Fréttablaðið - 27.11.2009, Page 30

Fréttablaðið - 27.11.2009, Page 30
 2 MARÍA MAGNÚSDÓTTIR var að gefa út sína fyrstu plötu, Not Your Housewife. Af því tilefni syngur hún ásamt hljómsveit sinni, Mama’s Bag, á Café Cultura við Hverfisgötu í kvöld. Tón- leikarnir hefjast klukkan 22 og er aðgangur ókeypis. Nemendur á fjórðu og fimmtu önn húsgagnadeildar Tækniskólans við Skólavörðuholt verða með hús- gagnasýningu í dag frá 10-17 en þar verða eftirmyndir af stólum frægra hönnuða í aðalhlutverki. Hönnuðirnir sem voru upp á sitt besta um miðja síðustu öld eru flestir danskir og allir fallnir frá. „Þetta eru hönn- uðir eins og Hans J. Wegner og Börge Mog- ensen,“ segir Magnús Ólafsson, kennari við hús- gagnadeild skól- ans. Spurður hvort óhætt hafi verið að ráðast í þetta verk- efni segir Magnús að tekið sé fram hverjir séu hönn- uðir stólanna auk þess sem einungis sé um að ræða eitt kennslueintak. „Nem- endurnir, sem eru tíu talsins, hafa haft mikið gagn og gaman af og er gott fyrir þá að spreyta sig á því að gera vandaða hluti sem hafa reynst vel í gegnum tíðina. Þeir gerðu allir verkáætlun, efn- islista og teikningu og smíðuðu svo stólana í raunstærð,“ segir Magn- ús en bendir á að sumir nemend- urnir hafi ákveðið að smíða eftir eigin hönnun. Magnús segir aðstöðuna í Tækniskólanum til fyr- irmyndar. „Við erum með fullkomnasta skólaverkstæði fyrir húsgagnasmíði á Norð- urlöndunum sem gerir okkur kleift að ráðast í verkefni af þessu tagi. Við erum vel tækjum búin og getum beygt og litað efniviðinn að vild.“ Mark- miðið með sýn- ingunni sem opn- aði á miðvikudag er að sögn Magn- úsar að minna á húsgagnadeild Tækniskólans og þá grósku sem þar ríkir. vera@frettabladid.is Fengist við fræga hönnun Í Tækniskólanum stendur yfir sýning á eftirmyndum af stólum frægra hönnuða. Þeir eru eftir nemendur í húsgagnadeild skólans sem hafa aðgang að einu fullkomnasta skólaverkstæði á Norðurlöndunum. Hans J. Wegner hannaði CH-20 Elbow stólinn árið 1956. Þessi endurgerð er eftir Guðmundur Sævar Jónsson. Magnús segir nemendurna hafa gott af því að spreyta sig á því að gera vandaða hluti sem hafa reynst vel í gegnum tíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bandaríkja- maðurinn Frank Lloyd Wright (1867- 1958) hannaði þennan stól árið 1901 og var langt á undan sinni samtíð. Hall- gerður María Pálsdóttir á heiðurinn að þessu eintaki. Útsala á billiardborðum og billiardvörum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.