gjaldskrár sem almennt sé erf- itt fyrir neyt- endur að bera saman. Fjallað var um saman- burðinn í Fréttablaðinu í gær, en gagnrýnt hefur verið að hann taki ekki tillit til pakkatil- boða sem fyrirtækin bjóða. Gísli segir neytendur eiga rétt á upplýsingum sem geri þeim kleift að bera verðskrárnar saman. Heppilegra sé fyrir alla að fjarskiptafyrirtækin auð- veldi samanburð svo ekki þurfi að breyta lögum til að auka gagnsæi í gjaldskrám. - bj Fagnar fjarskiptasamanburði: Pakkatilboðin afar ógagnsæ GÍSLI TRYGGVASON Heimsendur matur hækkar Verð á heimsendum mat frá Akur- eyrarbæ hækkar úr 704 krónum í 850 krónur. Heildarverð á hvern heimsendan matarbakka er áætlaður 1.060 krónur en bærinn niðurgreiðir bakkann um 210 krónur. AKUREYRI VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.