Fréttablaðið - 27.11.2009, Side 34

Fréttablaðið - 27.11.2009, Side 34
4 föstudagur 27. nóvember ✽ útlit og förðun tíska Þ að var fullt út úr dyrum á sýningu á vor- og sumarlínu Givenchy 2010 í París. Hönnun Riccardos Tisci vakti mikla athygli, en í vorlínu hans mátti sjá allt frá svarthvítum rokkuðum jökkum, kjól- um og leggingsbuxum yfir í rómantíska blúndukjóla. Riccardo Tisci er nú kominn í hóp eftirsóttustu hönnuðanna Parísar. Ólíkir straumar hans í vænt- anlegri vorlínu komu vel út og augljóst var að hugað var að hverju smáatriði. - ag Stílhreint Flottur hvítur jakki við mittis- háar svartar buxur. Töff Höfuðföt og upp- háir, þykkbotna skór voru áberandi á sýn- ingu Givenchy í París. Munstrað Munstrað- ar buxur og skyrtur voru áberandi hjá Givenchy. MASKARI Í STAÐ GERVIAUGNHÁRA? Bobbi Brown hefur sent frá sér nýjan maskara sem kallast Extreme party mascara. Hann hefur þann eiginleika að hægt er að byggja hann upp með mörgum umferðum yfir daginn, en þess á milli haldast augnhárin aðskilin og mjúk. Þú getur geymt gerviaugnhárin heima þegar maskarinn er annars vegar því með hverri umferð þykkjast augnhárin og verða meira áberandi, án þess að maskarinn klessist eða flagni af. Nýtt jólaútlit frá Mac Snillingarnir í Mac hafa komið með partílegustu línu desember- mánaðar í formi alls kyns augnskugga og kinnalita. Línan sem kall- ast Twinkle Twinkle Superstar einkennist af bleikum og fjólubláum tónum á augu og varir, rósrauðum og gylltum tónum í kinnaliti og allt er þetta með sérlega fallegri glitrandi áferð sem er fullkomin í jóla- boðin. Umbúðirnar utan um öll herlegheitin eru líka svo fallegar að þetta er kjörin gjöf í skóinn handa elskunni. - amb Rómantík Riccardo Tisci hugaði að hverju smáat- riði fyrir vor- og sumarlínu sína. Svart og hvítt Munstraðar legg- ingsbuxur og töff skyrta úr sumar- og vorlínu Givenchy. ROKKAÐIR TÍSKUSTRAUMAR M Y N D IR /G E T T Y           

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.