Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.11.2009, Qupperneq 71

Fréttablaðið - 27.11.2009, Qupperneq 71
FÖSTUDAGUR 27. nóvember 2009 39 Bækur ★★★★ Vigdís – kona verður forseti Höfundur: Páll Valsson JPV Bók Páls Valssonar um æviferil Vigdís- ar Finnbogadóttur er mikið rit, 472 síður með nafna-, heimildamynda og tilvitn- anaskrám. Skrásetjarinn svíkst raunar aftur að lesendum, nær 320 síður ritsins lýsa ætt og uppeldi, skólaferli, hjóna- bandi, starfsferli leiðsögumanns, kennara og leik- hússtjóra; lunginn af ritinu er þannig merkileg heimild um hvernig íslenskur akademiker verður til áður en hann sest í embætti. Minnstur hluti ritsins lýtur því að ferli hennar á forsetastóli og minnst vægi í frásögninni fær síðari hluti setu hennar á Bessastöðum. Að festa sig í sessi Kannski væri nær að tala um bóhem en akademiker, Vigdís deildi starfsævi sinni milli tveggja ólíkra sviða sem hún hlaut í heimanmund, formfastan embættis- feril einsog faðirinn, ákafan og bjartan feril uppeld- is- og félagsstarfa eins og móðirin. Páll kýs að setja viðfangsefni sitt í fornt samhengi ættvísra bókmennta og það gerir hann meðal annars í því skyni að tengja Vigdísi við forgöngumenn hennar í fullveldisbarátt- unni. Tíðum tengir hann gerðir hennar og skoðanir við Fjölnismenn. Það er ekki einungis gert í þeim tilgangi að sýna fram á samfelluna í málskrúði þjóðernissinn- aðra texta, hjá þeim og Vigdísi, heldur líka til að setja hana í þá röð, Jónas, Tómas, Jón Sig og Vigdís. Ævisagan er pantað rit, skrifað í samráði. Vigdís er kænn pólitíkus orðinn og veit að í þessari sögu gefst henni tækifæri til að rita söguna, festa sig í minni þegna sinna minnst í þrjár kynslóðir. Skapa sér sess, sem er orðinn stíll stjórnmálamanna á tímum spuna- meistara, biskupar, forsetar og framámenn flokka lifa í nánu samfélagi við áróðursmeistara okkar daga, Gunn- ara Steinana og Einara Karlana, sem tryggja þeim orð- stír, vinsældir og örugga stöðu. Það er því gleðilegt í sjálfu sér að Vigdís skuli hafa einurð til að greina frá afar persónulegum atburðum í sínu lífi. Allt er það gert af hreinskiptni og smekk- vísi. Hún dregur aftur í land og geymir parta af sögu sinni eftir 1960, þau ár sem hún snýr aftur til Íslands, nær sér loks í prófgráðu og skapar sér feril sem kenn- ari, leiðsögumaður og félagsvera. Það eru þau ár sem skópu henni stöðu sem sjálfstæðri og vigtugri mann- eskju í samfélaginu því hún var þá björt og kankvís kona, alþýðleg og sjarmerandi. Samblástur gegn konu Hér er margt á ferð: Páll semur skemmtilega og ítar- lega samtíðarlýsingu um hvernig Evrópukynslóðin sem sótti menntun sína suður breytti samfélaginu með nátt- tröllin vokandi yfir. Kalt stríð stimplaði Vigdísi bæði kommúnista og landráðamann vegna andstöðu við her- inn hjá hægrisinnuðum öflum. Og þau áttu opna skápa í þau vopn sem þóttu henta: einstæð móðir, hjónadjöf- ull etc. Í fjarska er það allt lítilmótlegt en sýnir samt hvað frúin var gerð af sterku efni en þjálu. Vigdís kýs að túlka það sem samblástur gegn konu, sem það er í bland. Okkur er hollt að minnast þess nú með konu á stóli forsætisráðherra. En allt er það hluti af pólitík. Verkið er varnarrit og það kemur skýrast í ljós í loka- köflunum þótt vélað sé um það allan tímann. Stundum hefði skrásetjari mátt huga frekar að heimildum: hér stíga fáir fram sem hallmæla Vigdísi. Stundum er Páll gálaus í ályktunum: fráleitt er að halda því fram að ung menntaskólastúlka hafi verið heilluð af absúrdisman- um í MR 1945-1949. Sagan af upphafi Grímu er ekki könnuð til hlítar. Þau víkja sér hjá valdaátökum í LR þegar Tómas Zoëga tekur við framkvæmdastjórastóli þar. Ugglaust eru á ferli hennar á Bessastöðum falin nokkur slík dæmi þótt staðnæmst sé við kunnugleg átök. Sitjandi forseti sleppur í þessari sögu. En þetta er björt saga með djúpum og dimmum sorg- arköflum: hún hæfir Vigdísi vel sem minnisvarði um farsælan feril hennar í lífinu og mun styrkja ímynd hennar enn. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Breið samtímalýsing með hreinskilni um ósigra og skýrri boðun um erindi og árangur mætrar konu. Saga Vigdísar Finnbogadóttur SKEMMTILEG SAMTÍÐARLÝSING Saga Vigdísar Finn- bogadóttur eftir Pál Valsson er skemmtileg og ítarleg samtíðarlýsing um hvernig Evrópukynslóðin breytti samfélaginu. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N 2009 Gerðubergi 3-5 111 Reykjavík Sími 575 7700 Netfang: gerduberg@reykjavik.is www.gerduberg.is Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16 Boðið er upp á leiðsögn um sýningar. Föstudagur 27. nóvember kl. 12:15 og sunnudaginn 29. nóvember kl. 13:15 Klassík í hádeginu Joaquín Páll Palomares fiðluleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari flytja barokksónötur eftir Johann Sebastian Bach (BWV 1014; 1015; 1016). Sunnudagur 29. nóvember kl. 16 og miðvikudaginn 9. desember kl. 20 Aðventa Möguleikhúsið sýnir einleik byggðan á sögu Gunnars Gunnarssonar. Pétur Eggerz fer með hlut- verk Fjalla-Bensa, sjá nánar www.moguleikhusid.is Miðaverð: 2000 kr. Tilboð til eldri borgara: Leiksýning og girnilegt kaffihlaðborð 2500 kr. Laugardagur 28. nóvember kl. 14–15 Út í kött Dansleikhús fyrir börn Lýðveldisleikhúsið – www.this.is/great Miðaverð: 1.500 kr. • Um eldhúsáhöld eru áhöld • Svanurinn minn syngur • Óreiðan • Línudans á striga • Óreiðan • Í gegnum tíðina Yfirstandandi sýningar:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.