Fréttablaðið - 27.11.2009, Qupperneq 56
10 föstudagur 27. nóvember
núna
✽ herratískan
Hvernig myndir þú lýsa stíln-
um þínum? Breytilegur eftir
árstíðum og straumum. Minim-
alískur, að einhverju leyti nú-
tímalegur, tekur mark á hefðinni,
stílhreinn og örlítið herramanns-
legur, þegar það á við.
Hverjar eru helstu tísku-
fyrirmyndir þínar? Ég á
mér engar ákveðnar fyr-
irmyndir. Finn áhrif frá
vinum mínum. Einn-
ig glugga ég í helstu
tískublöð mánað-
arlega. Þó er einn
maður sem ég dáist
að hvað varðar
smekkvísi, hin ít-
alski Marcello
Mastroianni.
Hver eru uppáhaldsfata-
merkin þín? Raf Sim-
ons er minn uppáhalds
fatahönnuður, án efa.
Uppáhaldsmerki eru
Raf Simons, Dior
Homme, Jil Sander
og Neil Barrett.
Hvar finnur þú
falda fjársjóði?
Ég er ekki mik-
ill grúskari hvað
varðar fatainnkaup-
in. Ég spila frekar
öruggt, kaupi aðal-
lega nýtt. Þó gerði ég góð kaup
í Berlín fyrir nokkru. Þar fékk
ég lítið notuð Chelsea boots og
gamlan rúskinnsjakka á spott-
prís. Berlín klikkar ekki.
Eru einhver tískuslys í
fataskápnum þínum?
Það eina sem mér
dettur í hug, svona
í fljótubragði, eru
svartar stuttbux-
ur með gegnsæju
neti fyrir boss-
anum. Netinu var
ætlað að lofta út.
Ég saumaði þessar
buxur sjálfur á sínum
tíma. Planið var að klæð-
ast buxunum þegar spilað
væri á trommur í langan tíma í
senn, svo að afturendinn myndi
ekki svitna um of. Slæm hug-
mynd.
Í hvaða borgum finnst þér
skemmtilegast að versla?
London, Berlín, Róm.
Hvað er alveg bannað í
þínum bókum? Stór og skraut-
leg jólabindi og of mikið hold.
Svo má nefna gamla og ræfils-
lega íþróttaskó. Þeir geta ekki
verið annað en subbulegir.
Hvaða flík eða hlut lang-
ar þig mest í fyrir veturinn?
Klassísk átta gata stígvel sem
Raf Simons hannaði fyrir Dr.
Martens og hlýja og netta leður-
hanska. - amb
Sigurður Möller Sívertssen, nemi og tónlistarmaður
FINN ÁHRIF FRÁ
VINUM MÍNUM
1 Brúna beltið er frá Kúlt-
úrmenn. 2 Svarta peys-
an er frá SNS Herning og
ég keypti hana í KronKron.
3 Ducatti-jakkann keypti
ég í „biker“ búð í Berlín.
4 Rússkinsskórnir drapp-
lituðu eru frá Timberland
og ég keypti þá í Banda-
ríkjunum. 5 Lakkskórnir
eru frá J.Lindenbergner
og eru frá Kúltúrmenn.
6 Hvítu kaðlapeysuna
prjónaði amma mín á
mig og gallabuxurnar
eru frá Cheap Mond-
ays. 7 Svarti smók-
ingjakkinn er frá Ander-
sen og Lauth og galla-
buxurnur eru Cheap
Mondays. 8 Svarti rúss-
kinnsjakkinn er úr vintage-
búð í Berlín. 9 Svarti næl-
onjakkinn er frá Raf Simons
og ég fékk hann í Belleville.
2 76
1
3
4 5
8
9
GLERAUGU Í MYRKRI The Cramps sungu um sólgleraugu eftir að það
dimmir en það er ekki síður töff að ganga um með sólgleraugu í skammdeginu.
Sólin er líka svo lágt á lofti að slíkt er nauðsynlegt í umferðinni. Hin klassísku
Ray Ban-gleraugu eru alltaf svöl á bæði stráka og stelpur.
Blaðberinn
bíður
þín
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...