Fréttablaðið - 27.11.2009, Page 71

Fréttablaðið - 27.11.2009, Page 71
FÖSTUDAGUR 27. nóvember 2009 39 Bækur ★★★★ Vigdís – kona verður forseti Höfundur: Páll Valsson JPV Bók Páls Valssonar um æviferil Vigdís- ar Finnbogadóttur er mikið rit, 472 síður með nafna-, heimildamynda og tilvitn- anaskrám. Skrásetjarinn svíkst raunar aftur að lesendum, nær 320 síður ritsins lýsa ætt og uppeldi, skólaferli, hjóna- bandi, starfsferli leiðsögumanns, kennara og leik- hússtjóra; lunginn af ritinu er þannig merkileg heimild um hvernig íslenskur akademiker verður til áður en hann sest í embætti. Minnstur hluti ritsins lýtur því að ferli hennar á forsetastóli og minnst vægi í frásögninni fær síðari hluti setu hennar á Bessastöðum. Að festa sig í sessi Kannski væri nær að tala um bóhem en akademiker, Vigdís deildi starfsævi sinni milli tveggja ólíkra sviða sem hún hlaut í heimanmund, formfastan embættis- feril einsog faðirinn, ákafan og bjartan feril uppeld- is- og félagsstarfa eins og móðirin. Páll kýs að setja viðfangsefni sitt í fornt samhengi ættvísra bókmennta og það gerir hann meðal annars í því skyni að tengja Vigdísi við forgöngumenn hennar í fullveldisbarátt- unni. Tíðum tengir hann gerðir hennar og skoðanir við Fjölnismenn. Það er ekki einungis gert í þeim tilgangi að sýna fram á samfelluna í málskrúði þjóðernissinn- aðra texta, hjá þeim og Vigdísi, heldur líka til að setja hana í þá röð, Jónas, Tómas, Jón Sig og Vigdís. Ævisagan er pantað rit, skrifað í samráði. Vigdís er kænn pólitíkus orðinn og veit að í þessari sögu gefst henni tækifæri til að rita söguna, festa sig í minni þegna sinna minnst í þrjár kynslóðir. Skapa sér sess, sem er orðinn stíll stjórnmálamanna á tímum spuna- meistara, biskupar, forsetar og framámenn flokka lifa í nánu samfélagi við áróðursmeistara okkar daga, Gunn- ara Steinana og Einara Karlana, sem tryggja þeim orð- stír, vinsældir og örugga stöðu. Það er því gleðilegt í sjálfu sér að Vigdís skuli hafa einurð til að greina frá afar persónulegum atburðum í sínu lífi. Allt er það gert af hreinskiptni og smekk- vísi. Hún dregur aftur í land og geymir parta af sögu sinni eftir 1960, þau ár sem hún snýr aftur til Íslands, nær sér loks í prófgráðu og skapar sér feril sem kenn- ari, leiðsögumaður og félagsvera. Það eru þau ár sem skópu henni stöðu sem sjálfstæðri og vigtugri mann- eskju í samfélaginu því hún var þá björt og kankvís kona, alþýðleg og sjarmerandi. Samblástur gegn konu Hér er margt á ferð: Páll semur skemmtilega og ítar- lega samtíðarlýsingu um hvernig Evrópukynslóðin sem sótti menntun sína suður breytti samfélaginu með nátt- tröllin vokandi yfir. Kalt stríð stimplaði Vigdísi bæði kommúnista og landráðamann vegna andstöðu við her- inn hjá hægrisinnuðum öflum. Og þau áttu opna skápa í þau vopn sem þóttu henta: einstæð móðir, hjónadjöf- ull etc. Í fjarska er það allt lítilmótlegt en sýnir samt hvað frúin var gerð af sterku efni en þjálu. Vigdís kýs að túlka það sem samblástur gegn konu, sem það er í bland. Okkur er hollt að minnast þess nú með konu á stóli forsætisráðherra. En allt er það hluti af pólitík. Verkið er varnarrit og það kemur skýrast í ljós í loka- köflunum þótt vélað sé um það allan tímann. Stundum hefði skrásetjari mátt huga frekar að heimildum: hér stíga fáir fram sem hallmæla Vigdísi. Stundum er Páll gálaus í ályktunum: fráleitt er að halda því fram að ung menntaskólastúlka hafi verið heilluð af absúrdisman- um í MR 1945-1949. Sagan af upphafi Grímu er ekki könnuð til hlítar. Þau víkja sér hjá valdaátökum í LR þegar Tómas Zoëga tekur við framkvæmdastjórastóli þar. Ugglaust eru á ferli hennar á Bessastöðum falin nokkur slík dæmi þótt staðnæmst sé við kunnugleg átök. Sitjandi forseti sleppur í þessari sögu. En þetta er björt saga með djúpum og dimmum sorg- arköflum: hún hæfir Vigdísi vel sem minnisvarði um farsælan feril hennar í lífinu og mun styrkja ímynd hennar enn. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Breið samtímalýsing með hreinskilni um ósigra og skýrri boðun um erindi og árangur mætrar konu. Saga Vigdísar Finnbogadóttur SKEMMTILEG SAMTÍÐARLÝSING Saga Vigdísar Finn- bogadóttur eftir Pál Valsson er skemmtileg og ítarleg samtíðarlýsing um hvernig Evrópukynslóðin breytti samfélaginu. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N 2009 Gerðubergi 3-5 111 Reykjavík Sími 575 7700 Netfang: gerduberg@reykjavik.is www.gerduberg.is Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16 Boðið er upp á leiðsögn um sýningar. Föstudagur 27. nóvember kl. 12:15 og sunnudaginn 29. nóvember kl. 13:15 Klassík í hádeginu Joaquín Páll Palomares fiðluleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari flytja barokksónötur eftir Johann Sebastian Bach (BWV 1014; 1015; 1016). Sunnudagur 29. nóvember kl. 16 og miðvikudaginn 9. desember kl. 20 Aðventa Möguleikhúsið sýnir einleik byggðan á sögu Gunnars Gunnarssonar. Pétur Eggerz fer með hlut- verk Fjalla-Bensa, sjá nánar www.moguleikhusid.is Miðaverð: 2000 kr. Tilboð til eldri borgara: Leiksýning og girnilegt kaffihlaðborð 2500 kr. Laugardagur 28. nóvember kl. 14–15 Út í kött Dansleikhús fyrir börn Lýðveldisleikhúsið – www.this.is/great Miðaverð: 1.500 kr. • Um eldhúsáhöld eru áhöld • Svanurinn minn syngur • Óreiðan • Línudans á striga • Óreiðan • Í gegnum tíðina Yfirstandandi sýningar:

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.