Fréttablaðið - 27.11.2009, Side 73

Fréttablaðið - 27.11.2009, Side 73
FÖSTUDAGUR 27. nóvember 2009 Jónas Halldórsson, ant- íksali í Hafnarfirði, gerði merkilegan fund fyrir stuttu þegar hann var að ganga frá dánarbúi. Fund- urinn var veggstytta með dularfullri áletrun. Antík- og listmunasalinn Jónas Halldórsson gerði nýlega upp dán- arbú þar sem hann fann meðal ann- ars fallega veggstyttu af ljóshærðri konu en aftan á styttunni mátti sjá undarlega áletrun. Eftir nokkra eftirgrennslan komst Jónas að því að áletrunin var í raun ástarjátn- ing. „Aftan á styttunni stendur á ítölsku: „Ó, Maggí mín guðdóm- lega“ og er það maður að nafni Sergio sem ritar þetta. Auk þess fann ég aðra áletrun sem var tölu- stafurinn sautján ritaður í róm- verskum tölum. Ég hef komist að því að þetta þýddi að sautján ár höfðu verið liðin frá uppgangi fas- ismans á Ítalíu og ekki ólíklegt að Sergio hafi verið háttsett- ur innan fasistaflokksins.“ Aðspurður segir Jónas erf- itt að segja til um hver þessi guðdómlega Maggí hafi verið, enda hafi hann ekki fengið neinar upplýs- ingar um eiganda búsins, en útilokar ekki að hún hafi verið ljóshærð eins og konan á styttunni. Jónas segir styttuna ekki hafa verið það eina skrítna sem hann hafi fundið í þessu tiltekna dánarbúi því hann hafi að auki fundið mikið af fallegum sparikjólum frá 1920, óopnaða kryddstauka sem voru um hálfrar aldar gamlir og gömul ávís- anahefti. „Í mínu starfi er maður alltaf í leit að fjársjóðum og ég hef fundið ótrúlegustu hluti. Eitt sinn fann ég til dæmis blóði drifinn sjóliða- búning uppi á háalofti í húsi einu í miðbænum,“ segir Jónas og bætir við að ant- íksalan hafi blómstrað eftir að kreppan skall á. „Antíksala var að leggj- ast af í góðærinu, en nú er fólk hætt að henda göml- um munum auk þess sem fólk vill nú hluti frá fortíð- inni sem milda umhverfið.“ - sm Ástarjátning á veggstyttu MAGGÍ HIN GUÐDÓMLEGA Styttan var jólagjöf frá hinum ítalska Sergio og er frá árinu 1938. FJÁRSJÓÐSLEIT Jónas Halldórsson ant- íksali fann forláta styttu í dánarbúi fyrir stuttu. MYND/BJÖRGVIN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.