Fréttablaðið - 27.11.2009, Side 44

Fréttablaðið - 27.11.2009, Side 44
8 • Dikta sendi á dögunum frá sér plöt- una Get it Together, sem er þeirra þriðja og sú sem skartar langflott- asta umslaginu, að mínu mati. Ég hitti Hauk og Jón Þór inni í þröngu viðtalsherbergi á dögunum og átti við þá notalegt spjall. Frábær plata – Hvernig finnst ykkur þessi plata? Haukur: „Fáránlega góð, bara.“ – Fáránlega góð? Haukur: „Hún er betri heldur en við bjuggumst við að hún yrði.“ – Hvað er svona gott við hana? Haukur: „Þetta eru bara svo góð lög.“ Á þessum tímapunkti er Jón Þór byrjaður að hlæja. Hann furðar sig á félaga sínum, sem er yfirleitt hóg- værðin uppmáluð, ljúfur drengur sem er ekki gefinn fyrir stæla. Haukur er fljótur að gefast upp og fer að tala af alvöru um plötuna. Haukur: „Við vorum tilbúnir með 30 lög…“ Vúps. Ég kannast við það sem Haukur er að segja og reyni að muna hvar ég las það. „Ahh, já,“ hugsa ég. „Þeir voru í viðtali í Fréttablaðinu fyrir skömmu.“ Þegar Jón Þór tekur við og byrjar að tala um að þeir unnu plötuna sjálfir, sneru tökkunum og stjórnuðu upptökum reyni ég að beina umræðunni í annan farveg – enda flest búið að koma fram um plötuna sem þarf að koma fram. Eftir langt spjall um hversu langan tíma vinnsla plötunnar tók, hvernig lýðræðið virkar í hljómsveitinni og hversu góðir vinir strákarnir eru get ég ekki setið á mér lengur. – Ef ég myndi stilla ykkur við hlið- ina á Mínus, þegar hún var upp á sitt besta, myndi sjást mikill munur – er Dikta ljúflingaband? Haukur: „Mínus er líka ljúflinga- band.“ Jón: „Við gerum allavega ekki út á það að vera „bad ass“.“ – Gefið þið til góðgerðamála? Haukur: „(Hlær) Ef við ættum peninga aflögu myndum við gera það.“ Jón: „Þú sækir reglulega sæðis- banka, þannig að þú gerir það sem þú getur.“ Haukur: „Já, reyndar.“ – Í alvöru? Báðir: „Nei.“ Trommarinn stelur viðtalinu Haukur sleppur aldrei við að ræða um starf sitt í viðtölum, enda er hann læknir. Jón Þór virðist ekki hafa spurt Hauk nægilega mikið út í starfið þar sem hann tekur yfir viðtalið í stutta stund til að ræða við Hauk. Jón: „Þurftirðu einhvern tíma að starfa á húð- og kynsjúkdóma- deild?“ Haukur: „Já.“ Jón: „(Hlær) Það hlýtur að vera svolítið spes að vera kannski 25 ára karlmaður með kynfæravörtur og koma í skoðun og þar er kannski söngvarinn í uppáhaldshljómsveit- inni hans.“ Haukur: „Ég get ekkert tjáð mig um það.“ Jón: „(Hlær) Þú værir kannski að skoða á honum félagann og á meðan væri hann eitthvað: „Djöful er gott lagið þarna …“ Og svo fer jafnvel blóð að renna í félagann.“ (Allir hlæja) Jón: „Má fólk biðja um einhvern annan?“ Haukur: „Jú, það má alveg.“ Jón: „Hefurðu lent í því?“ Haukur: „Nei. Fólk ber mikið traust til mín. Ég hef samt gefið eiginhand- aráritun í vinnunni.“ – Ertu viss um að það hafi ekki verið á lyfseðil? Haukur: „Það var einmitt á vottorði. Ég skrifaði á vottorðið og spurði hvort það væri ekki nóg.“ – Hefurðu bjargað lífi? Haukur: „Örugglega … alveg pott- þétt.“ – Svona fólk lætur mér líða illa á kvöldin. Ég hef ekki áorkað neinu. Svo er fólk sem er aðeins eldra en ég að bjarga mannslífum. Gríðarleg keyrsla Eftir stuttar umræður um atvinnu- flugnám Jóns, pólitík, skítkast, flokkapólitík og vangaveltur um popp og hvernig fólk komst af án Netsins byrjum við aftur að ræða um plötuna. Það er ekki mikið pláss eftir undir viðtalið, svo að það er best að koma sér að efninu. – Hvað viljið þið að platan geri fyrir Diktu? Er búið að redda dreifingu í útlöndum og bóka túr og svona? Haukur: „Nei. Útlönd eru algjörlega óráðin. Við vildum í fyrsta lagi koma plötunni út á Íslandi og fylgja henni vel eftir. Við héldum náttúrulega útgáfutónleika á fimmtudaginn – mættirðu?“ – Já, sáuð þið mig ekki? Ég hitti þig! (bendir á Jón) Jón: „Já.“ BURÐAR- STÓLPAR SAMFÉLAGSINS DIKTA Í VIÐTALI UM NÁN- AST EKKERT (ENDA ALLT BÚIÐ AÐ KOMA FRAM) Það hefur oft komið fram að Haukur Heiðar, söngvari Diktu, sé læknir. Spurður hvort hann hafi bjargað lífi svarar hann: „Örugglega“. Þvílík hógværð. Það sem ég vissi ekki áður en ég tók viðtalið var að hinir meðlimir hljómsveitarinnar eru einnig í gríðarlega mikilvægum hlutverkum í samfélaginu. Trommarinn Jón Þór verður væntanlega orðinn fullgildur flugmaður um áramót- in og Jón Bjarni gítarleikari og Skúli bassaleikari eru báðir að læra að verða kennarar. Það mætti því segja að framtíð Íslands standi og falli með hvort meðlimir Diktu standi sig í starfi. Þeir eru burðarstólpar samfé- lagsins – og þeir eru ekki einu sinni orðnir þrítugir. EKKI BAD ASS Drengirnir í Diktu eru afar ljúfir að sjá. ORÐ: Atli Fannar Bjarkason MYNDIR: Stefán Karlsson „ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA SVOLÍTIÐ SPES AÐ VERA KANNSKI 25 ÁRA KARL- MAÐUR MEÐ KYNFÆRA- VÖRTUR OG KOMA Í SKOÐUN OG ÞAR ER KANNSKI SÖNGVARINN Í UPPÁHALDSHLJÓM- SVEITINNI HANS.“ OPIÐ: MÁN-FÖS 12-18 / LAU 10-16 / SUN 12-16 STENDUR TIL 13 . DESEMBER Drífa ehf. - Suðurhrauni 12c - Garðabæ - Sími 555 7400 - www.icewear.is hö nn un : s ki ss a 2.400,- 2.400,- 3.500,- 3.500,- Tilvalin jólagjöf! Dömu og herra loðfóðraðar rússkinnsvörur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.