Fréttablaðið - 27.11.2009, Síða 24

Fréttablaðið - 27.11.2009, Síða 24
24 27. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Í samstarfsyfirlýsingu ríkis-stjórnarinnar var jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi meðal þeirra gilda sem voru sett í öndvegi með afgerandi hætti. Skipuð hefur verið sérstök ráð- herranefnd um jafnréttismál til þess að fylgja þessari stefnumót- un eftir og er henni ætlað að efla forystu og samhæfingu í sérstök- um forgangs- og áherslumálum á þessu sviði. Ráðherranefndin hefur þegar hafið vinnu við gerð nýrrar fram- kvæmdaáætlunar ríkisstjórn- arinnar í jafnréttismálum, þar sem lagðar verða línur fyrir átak í samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við starf- semi ríkisstjórnar og ráðuneyta. Það verklag verður innleitt að stjórnarfrumvörp og meirihátt- ar ákvarðanir og áætlanir rík- isstjórnar sem geta haft áhrif á stöðu jafnréttis kynjanna fari í gegnum sérstakt jafnréttismat. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar er lögð sérstök áhersla á að aðgerðir til atvinnusköpun- ar þjóni jafnt konum og körlum. Fjármálaráðherra hefur ýtt úr vör sérstöku verkefni sem felur það í sér að fjárlögum sé með- vitað beitt í þágu markmiða um jafnrétti kynjanna. Öryggi kvenna Aðgerðaáætlun gegn mansali var samþykkt í mars sl. af minni- hlutastjórn sömu flokka og nú skipa ríkisstjórn. Nú þegar hefur um helmingi af boðuðum aðgerðum hennar verið hrint í framkvæmd eða komið í fram- kvæmdaferli. M.a. hefur Alþingi breytt hegningarlögum þannig að kaup á vændi eru nú refsiverð. Að baki er sú þríþætta grund- vallarafstaða: að enginn á í krafti peninga að geta náð yfirráðum yfir líkama annarrar manneskju; að rekstur á vændisstarfssemi og vændiskaup séu birtingarmynd kynferðislegs ofbeldis og kúg- unar; og að þeir sem leiðist út í vændi séu fórnarlömb efnahags- legs, félagslegs og í flestum til- fellum kynbundins misréttis sem eiga tilkall til þess að samfélagið í heild grípi til úrræða til að upp- ræta slíkt misrétti. Á yfirstandandi þingi verð- ur væntanlega samþykkt frum- varp um bann við starfsemi nektarstaða af sömu ástæðum og á grundvelli vísbendinga um tengsl þeirra við vændi og man- sal. Frumvörp um lagabreyt- ingar sem lúta að fullgildingu á alþjóðasáttmálum gegn mansali verða lögð fyrir Alþingi á yfir- standandi löggjafarþingi þar sem m.a. réttarstaða fórnarlamba og vernd og aðstoð við þau verða tryggð. Sérfræði- og samhæf- ingarteymi gegn mansali hefur tekið til starfa, en það hefur stað- ist sína fyrstu eldskírn varðandi það sérstaka mansalsmál sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Átak gegn ofbeldi stendur nú yfir og það er viðleitni sem er ákaflega brýn þegar tals- vert ber á ofbeldi á heimilum og á almannafæri. Ofbeldisseggi verður að hefta og hemja hvort sem þeir eru inni á heimilum, í Vítisenglum, erlendum glæpa- gengjum eða hafa lent í ógæfu fíkniefna eða annarrar óreglu. Við getum ekki unað því að ofbeldismenn vaði uppi en fórn- arlömb þeirra beri allan andleg- an og fjárhagslegan skaða. Fórn- arlömbunum ber þvert á móti virðing samfélagsins. Við stefn- um að því að leiða hina svoköll- uðu „austurrísku leið“ í lög, en hún snýr að heimildum lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimili, sem kæmi þá í stað þess að fórnarlömb ofbeldisins þurfi að yfirgefa heimili sitt sér til verndar. Jafnræði í stjórnsýslu og atvinnulífi Á vettvangi ráðuneyta hefur markmiðum um jafnari kynja- hlutföll við skipun ráða og nefnda verið skipulega fylgt eftir en þar er t.d. við þann ramma reip að draga að tilnefningaraðilar streitast í sumum tilfellum við að tilnefna bæði karla og konur. Ráðuneytin hafa nú innleitt strangari eftirfylgni og meira eftirlit gagnvart tilnefningarað- ilum. Efnahags- og