Fréttablaðið - 08.12.2009, Page 17

Fréttablaðið - 08.12.2009, Page 17
ÞRIÐJUDAGUR 8. desember 2009 17 UMHVERFISMÁL Íbúafundur í Mýr- dalshreppi hafnaði friðlýsingu á hvannastóði undir Reynis- fjalli. Þar er búsvæði sniglateg- undarinnar brekkubobba og vill Umhverfisstofnun friða það. Í niðurstöðu íbúafundarins, sem sóttur var af 80 til 100 manns, sagði hins vegar að ekki yrði séð að hvönn eða brekku- bobba væri nokkur hætta búin af manna völdum. Þá sagði umhverfis- og náttúruverndar- nefnd Mýrdalshrepps að sú sátt sem ætti að vera forsenda friðlýs- ingarinnar meðal heimamanna væri ekki fyrir hendi. Í kjölfarið hafnaði sveitarstjórn öllum frið- lýsingaráformum að svo komnu máli. - gar Íbúafundur í Mýrdalshreppi: Vilja ekki friða búsvæði snigla REYKJAVÍK Varamaður F-lista, Gunnar H. Hjálmarsson, segir að skrifstofustjóri borgarstjórnar hafi ýjað að því að hann ætti ekki að hafa kafla um meint hagsmuna- tengsl Kjartans Gunnarssonar og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra í bókun F-lista 1. desember. „Hann spurði hvort þetta væri viðeigandi og hvort þetta væru ekki dylgjur eða slíkt. Ég er nú kannski ekki vanur stjórnmála- maður og ég lét þetta hafa áhrif á mig,“ segir Gunnar, sem tók kafl- ann út. Fulltrúar F-lista hafa haldið því fram að Hanna Birna hafi verið vanhæf í málum þar sem Landsbankinn kom við sögu, meðal annars vegna sam- starfs Hönnu Birnu og Kjartans Gunn- arssonar, fyrrum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks og stjórnarformanns Landsbanka. Ólafur Kr. Hjörleifsson, skrifstofustjóri borgar- stjórnar, vill ekki ræða um einstök samtöl við borgarfulltrúa. Oft sé þeim þó bent á hvað kunni að stangast á við fundarsköp borgarinn- ar. Það sé svo undir við- komandi borgarfulltrúa komið hvort hann taki mark á því eður ei. Samkvæmt 19. grein sam- þykktar um stjórn borgar- innar og fundarsköp borgar- stjórnar er vítavert að bera aðra menn brigsl- um. - kóþ Varamaður Ólafs F. hætti við að fjalla um Hönnu Birnu og Kjartan Gunnarsson: Breytti bókuninni á síðustu stundu „Þetta mál verður enn alvarlegra þegar horft er til þess að árin 1999- 2006 var Hanna Birna Kristjáns dóttir aðstoðar framkvæmda stjóri Sjálf- stæðisflokksins. Yfirmaður hennar í Valhöll og jafnframt náinn vinur um árabil var Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins. Hann er þó þekkt- astur fyrir að gleyma því hverjir gáfu Sjálfstæðisflokknum 30.000.000 kr. í kosningastyrki, en það var einmitt Landsbankinn þar sem Kjartan Gunnarsson var stjórnarmaður bæði fyrir og eftir einkavinavæðingu Sjálf- stæðisflokksins á bankanum.“ ORÐIN SEM HURFUDÓMSMÁL Þrír menn hafa verið dæmdir í tveggja mánaða skilorðs bundið fangelsi fyrir að slasa mann með höggum og spörkum og kasta svo í hann reið- hjóli. Sá sem fyrir árásinni varð úlnliðsbrotnaði og brotnaði einn- ig á baugfingri, auk fleiri áverka. Árásin átti sér stað við verslunar miðstöðina Fjörð í Hafnarfirði. Rétt þótti að skilorðsbinda refs- inguna í tvö ár þar sem óútskýrð- ur dráttur hafði orðið á rannsókn málsins. Einn mannanna var fyrr á árinu dæmdur í hundrað þús- und króna sekt fyrir eignaspjöll. - jss Þrír karlmenn dæmdir: Köstuðu reið- hjóli í mann Bæjarráð Hveragerðis hafnar því að greiða fyrir nám barns sem býr í bænum en vill vera í Ísaksskóla í Reykjavík. Bæjarráð segir umsóknina ekki falla undir reglur bæjarins um nám utan lögheimilis sveitarfélags. SVEITARSTJÓRNIR Ekki styrktur í Ísaksskóla Maður hefur verið ákærður fyrir að kýla og nefbrjóta mann fyrir þremur árum við Hressingarskálann í Reykja- vík. Fórnarlambið krefst 325 þúsunda króna í bætur. DÓMSTÓLAR Kýldi mann og nefbraut GUNNAR H. HJÁLMARS- SON Vara borgar- fulltrúi F- listans. RÚMENÍA, AP Sósíaldemókratar í Rúmeníu draga í efa opinber úrslit forsetakosninganna á sunnudag. Kjörstjórn lýsti í gær núver- andi forseta, Traian Basescu, sigur vegara kosninganna, með 50,33 prósent atkvæða þegar 99,95 prósent höfðu verið talin. Leiðtogi Sósíaldemókrata, Mir- cea Geoana, var sagður hafa fengið 49,66 prósent. Sósíaldemó- krataflokkurinn er arftaki gamla Kommúnistaflokksins, sem stjórnaði landinu í fjóra áratugi. - gb Bascescu lýstur sigurvegari: Sósíaldemó- kratar ósáttir MIRCEA GEOANA Leiðtogi Sósíaldemó- krata sættir sig ekki við niðurstöðu kjörstjórnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.