Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2009, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 10.12.2009, Qupperneq 2
2 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR Arnar, þurfa menn líka að hafa fimm háskólagráður til að komast í bíó? „Nei, það þarf ekkert próf fyrir þetta.“ Arnar Freyr Sigurðsson hefur ásamt félaga sínum stungið upp á því við Sambíóin að þeir sem mæta í gervi Georgs Bjarnfreð- arsonar á frumsýningu kvikmyndarinnar Bjarnfreðarsonar fái ókeypis á myndina. NEYTENDUR Um 160 þúsund lítrar eru seldir af jóla- bjór í ár sem er um 60 prósenta söluaukning miðað við sama tíma í fyrra. Nokkrar tegundir eru upp- seldar hjá birgjum en engin enn sem komið er í Vín- búðunum að því er Örn Stefánsson innkaupastjóri segir. Hann segir sölu á venjulegum bjór hafa dreg- ist saman á sama tíma, sem er nýtt, áður hafi jóla- bjórinn verið sem hrein viðbót í bjórsölu. Vinsælustu tegundirnar eru Tuborg jólabjór í flösku, Egils maltbjór og stórar dósir af Víking jóla- bjór, þær eru uppseldar hjá birgjum. Einnig er lítið eftir af Kalda og Víking í gleri að sögn Arnar. Framboðið á jólabjór hefur aukist jafnt og þétt og nú má fá sextán tegundir af jólabjór í Ríkinu. Verð á litlum flöskum og dósum er frá 239 krónum og upp í 790 krónur. Sá dýrasti er belgískur og 10 prósent að styrk. Verð á stórum bjór er á bilinu frá 289 krónum og upp í 549 krónur, flestir kosta þó um 300 krón- urnar. Sölutímabil jólabjórs lýkur 6. janúar og því gæta framleiðendur þess að gera ekki of mikið af bjórn- um, því þeir sitja uppi með það sem eftir er eftir að sölu lýkur. Töluverðar verðhækkanir hafa orðið á áfengi und- anfarið ár, nær 30 prósent svo dæmi séu tekin frá Hagstofunni á hálfs lítra dós af Becks frá nóvem- ber 2008 til nóvember 2009. Örn bendir á að bjór- sala hafi og dregist saman í nóvember í ár og í fyrra en það er í fyrsta sinn sem það gerist. Áfengisgjald hækkaði 21. desember í fyrra og síðan þá hefur Tuborg í dós til dæmis hækkað um 14 prósent, Kaldi um rúm níu prósent og stór dós af Egils um þrjú prósent. - sbt Metsala á jólabjór dregur úr sölu á venjulegum bjór: 60 prósenta söluaukning á jólabjór VINSÆLIR Komu jólabjórsins var fagnað á öldurhúsum í ár eins og stundum áður. ALÞINGI Ástæða þess að Siv Frið- leifsdóttir var ekki viðstödd atkvæða- greiðslu um ábyrgðir vegna Icesave er að hún var pöruð út á móti Helga Hjörvar. Helgi var staddur á vegum þings- ins erlendis og hefði för hans verið aflýst ef Siv hefði ekki vikið af þingfundi. Löng hefð er fyrir slíku á Alþingi. Í yfirlýsingu Framsóknar- flokksins vegna málsins segir að það sé gert til að valdahlutföll raskist ekki vegna lögmætra for- falla þingmanna. Mörg dæmi séu um að þing- menn annarra flokka hafi verið paraðir út á móti þingmönnum Framsóknarflokks, á meðan hann var í ríkisstjórn. Þetta hafi ekk- ert með afstöðu Sivjar til máls- ins að gera og hafi þegar komið fram. - kóp Siv Friðleifsdóttir: Var pöruð út á móti Helga NOREGUR Dularfullt ljós á himni vakti mikla athygli íbúa í Norður- Noregi í gærmorgun. Í norskum fjölmiðlum upphófust þegar mikl- ar vangaveltur um hugsanlegar orsakir þess. Á endanum virtust þó flestir sættast á að ljósið hafi komið frá rússnesku flugskeyti, sem hafi borið af leið og sprungið. Ein- kennilegt spíralmyndað ljós, sem á tímabili sást, hafi líklega stafað af skini sólar á flugskeytið. Svipað ljós sást á norðurhimni í Noregi í byrjun nóvember, sem olli miklum heilabrotum þangað til ljóst þótti að þar hafi rússneskt flugskeyti verið á ferð. - gb Dularfull ljós yfir Noregi: Líklegast rúss- neskt flugskeyti SVEITARFÉLÖG Fjárhagsáætl- un Dalabyggðar 2010 gerir ráð fyrir 9 milljóna króna afgangi af rekstri sveitarfélagsins. Fyrri umræða um áætlunina fór fram á þriðjudag. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði verði jákvæð um 38,9 milljónir Tekjur eru áætlaðar 592,7 milljónir en gjöld 553,7 milljón- ir, auk 29,9 milljóna króna í fjár- magnsliði. Sveitarfélagið mun fullnýta útsvarsheimildir sínar og gerir ráð fyrir 8 prósenta almennri gjaldskrárhækkun en fimm pró- senta hækkun launa. Hækkun tryggingagjalds úr 5,37 prósentum í 8,6 prósent hefur í för með sér 8,9 milljóna króna hækkun útgjalda fyrir Dalabyggð. - pg Fjárhagsáætlun 2010: Níu milljónir í rekstrarafgang SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR NÝSKÖPUN Í Múlalundi er nú verið að framleiða hugarsmíð Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur. Þar er um að ræða standa fyrir tölvur, bækur og dagblöð sem hafa fyrir- byggjandi áhrif á heilsu þeirra sem þá nota. Ásta hefur hannað