Fréttablaðið - 27.11.2009, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 27.11.2009, Blaðsíða 64
 27. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR JIMI HENDRIX (1942-1970) FÆDD- IST ÞENNAN DAG. „Það er ég sem mun deyja þegar tími minn kemur, svo leyfið mér að lifa lífi mínu eins og ég vil.“ Jimi Hendrix var bandarísk- ur tónlistarmaður og einn áhrifamesti gítarleikari rokk- sögunnar. Hann lést aðeins 27 ára eftir að hafa tekið inn svefnlyf með sterku áfengi. Stofnfundur Ferða- félags Íslands var haldinn á þessum degi árið 1927. Að- alhvatamaður að stofnun félagsins var Sveinn Björns- son, sem þá var sendiherra í Kaupmannahöfn en varð síðar forseti Íslands. Að hvatn- ingu Sveins tók Björn Ólafsson stór- kaupmaður að sér að stofna félag- ið en Björn var mikill ferðamaður og áhugamaður um óbyggðir Íslands. Björn fékk til liðs við sig átta mæta menn til að undirbúa stofnfund. Stofnfélagar voru 63. Jón Þor- láksson var kosinn forseti félagsins. Hann var verkfræðingur að mennt, hafði verið landsverk- fræðingur og lengi einn af áhrifamestu stjórnmálamönnum landsins, síðast for- sætisráðherra. Félagið er áhuga- mannafélag og eru félagsmenn þess um sjö þús- und. Tilgangur þess er að stuðla að ferðalögum um Ísland og greiða fyrir þeim. Félagið hefur staðið fyrir útgáfu árbókar og reist sæluhús víðs vegar um landið. Innan vébanda Ferðafélagsins starfa tíu deildir víða um landið. Þær eiga og reka skála og halda úti ferðum allan ársins hring. Heimild: www.fi.is ÞETTA GERÐIST: 27. NÓVEMBER 1927 Ferðafélag Íslands stofnað Þjóðræknisfélag Íslendinga var stofnað 1. desember 1939 í húsi Eimskipafélags Íslands. Tuttugu árum áður hafði Þjóð- ræknisfélag Íslendinga verið stofnað í Vesturheimi og þá í kringum vesturferðir Íslendinga. „Tilgangurinn hefur alla tíð verið að rækta menningar- leg og félagsleg tengsl við Kanadamenn og Bandaríkjamenn af íslenskum ættum,“ segir Ásta Sól Kristjánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Þjóðræknisfélags Íslendinga sem nú fagnar sjötíu ára afmæli. Félagið var virkt til að byrja með að sögn Ástu Sólar, enda mikið um ferðir milli landanna. „Upp úr 1980 fór starfsemin dvínandi og það var ekki fyrr en 9. október árið 1997, á degi Leifs Eiríkssonar, sem félagið var endurreist,“ útskýrir hún. Á svipuðum tíma var Vesturfarasetrið á Hofsósi stofnað og árið 1999 var farið af stað með Snorraverkefnið, sem snýst um ungmennaskipti milli landanna. „Snorraverkefnið er mikilvægur þáttur í að viðhalda tengslunum,“ segir Ásta Sól og bætir við að starf félagsins hafi verið blómlegt æ síðan. Um 350 meðlimir eru í félaginu og á hverju ári fara hópar á vegum Þjóðræknisfélagsins og Vesturheims sf. á Íslendinga- slóðir. Í tilefni afmælisins verður afmælisdagskrá í Þjóð- menningarhúsinu laugardaginn 28. nóvember frá klukkan 14. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flytur ávarp og auk hans munu Gísli Pálsson prófessor og Atli Ásmundsson, aðalræðismaður í Winnipeg, flytja erindi. Þá mun fulltrúi frá Núna Now, sem er vorhátíð með íslenskum listamönnum í Manitoba, segja frá hátíðinni. „Svo hefur Sveinn Einarsson leikstjóri gert leikþátt um Stephan G. Stephansson sem hann og Arnar Jónsson leik- ari flytja,“ segir Ásta Sól. Eftir þingið verða myndasýningar og kynningar frá Vesturfarasetrinu og Snorraverkefninu og Jónas Þór kynnir ferðastarfsemi næsta árs. Auk alls þessa kynna Elín Hirst og Ragnar Santos heimildarmynd sem þau gerðu um fjölskyldu Elínar sem fór vestur um haf. Á sjálfan afmælisdaginn, þriðjudaginn 1. desember, verða afmælistónleikar í Þjóðmenningarhúsinu klukkan 20. „Í gegnum tíðina hafa fjölmargir tónlistarmenn farið á Íslend- ingaslóðir til að spila. Nokkrir þeirra munu stíga á svið og skemmta gestum,“ segir Ásta Sól en meðal þeirra sem koma fram eru Björn Thoroddsen og Guitar Islancio, Álftagerðis- bræður og Bagga lútur. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. solveig@frettabladid.is ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA: SJÖTÍU ÁRA Eflir samskipti milli Íslands og afkomenda landnema í vestri timamot@frettabladid.is FRAMKVÆMDASTJÓRI OG FORMAÐUR Ásta Sól Kristjánsdóttir og Almar Grímsson standa fyrir afmælisdagskrá. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður og ömmu, Millýjar Birnu Haraldsdóttur Ofanleiti 29 Reykjavík. Líney Ólafsdóttir Karl Tómasson Ólafur Karlsson Erla Hrund Halldórsdóttir Birna Karlsdóttir Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Rúnars Guðmannssonar Guð blessi ykkur öll. Sjöfn H. Jóhannesdóttir Jón Árni Rúnarsson Jóhannes Rúnarsson Lilja Bjarnþórsdóttir Rannveig Rúnarsdóttir Kári Tryggvason Sigurður Rúnarsson Elín Hallsteinsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Úlfars Haraldssonar verkfræðings, Seiðakvísl 30, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Karitas, deildar 11E á Landspítala og líknardeildar í Kópavogi fyrir kærleiks- ríka umönnun. Margrét Ríkarðsdóttir Haraldur Úlfarsson Elín Helena Bjarnadóttir Ríkarður Úlfarsson Berghildur Magnúsdóttir Ásdís Úlfarsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Helga Eiríkssonar aðalbókara. Sigrún Dúfa Helgadóttir Gunnar Karlsson Eiríkur Helgason Þórunn Kristinsdóttir Sigurjón Helgason Vilhelmína Haraldsdóttir Ingólfur Helgason Jón Helgason Sigrún Gréta Magnúsdóttir Anna Sigríður Helgadóttir Ívar Gunnarsson 70 ára afmæli Björgvin M. Snorrason er 70 ára í dag 27. nóvember Í tilefni þess og nýlokins doktorsprófs - Ph.D. í guðfræði og kirkjusögu, verður opið hús sunnudaginn 29. nóv. á milli kl. 15 og 18 í Loftsalnum að Hólshrauni 3, Hafnarfi rði, fyrir þá sem vilja sam- gleðjast honum á þessum timamótum. 75 ára afmæli Sigurður Albertsson verður 75 ára 30. nóvember nk. Í tilefni afmælisins mun hann taka á móti ættingjum og vinum í Frímúrara- húsinu v/ Bakkastíg 260 Reykjanesbæ laugardaginn 28. nóvember nk. frá kl. 18.00 -21.00. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Tryggva Margrét Eggertsdóttir Garðavegi 14, Hvammstanga, lést á Heilbrigðisstofnun Hvammstanga miðviku- daginn 25. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Erna Snorradóttir Marteinn Reimarsson Jóhannes Snorrason Valdís Valbergsdóttir Elín Snorradóttir Högni Jónsson Eggert Snorrason Guðfinna Jónsdóttir Hulda Snorradóttir Ragnar Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Kæri sambýlismaður, faðir, tengdafaðir, sonur, bróðir og afi, Jón Sturla Axelsson lést mánudaginn 16. nóvember á sjúkrahúsinu í Lundi. Útförin hefur þegar farið fram í Svíþjóð. Marsela Torres Ólafur Örn Jónsson Gísli Már Jónsson Geirmundur Hrafn Jónsson Edda Björg Jónsdóttir Guðrún Erna Jónsdóttir Guðrún Þórdís Axelsdóttir Einar Rúnar Axelsson tengdabörn og barnabörn. Hjartkær dóttir mín, systir, mágkona og frænka, Ragnhildur Fanney Þorsteinsdóttir sérkennari Skeggjastöðum Garði, er látin. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju laugardaginn 28. nóv. og hefst athöfnin kl. 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaheill eða Dýrahjálp Íslands, dyrahjalp.is. Hólmfríður S. Jakobsdóttir Bergþóra S. Þorsteinsdóttir Jóhann Runólfsson Jón Þorsteinsson Þorsteinn J. Þorsteinsson Sigríður H. Þórðardóttir Þyri E. Þorsteinsdóttir Karl Geirsson Kristín Þorsteinsdóttir Pálmar Magnússon Arna Þorsteinsdóttir Gunnlaugur Magnússon Steini, Nonni, Palli, Lilý, Hólmfríður Hulda, Þórður, Sigfríður Ólöf, Daníel, Hólmfríður, Jóhanna, Ingibjörg og Matthías. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.