Fréttablaðið - 27.11.2009, Síða 66

Fréttablaðið - 27.11.2009, Síða 66
BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðs- sonar 34 27. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Og handhafi gullnu vöfflunnar í ár er...!!! ELSA!!!! ÚPS Nei, við getum ekki gefið Chigaco Town- pizzur í æð Ha? En það eru nú einu sinni jól! Hæ pabbi Hæ, Palli, Nei, bíddu, aðeins, þú ert strákur Og þú ert semsagt bara að prófa þetta Nákvæm- lega Já, en GUÐ MINN GÓÐUR ÍHAA, ÍHAAA, ÍHAAA, ÍHAAA, ÍHAAA Hvað ertu að gera, Hannes Ég er að gera skrýtið hljóð sem gerir Sollu alveg brjálaða ÍHAA, ÍHAAA, ÍHAAA, ÍHAAA, ÍHAAA Farðu út, þú ert að gera mig brjálaða Hann er allavega kominn með áhugamál Ekki ljúga að mér, Herbert. Þú varst með þessari sogfiskastelpu aftur, er það ekki?! GUÐ MINN GÓÐUR WWW.BREIK.IS/ISOLD Þú gætir unniÐ EINTAK! SendU SMS skeytiÐ EST VBV á númeriÐ 1900 vinningar eru: Ísöld 3 á dvd, aðar dvd myndir, bíómiÐAR, GOS og margt fleira Vinsælasta teiknimynd ársins Vinningar verða afhentir í ELKO Lindum.199 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. Á DVD og blu-ray 26. NÓVEMber! 9. hvervinnur! Fyrir rúmri viku var dagur íslenskr-ar tungu og upphófst af því hin árlega umræða um hnignun íslenskunnar. Á hverju ári sekkur íslensk tunga spönn dýpra ofan í kokið á okkur, ef marka má umræðuna. Miðað við áhyggjukórinn, sem hefur kyrjað svo lengi sem ég man eftir mér, ætti tungan reyndar að vera löngu komin ofan í vélind- að, búin að leysast upp í meltingarveginum og spýtast út um rassgatið á okkur í kekkj- óttum enskuslettum. ÞEGAR ég skautaði yfir bloggsvellið var ekki þverfótað fyrir sjálfskipuðum mál- verndurum sem töldu upp allar ambögurnar sem þeir heyrðu í fréttum og lásu í blöðun- um; dýrkun við viðtengingarhátt, útskúf- uð eignarföll og svívirt ypsílon. Það er auð- velt að detta í þennan gír og jafnvel ágæt skemmtun að sproksetja þá sem gera aula- villur á borð við að skrifa „langþráð meiðsl“. ÞETTA viðhorf getur aftur á móti keyrt um þverbak; að benda á málvillur er orðið að íþrótt sem gengur ekki út á velferð íslenskunnar heldur að sýna fram á and- lega yfirburði umvandarans gagnvart málsóðanum. Einmitt í þessu viðhorfi er fall íslenskunnar falið. Það er gott og blessað að halda ambögum til haga, benda á það sem betur má fara og allt það. Gallinn er sá að þeir sem taka að sér það hlut- verk gera það oft af drýldnislegu yfirlæti, þar sem umræðan snýst öðru fremur um góða máltilfinningu þeirra sjálfra. JÚ, ÞÁGUFALLSSÝKI er ljót og þeir sem vinna með íslenskt mál, til dæmis fjölmiðla- menn, verða að huga vel að atvinnutæki sínu, halda því við og dengja svo það bíti. Ég held því aftur á móti fram að margt sé vel sagt og skrifað í íslenskum fjölmiðlum nú til dags; í greininni starfar aragrúi fólks sem hagnýtir sér litbrigði tungumálsins við dag- leg störf og leggur mikla hugsun í að koma máli sínu skýrt og hnitmiðað til skila. EN ÞAR sem við erum svo upptekin af hnignun tungunnar, einblínum við á hið nei- kvæða og blásum það út; fjörfiskur breytist í dauðakrampa. „Á íslensku má alltaf finna svar,“ yrkir Þórarinn Eldjárn. Í íslenskri dægurmálaumræðu er svo mikil áhersla lögð á að höggva eftir röngu svörunum að þau réttu fljúga oft fram hjá. ÉG LEGG til að þeir sem eru uggandi yfir stöðu íslenskunnar prófi eitt: Látið villurn- ar sem vind um eyru þjóta í eina viku eða svo en hlustið í staðinn eftir því sem vel er gert. Ég held að það myndi koma ánægju- lega á óvart. Og hafið í huga orð Þorsteins frá Hamri: „Þú kaupir þér ekki nagla/ til að krossfesta sálir –/ þú þarft einúngis/ að hnykkja rétt á orðunum.“ Í naglabúðinni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.