stand- ana, í samvinnu við Hörpu Helga- dóttur sjúkraþjálfa, en hún er að ljúka doktorsverkefni um háls- og axlamein í Háskóla Íslands. Vörurnar, sem hafa hlotið heitið NEMAvörur, eru unnar í náinni samvinnu við lækna og iðjuþjálfa. Um er að ræða bretti eða stand, á hverju fólk lætur bækur hvíla við lestur, eða tölvur við vinnu. Þá er með einföldum hætti hægt að breyta vörunni í dagblaðabretti og notkun standanna því margþætt. Sótt hefur verið um styrk til Impru til að markaðssetja vör- urnar í Norður-Evrópu. Þegar eru komnir samstarfsaðilar í Noregi og Svíþjóð og einnig hafa framleið- endur verið í sambandi við Worka- bility Europe Business, sem eru Evrópusamtök sem staðsett eru í Hollandi. Eftir miklu er að slægjast; í Þýskalandi einu er námsmanna- markhópur NEMAvara um 35 milljónir króna og á Norðurlönd- um 9 til 10 milljónir. Markópurinn er fartölvunotend- ur, fólk sem vinnur samtímis með tölvu og ritað mál og þá fólk sem stundar lestur, til dæmis náms- menn og sá hópur sem á í erfiðleik- um með að halda á og fletta blaði eða bók, til dæmis eldri borgarar. Ásta segir sérstaklega skemmti- legt að vörurnar séu framleiddar í Múlalundi. Þar sé stærsti öryrkja- vinnustaður landsins og hann standi höllum fæti og sé á ákveðn- um tímamótum. Búið sé að selja húsið við Hátún og vinnustaður- inn flytji í húsnæði Reykjalund- ar, sem nýverið hætti starfsemi. Hönnunar- og þróunarferlið hefur tekið um eitt ár og þegar hún var komin með mótaða hugmynd hafði hún samband við Múlalund. Þar hófst þróunar- og prófunarstarf snemma árs 2009. NEMAvörurnar eru þegar komn- ar á markað og hafa fengið góðar viðtökur, að sögn Ástu. Múlalundur og NEMA hafa borið allan kostnað af þróunar- og markaðssetningu og segir Ásta að ljóst sé að styrk þurfi ef halda eigi dampi meðan varan er fersk. „Nú þarf að sýna nýsköpun í verki. Við getum rétt okkur af þegar salan eykst, en nú vantar fjármagn til markaðssetningar. Okkur vantar vængi til að taka á flug.“ kolbeinn@fretabladid.is Bókabretti stuðlar að betra heilsufari Í Múlalundi eru nú ekki framleiddar möppur heldur unnið að framleiðslu standa fyrir tölvur, bækur og dagblöð. Standarnir eru íslenskt frumkvöðlaverk- efni og hafa fyrirbyggjandi heilsuvænleg áhrif. Þeir fara á markað í Evrópu. FRUMKVÖÐLAR Ásta Kristrún og Harpa standa að framleiðslu brettanna í samstarfi við Múlalund, en þar eru þau framleidd. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMFÉLAGSMÁL Velferðarsjóður barna afhenti í gær Rjóðri, hjúkr- unarheimili fyrir langveik börn, viðbótarhúsnæði til listmeðferðar, með myndlistar-, nudd- og viðtals- herbergi. Alls nýta um 50 fjölskyldur á landinu sér þjónustu Rjóðurs og gjöfin því kærkomin fyrir börnin. Í Rjóðri er rými fyrir átta langveik börn hverju sinni. Þar fá börnin endurhæfingu og aðhlynningu, og foreldrar fá oft kærkomna hvíld og tíma fyrir sjálfa sig. Velferðarsjóð- ur barna kom Rjóðri á laggirnar fyrir sex árum. Á þeim tíma hefur sjóðurinn varið yfir 100 milljónum króna til heimilisins. - bj Velferðarsjóður barna afhenti Rjóðri viðbótarhúsnæði til listmeðferðar: Kærkomin viðbót fyrir börnin OPIÐ Börnin klipptu sjálf á borðann og opnuðu viðbótarhúsnæði þar sem listmeð- ferð mun fara fram. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UMHVERFISMÁL Starfshópur sem umhverfisráðherra skipaði hefur skilað af sér fyrstu drög- um um aðgerðaáætlun loftslags- málum. Þar eru kynntar átta meginleiðir sem eiga að leiða til 19 til 32 prósenta minni losun- ar gróðurhúsalofttegunda árið 2020. Meðal þeirra aðgerða er að breytt kerfi skatta og gjalda á bíla og eldsneyti, notkun lífelds- neytis á fiskiskiptaflotann, raf- væðing fiskimjölsverksmiðja og efling göngu, hjólreiða og almenningssamgangna sem val- kosts í samgöngum. Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fer á laugardag- inn til Kaupmannahafnar á ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. - kóp Fyrstu drög tilbúin: Aðgerðaáætlun um loftslag MYNDLIST Hafmeyja Nínu Sæmundsson var í gær seld til einkaaðila. Verkið var á upp- boði á þriðjudag í Gallerí Fold og vonaðist uppboðshaldarinn til að Reykjavíkurborg festi kaup á henni og setti upp við Tjörnina. Þar var áður hafmeyjumynd eftir Nínu en sú var sprengd í loft upp á nýársnótt 1960. Ekki fékkst viðunandi boð í verkið á uppboðinu, en sam- kvæmt upplýsingum frá gallerí- inu keypti einkaaðili utan Reykja- víkur styttuna. Það verði sett upp utan borgarinnar, en verði almenningi aðgengilegt. - kóp Stytta Nínu Sæmundsson: Hafmeyjan fór til einkaaðila SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.