viðskiptaráð- herra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem leggur þá skyldu á herðar þeim sem skipa stjórnir einkahlutafélaga að gæta að því að hlutur kynja verði sem jafn- astur og er markmiðið að stuðla að auknum hlut kvenna í ábyrgð- arstöðum á vettvangi efnahags- lífsins. Launajafnrétti kynja er áfram eitt af forgangsverkefnum ríkis- stjórnarinnar. Unnið er að gerð jafnlaunastaðals í samvinnu við samtök launafólks, samtök atvinnurekenda og Staðlaráð. Þetta er frumkvöðlaverkefni, enda hefur staðall um launajafn- rétti hvergi áður verið gerður, hvorki hér á landi né í öðrum löndum. Miklar væntingar eru bundnar við þetta verkefni, enda er markmiðið að búa til stað- al sem hvort tveggja í senn yrði atvinnurekendum til leiðbeining- ar um uppbyggingu launakerfa sinna og tæki til að meta hvort þeir uppfylli ákvæði jafnréttis- laga um launajafnrétti. Með þennan bakgrunn í huga fagna ég því að í nýlegri alþjóð- legri könnun var Ísland í fyrsta sæti í jafnréttismálum. Það er ánægjuleg viðurkenning á því að ríkisstjórnin hefur sett jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi í öndvegi með afgerandi hætti. Höfundur er forsætisráðherra. Jafnréttismál í öndvegi JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR UMRÆÐA | Jafnréttismál Vinir í raun? UMRÆÐAN Kristján Sturluson skrifar um þróunarsamvinnu Nú þegar harðnað hefur á dalnum á Íslandi hefur skýrt komið í ljós hversu brýnt það er fyrir okkur að eiga vini í raun. Við ætlumst til að aðrar þjóðir sýni stöðu okkar skiln- ing og komi okkur til aðstoð- ar. Á sama tíma og við höfum þessar væntingar til vina okkar má spyrja sig hvort við Íslendingar sjálfir séum vinir í raun. Framlög Íslands til þróunarsamvinnu munu minnka frá því í fyrra að raunvirði um 45% verði frumvarp til fjárlaga, sem nú er rætt á Alþingi, samþykkt. Ástandið hér á landi er vissulega mjög erfitt en það er staðreynd að það er mun erfiðara víða annars staðar. Svo dæmi sé tekið getur stuðning- ur í þróunarsamvinnu skilið á milli lífs og dauða í sumum löndum Afríku. Fólk í þessum löndum skil- ur mæta vel að ekki er sama stuðnings að vænta frá vinum þeirra á Íslandi og verið hefur. Það að stuðningurinn hverfi að stórum hluta á erfiðum tímum er hins vegar óskiljanlegt, eða eins og koll- egi minn hjá Rauða kross félagi í sunnanverðri Afríku sagði: „Maður yfirgefur ekki vini sína á erfiðum tímum, þá fyrst reynir á að þeir standi með manni.“ Rauði kross Íslands skorar á Alþingi að við afgreiðslu fjárlaga gerum við Íslendingar sömu kröfur til okkar sjálfra og við gerum til vina okkar. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. KRISTJÁN STURLUSON Í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar töldu margir að nýtt pólitískt landslag yrði til á Íslandi. Niðurstaðan í kosningunum í vor varð þó önnur. Eftir að talið hafði verið upp úr kjörkössunum kom í ljós að hinn gamalgróni fjórflokkur hafði styrkt sig í sessi. Sú staða varð svo enn traustari þegar hinn meinti umbótaflokkur Borgarahreyfingin fór í sjálfsmorðsleiðangur og afsalaði sér öllum trúverðugleika á mettíma. Hinir flokkarnir fjórir voru undrafljótir aftur í gömlu hjólförin. Allra sneggstur var Framsóknarflokkurinn, þar sem varð þó mesta endurnýjun á þingliðinu. Á þeim bæ er engu líkara en sumir telji stjórnmálin einhvers konar leikjafræði, frekar en vettvang til að láta gott af sér leiða. Vinstri flokkarnir tveir eru yngstir fjórflokkanna, en hvíla auð- vitað báðir á gömlum grunni. Eftir fátkennda byrjun þar sem lá við að upp úr syði í stjórnarsamstarfinu, virðast Samfylkingin og VG vera að ná því lágmarks taumhaldi á sjálfum sér, sem þarf til að stýra landinu. En samstarfið er greinilega brothætt og stefnumörkunin umdeild eins og óhjákvæmilegt