Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 08.12.2009, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 8. desember 2009 17 UMHVERFISMÁL Íbúafundur í Mýr- dalshreppi hafnaði friðlýsingu á hvannastóði undir Reynis- fjalli. Þar er búsvæði sniglateg- undarinnar brekkubobba og vill Umhverfisstofnun friða það. Í niðurstöðu íbúafundarins, sem sóttur var af 80 til 100 manns, sagði hins vegar að ekki yrði séð að hvönn eða brekku- bobba væri nokkur hætta búin af manna völdum. Þá sagði umhverfis- og náttúruverndar- nefnd Mýrdalshrepps að sú sátt sem ætti að vera forsenda friðlýs- ingarinnar meðal heimamanna væri ekki fyrir hendi. Í kjölfarið hafnaði sveitarstjórn öllum frið- lýsingaráformum að svo komnu máli. - gar Íbúafundur í Mýrdalshreppi: Vilja ekki friða búsvæði snigla REYKJAVÍK Varamaður F-lista, Gunnar H. Hjálmarsson, segir að skrifstofustjóri borgarstjórnar hafi ýjað að því að hann ætti ekki að hafa kafla um meint hagsmuna- tengsl Kjartans Gunnarssonar og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra í bókun F-lista 1. desember. „Hann spurði hvort þetta væri viðeigandi og hvort þetta væru ekki dylgjur eða slíkt. Ég er nú kannski ekki vanur stjórnmála- maður og ég lét þetta hafa áhrif á mig,“ segir Gunnar, sem tók kafl- ann út. Fulltrúar F-lista hafa haldið því fram að Hanna Birna hafi verið vanhæf í málum þar sem Landsbankinn kom við sögu, meðal annars vegna sam- starfs Hönnu Birnu og Kjartans Gunn- arssonar, fyrrum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks og stjórnarformanns Landsbanka. Ólafur Kr. Hjörleifsson, skrifstofustjóri borgar- stjórnar, vill ekki ræða um einstök samtöl við borgarfulltrúa. Oft sé þeim þó bent á hvað kunni að stangast á við fundarsköp borgarinn- ar. Það sé svo undir við- komandi borgarfulltrúa komið hvort hann taki mark á því eður ei. Samkvæmt 19. grein sam- þykktar um stjórn borgar- innar og fundarsköp borgar- stjórnar er vítavert að bera aðra menn brigsl- um. - kóþ Varamaður Ólafs F. hætti við að fjalla um Hönnu Birnu og Kjartan Gunnarsson: Breytti bókuninni á síðustu stundu „Þetta mál verður enn alvarlegra þegar horft er til þess að árin 1999- 2006 var Hanna Birna Kristjáns dóttir aðstoðar framkvæmda stjóri Sjálf- stæðisflokksins. Yfirmaður hennar í Valhöll og jafnframt náinn vinur um árabil var Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins. Hann er þó þekkt- astur fyrir að gleyma því hverjir gáfu Sjálfstæðisflokknum 30.000.000 kr. í kosningastyrki, en það var einmitt Landsbankinn þar sem Kjartan Gunnarsson var stjórnarmaður bæði fyrir og eftir einkavinavæðingu Sjálf- stæðisflokksins á bankanum.“ ORÐIN SEM HURFUDÓMSMÁL Þrír menn hafa verið dæmdir í tveggja mánaða skilorðs bundið fangelsi fyrir að slasa mann með höggum og spörkum og kasta svo í hann reið- hjóli. Sá sem fyrir árásinni varð úlnliðsbrotnaði og brotnaði einn- ig á baugfingri, auk fleiri áverka. Árásin átti sér stað við verslunar miðstöðina Fjörð í Hafnarfirði. Rétt þótti að skilorðsbinda refs- inguna í tvö ár þar sem óútskýrð- ur dráttur hafði orðið á rannsókn málsins. Einn mannanna var fyrr á árinu dæmdur í hundrað þús- und króna sekt fyrir eignaspjöll. - jss Þrír karlmenn dæmdir: Köstuðu reið- hjóli í mann Bæjarráð Hveragerðis hafnar því að greiða fyrir nám barns sem býr í bænum en vill vera í Ísaksskóla í Reykjavík. Bæjarráð segir umsóknina ekki falla undir reglur bæjarins um nám utan lögheimilis sveitarfélags. SVEITARSTJÓRNIR Ekki styrktur í Ísaksskóla Maður hefur verið ákærður fyrir að kýla og nefbrjóta mann fyrir þremur árum við Hressingarskálann í Reykja- vík. Fórnarlambið krefst 325 þúsunda króna í bætur. DÓMSTÓLAR Kýldi mann og nefbraut GUNNAR H. HJÁLMARS- SON Vara borgar- fulltrúi F- listans. RÚMENÍA, AP Sósíaldemókratar í Rúmeníu draga í efa opinber úrslit forsetakosninganna á sunnudag. Kjörstjórn lýsti í gær núver- andi forseta, Traian Basescu, sigur vegara kosninganna, með 50,33 prósent atkvæða þegar 99,95 prósent höfðu verið talin. Leiðtogi Sósíaldemókrata, Mir- cea Geoana, var sagður hafa fengið 49,66 prósent. Sósíaldemó- krataflokkurinn er arftaki gamla Kommúnistaflokksins, sem stjórnaði landinu í fjóra áratugi. - gb Bascescu lýstur sigurvegari: Sósíaldemó- kratar ósáttir MIRCEA GEOANA Leiðtogi Sósíaldemó- krata sættir sig ekki við niðurstöðu kjörstjórnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.