Fréttablaðið - 27.11.2009, Síða 32

Fréttablaðið - 27.11.2009, Síða 32
2 föstudagur 27. nóvember núna ✽ nýtt og spennandi augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Anton Brink Ritstjórn Anna M.Björnsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Þ að hefur verið mikil gróska í skartgripahönnun undanfar- in ár og ég vil endilega efla þá ný- sköpun,“ segir Hendrikka Waage skartgripahönnuður, sem stendur fyrir skartgripasamkeppni ásamt Hönnunarmiðstöð Íslands. Keppn- in er opin öllum og gengur út á að hanna skartgripasett, hálsmen, armband, eyrnalokka og hring. Sigurvegarinn hlýtur 500.000 krónur í verðlaun sem Hendrikka leggur til, auk þess sem sigurlín- an verður markaðssett víðs vegar um heim undir merki Hendrikku Waage og vinningshafans. „Þetta er erfiður bransi og það tekur mörg ár að skapa sér nafn. Mig lang- aði því að miðla af minni reynslu, hjálpa fólki að k o m a s é r a f stað og koma íslenskri list á framfæri hér á landi og er- lendis,“ útskýrir Hendrikka. „Við erum að leitast eftir línu úr gulli eða silfri með zircon eða eð- alsteinum, en steinarnir eru ekki skilyrði. Síðan veitum við einnig viðurkenningu fyrir frumlegasta kokkteilhring- inn,“ bætir hún við. Keppnin hófst á þriðjudaginn og rennur skilafrestur út föstudaginn 15. janúar, en úrslitin verða til- kynnt 29. janúar 2010. Dómnefnd- ina skipar áhrifafólk í tísku og hönnun, en þar á meðal er Geof- froy Medinger, forstjóri Van Cleef & Arpels í London, Louise Sher- man frá Dargen’t og Steinunn Sig- urðardóttir fatahönnuður. Sjálf situr Hendrikka í dómnefndinni, en hún hefur í mörgu að snúast þessa dagana. Einar Bárðar- son fékk hana til að hanna sérstaka víkingalínu sem er nú fáanleg í Víkinga- heimum í Reykjanesbæ auk þess sem ný lína er væntanleg frá Hendr- ikku í næstu viku. „Ég er að senda frá mér mína fyrstu skartgripalínu fyrir börn. Hún mun meðal annars fást í Leonard, en hluti söluágóðans rennur til fjöl- fatlaðra barna á Íslandi,“ segir Hendrikka. Nánari upplýs- ingar um skart- gripasamkeppn- ina má finna á honnunarmid- stod.is. - ag Hendrikka Waage efnir til skartgripasamkeppni: VIL EFLA NÝSKÖPUN Eflir nýsköpun Hendrikka Waage vill hjálpa íslenskum skartgripahönnuðum að koma sér á framfæri hér á landi og erlendis með skartgripasamkeppninni. Ný barnalína Hendr- ikka sendir frá sér sína fyrstu barna-skartgripa- línu í næstu viku en hluti söluágóðans mun renna til fjölfatlaðra barna á Íslandi. ELSA MARÍA JAKOBSDÓTTIR SJÓNVARPSKONA Á föstudagskvöld ætla ég að gleðjast með samstarfsfélögum á jólaglöggi RÚV og kom- ast að því hver það er sem er búinn að vera að gleðja mig sem leynivinur minn alla vik- una. Laugardeginum skal svo varið í lágstemmdari samveru með góðu fólki og að koma upp léttari jólaskreytingum heima fyrir. SÆT Leikkonan unga, Dakota Fan- ning, sést hér á frumsýningu ann- ars hluta Twilight-myndanna vinsælu, New Moon, í Hollywood. Hjaltalín og sokkarnir Sannkallað fár hefur orðið á Ís- landi yfir nýjustu Hjaltalínplötunni sem kom út á Gogoyoko og á geisladiski í vik- unni. Platan fékk 5 stjörn- ur frá Morgun- blaðinu þar sem hljómsveitinni var lýst sem hinni nýju Sigur Rós. Einn var þó bloggarinn á gogoy- oko sem ekki hreifst af Hjaltalín. Sá var norskur og skildi eftir komm- ent um að allt væri frábært sem frá Íslandi kæmi en að þessi Hjalta- líns hljómsveit væri að eyðileggja allan svalleika senunnar í Reykja- vík. „ Ég fann íslenskt band sem setur sokkana utan yfir gallabux- urnar sínar,“ bætti hann við. „Hvert einasta þeirra! Og þetta fólk er frá borginni ykkar, og á playlistan- um ykkar!“ Danssýning um skít Íslenski dansflokkurinn frum- sýndi tvö verk á miðvikudaginn og var sýningin glæsileg að vanda. Sérstaka at- hygli vakti síðari sýningin „Shit“ eftir Íslending- inn Kristján Ingi- marsson. Kristj- án hefur verið búsettur í Dan- mörku undanfarin ár og vinnur sem sjálfstæður leikari þar úti. Sýning- in Shit fjallar á hispurslausan og kómískan hátt um einhvers konar veröld klósettpappírsfólk sem svo uppgötvar eins konar upplýst hús eða göng þar sem skít rignir niður úr loftinu. Hugsi hver sitt um mynd- líkingarnar í verkinu en það fékk mikið lófatak sýningagesta. þetta HELST helgin MÍN FM Belfast, Feldberg, Oculus, B B & Blake, Gus Gus og Egill Sæ- björnsson eru einungis fáar af þeim hljómsveitum sem ætla að troða upp á jólaskemmtun Jóla Jólssonar á Broadway hinn 18. desember. Fjöldi dj-a verða einnig á staðnum − meira að segja inni á klósettunum, þar sem klósettdis- kó verður í gangi. Þá verður jóla- happdrætti og jafnvel má gera ráð fyrir snjókomu. Jól Jólsson er hátíðarnafn við- burðafyrirtækisins Jóns Jónsson- ar. Einn forsprakka þess er hár- tæknirinn og geislasnúðurinn Jón Atli Helgason. „Okkur langar til að halda festival í alvöru jóla- anda. Gera eitthvað virkilega fal- legt fyrir jólin,“ segir Jón. „Um leið er þetta tveggja ára afmælishátíð- in okkar.“ Veislan verður á Broadway, sem þeir Jónssynir kjósa að kalla Hótel Ísland eins og í gamla daga. Svið- in þrjú verða endurnefnd í tilefni af hátíðahöldunum; stóra svið- ið hefur fengið nafnið Betlehem, Norðursalurinn heitir Jólaköttur- inn og Ásbyrgi fær nafnið Róm- anskot. „Það verður mismunandi stemning á sviðunum þannig að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og flakkað á milli staða, í staðinn fyrir að standa úti í kuldanum.“ - hhs Fjöldi hljómsveita spilar á Broadway 18. desember: Jólaball Jóla Jóls Jól Jóls Jón Atli Helgason er einn for- sprakka Jóls Jólssonar sem heldur fallegt jólaball á Broadway 18. desember.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.