er við núverandi aðstæður. Það er ekki bein- línis traustvekjandi hversu langt er á milli ríkissjórnarflokkanna í ýmsum mikilvægum málum. Sjálfstæðisflokkurinn er elsti flokkur landsins og heldur upp á áttræðisafmæli sitt á þessu ári. Tilefni til fagnaðarláta hafa þó verið fá. Flokknum var skutlað út úr ríkisstjórn í byrjun árs, og fékk svo verstu útkomu sögu sinnar í kosningunum í vor. Sjálfstæðismenn geta þó huggað sig við að flokkurinn þeirra nýtur nú mest fylgis í skoðanakönnunum. Líklega er ástæðan fyrir þeim stuðningi fremur óánægja með stjórnarflokkana, en traust á forystu flokksins. Kannanir hafa sýnt að það er af mjög skornum skammti. Það blasir líka við öllum sem kæra sig um að sjá, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki farið í það innra uppgjör sem hlýtur að bíða hans eftir hið stórkostlega skipbrot sem varð síðasta haust og batt enda á átján ára samfellda stjórn hans á landinu. Ýmis mál úr fortíð eru óuppgerð og sömuleiðis er stefnan til framtíðar á reiki. Flokkurinn hefur til dæmis ekki enn sett fram sannfærandi peningamálastefnu. Þar spilar stærstu rullu mjög mis- munandi afstaða innan flokksins til Evrópusambandsins og hvort krónan sé nothæfur gjaldmiðill. Síðasti landsfundur ályktaði gegn aðild, en þó er sú skoðun ríkj- andi meðal svo til allra félaga og hagsmunasamtaka, sem sögulega hafa myndað helst bakland Sjálfstæðisflokksins, að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það er mikið undrunarefni að sá stóri hópur Evrópusinna sem er í Sjálfstæðisflokknum, láti yfir sig ganga það offors sem mörg flokksystkini þeirra hafa tamið sér í Evrópuumræðunni. Áhuginn á aðild að Evrópusambandinu snýst um fleira en að taka upp evru. Hann hvílir líka á menningarlegum grunni og afstöðunni til þess hvar Ísland á að skipa sér í samfélagi þjóðanna. Eins og hlutirnir hafa þróast hefur myndast augljóst gat hægra megin við miðju. Enginn vafi er á því að margir sjálfstæðismenn hræðast mjög að sú staða geti orðið til þess að flokkurinn klofni. Það er ástæðulaus ótti. Stjórnmálaflokkar eiga ekki að vera til fyrir sjálfan sig. Þeir eru vettvangur til að freista þess að hafa áhrif og koma hlutum í verk. Pólitíska landslagið: Gatið hægra megin JÓN KALDAL SKRIFAR Hávaði og heimskuóp Það er sagt að Alþingi njóti lítillar virðingar. Ef marka má orð Þráins Bertelssonar á Alþingi í gær er það ekki að ástæðulausu. Þráinn sagði umræðuna í þingsalnum markast af skætingi. Á Alþingi Íslendinga er „hávaða og heimskuópum“ ruglað saman við „hina göfugu list: frammíköll,“ sagði Þráinn þegar hann kvaddi sér hljóðs við hávær- ar umræður um formið á umræð- um Alþingis um Icesave- málið. Skrifar ekki undir Fleiri alþingmenn settu ofan í við félaga sína í gær en tóku ekki eins sterkt til orða og Þráinn. Guðmundur Steingrímsson framsóknarþingmaður tjáði sig í fyrsta sinn um andstöðu sína við Icesave-samninginn úr ræðustól Alþingis í gær. Hann tók sérstaklega fram að hann tæki „ekki undir mörg þau gífuryrði sem hafa fallið“ þar sem því eru gerðir skór að þingmenn séu að sinna „öðrum hagsmun- um en Íslands. Ég skrifa ekki undir þær yfirlýsingar,“ sagði Guð- mundur og virtist athuga- semdinni meðal annars beint að formanni hans eigin flokks. Úrvinda og þreyttir En þingmenn voru ekki bara að finna hver að öðrum. Margrét Tryggvadótt- ir, þingkona Hreyfingarinnar, sagðist andvíg kvöldfundum á Alþingi vegna mikillar umhyggju fyrir ráðherrum rík- isstjórnarinnar: „Ég hef fylgst með umræðu hérna á kvöldin og mér hefur fundist átakan- legt að horfa á ráðherrana okkar. Þeir eru orðnir úrvinda og þreyttir. Ég held að þeir hafi ekki gott af næturfundi.“ peturg@frettabladid.is Bílaapótek Hæðarsmára Mjódd • Álftamýri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.