Fréttablaðið - 27.11.2009, Qupperneq 32
2 föstudagur 27. nóvember
núna
✽ nýtt og spennandi
augnablikið
Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Anton Brink Ritstjórn Anna M.Björnsson
Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir
sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Þ að hefur verið mikil gróska í skartgripahönnun undanfar-
in ár og ég vil endilega efla þá ný-
sköpun,“ segir Hendrikka Waage
skartgripahönnuður, sem stendur
fyrir skartgripasamkeppni ásamt
Hönnunarmiðstöð Íslands. Keppn-
in er opin öllum og gengur út á
að hanna skartgripasett, hálsmen,
armband, eyrnalokka og hring.
Sigurvegarinn hlýtur 500.000
krónur í verðlaun sem Hendrikka
leggur til, auk þess sem sigurlín-
an verður markaðssett víðs vegar
um heim undir merki Hendrikku
Waage og vinningshafans.
„Þetta er erfiður bransi
og það tekur mörg
ár að skapa sér
nafn. Mig lang-
aði því að miðla
af minni reynslu,
hjálpa fólki að
k o m a s é r a f
stað og koma
íslenskri list á
framfæri hér
á landi og er-
lendis,“ útskýrir
Hendrikka. „Við
erum að leitast
eftir línu úr gulli
eða silfri með
zircon eða eð-
alsteinum, en
steinarnir eru ekki skilyrði. Síðan
veitum við einnig viðurkenningu
fyrir frumlegasta kokkteilhring-
inn,“ bætir hún við.
Keppnin hófst á þriðjudaginn og
rennur skilafrestur út föstudaginn
15. janúar, en úrslitin verða til-
kynnt 29. janúar 2010. Dómnefnd-
ina skipar áhrifafólk í tísku og
hönnun, en þar á meðal er Geof-
froy Medinger, forstjóri Van Cleef
& Arpels í London, Louise Sher-
man frá Dargen’t og Steinunn Sig-
urðardóttir fatahönnuður. Sjálf
situr Hendrikka í dómnefndinni,
en hún hefur í mörgu að snúast
þessa dagana. Einar Bárðar-
son fékk hana til að hanna
sérstaka víkingalínu sem
er nú fáanleg í Víkinga-
heimum í Reykjanesbæ
auk þess sem ný lína er
væntanleg frá Hendr-
ikku í næstu viku.
„Ég er að senda frá
mér mína fyrstu
skartgripalínu fyrir
börn. Hún mun
meðal annars fást
í Leonard, en hluti
söluágóðans
rennur til fjöl-
fatlaðra barna
á Íslandi,“ segir
Hendrikka.
Nánari upplýs-
ingar um skart-
gripasamkeppn-
ina má finna á
honnunarmid-
stod.is. - ag
Hendrikka Waage efnir til skartgripasamkeppni:
VIL EFLA NÝSKÖPUN
Eflir nýsköpun Hendrikka Waage vill hjálpa íslenskum skartgripahönnuðum að koma
sér á framfæri hér á landi og erlendis með skartgripasamkeppninni.
Ný barnalína Hendr-
ikka sendir frá sér sína
fyrstu barna-skartgripa-
línu í næstu viku en hluti
söluágóðans mun renna
til fjölfatlaðra barna á
Íslandi.
ELSA MARÍA JAKOBSDÓTTIR SJÓNVARPSKONA
Á föstudagskvöld ætla ég að gleðjast með samstarfsfélögum á jólaglöggi RÚV og kom-
ast að því hver það er sem er búinn að vera að gleðja mig sem leynivinur minn alla vik-
una. Laugardeginum skal svo varið í lágstemmdari samveru með góðu fólki og að
koma upp léttari jólaskreytingum heima fyrir.
SÆT Leikkonan unga, Dakota Fan-
ning, sést hér á frumsýningu ann-
ars hluta Twilight-myndanna vinsælu,
New Moon, í Hollywood.
Hjaltalín og sokkarnir
Sannkallað fár hefur orðið á Ís-
landi yfir nýjustu Hjaltalínplötunni
sem kom út á Gogoyoko og á
geisladiski í vik-
unni. Platan
fékk 5 stjörn-
ur frá Morgun-
blaðinu þar sem
hljómsveitinni var
lýst sem hinni
nýju Sigur Rós.
Einn var þó bloggarinn á gogoy-
oko sem ekki hreifst af Hjaltalín. Sá
var norskur og skildi eftir komm-
ent um að allt væri frábært sem frá
Íslandi kæmi en að þessi Hjalta-
líns hljómsveit væri að eyðileggja
allan svalleika senunnar í Reykja-
vík. „ Ég fann íslenskt band sem
setur sokkana utan yfir gallabux-
urnar sínar,“ bætti hann við. „Hvert
einasta þeirra! Og þetta fólk er frá
borginni ykkar, og á playlistan-
um ykkar!“
Danssýning um skít
Íslenski dansflokkurinn frum-
sýndi tvö verk á miðvikudaginn
og var sýningin glæsileg að vanda.
Sérstaka at-
hygli vakti síðari
sýningin „Shit“
eftir Íslending-
inn Kristján Ingi-
marsson. Kristj-
án hefur verið
búsettur í Dan-
mörku undanfarin ár og vinnur sem
sjálfstæður leikari þar úti. Sýning-
in Shit fjallar á hispurslausan og
kómískan hátt um einhvers konar
veröld klósettpappírsfólk sem svo
uppgötvar eins konar upplýst hús
eða göng þar sem skít rignir niður
úr loftinu. Hugsi hver sitt um mynd-
líkingarnar í verkinu en það fékk
mikið lófatak sýningagesta.
þetta
HELST
helgin
MÍN
FM Belfast, Feldberg, Oculus, B B & Blake, Gus Gus og Egill Sæ-
björnsson eru einungis fáar af
þeim hljómsveitum sem ætla að
troða upp á jólaskemmtun Jóla
Jólssonar á Broadway hinn 18.
desember. Fjöldi dj-a verða einnig
á staðnum − meira að segja inni á
klósettunum, þar sem klósettdis-
kó verður í gangi. Þá verður jóla-
happdrætti og jafnvel má gera ráð
fyrir snjókomu.
Jól Jólsson er hátíðarnafn við-
burðafyrirtækisins Jóns Jónsson-
ar. Einn forsprakka þess er hár-
tæknirinn og geislasnúðurinn
Jón Atli Helgason. „Okkur langar
til að halda festival í alvöru jóla-
anda. Gera eitthvað virkilega fal-
legt fyrir jólin,“ segir Jón. „Um leið
er þetta tveggja ára afmælishátíð-
in okkar.“
Veislan verður á Broadway, sem
þeir Jónssynir kjósa að kalla Hótel
Ísland eins og í gamla daga. Svið-
in þrjú verða endurnefnd í tilefni
af hátíðahöldunum; stóra svið-
ið hefur fengið nafnið Betlehem,
Norðursalurinn heitir Jólaköttur-
inn og Ásbyrgi fær nafnið Róm-
anskot. „Það verður mismunandi
stemning á sviðunum þannig að
allir geta fundið eitthvað við sitt
hæfi og flakkað á milli staða,
í staðinn fyrir að standa úti í
kuldanum.“ - hhs
Fjöldi hljómsveita spilar á Broadway 18. desember:
Jólaball Jóla Jóls
Jól Jóls Jón Atli Helgason er einn for-
sprakka Jóls Jólssonar sem heldur fallegt
jólaball á Broadway 18. desember.