Fréttablaðið - 10.12.2009, Side 4

Fréttablaðið - 10.12.2009, Side 4
4 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR VIÐSKIPTI Fjárfestar hafa fengið góða ávöxtun á íslensk skuldabréf á þessu ári, eða allt frá átján til 21 prósents að meðaltali. Þetta á við um alla skuldabréfaflokka, að sögn Magnúsar Harðarsonar, for- stöðumanns viðskiptasviðs Kaup- hallarinnar. Skuldabréfavelta í Kauphöll- inni hefur aukist jafnt og þétt hér en tók kipp þegar líða tók á síðustu viku. Að undanskildum mánudegi, sem var afar slakur, nam heildarveltan síðustu daga um 24 milljörðum króna. Seðlabankinn greiðir í dag út um sjö milljarða króna í vexti og verðbætur af óverðtryggðum ríkisskuldabréfum á gjalddaga 2012 og á bilinu sex til átta millj- arða af verðtryggðum íbúðabréf- um á gjalddaga 2044 á þriðjudag í næstu viku. Erlendir fjárfestar eiga bróð- urpartinn af styttri flokknum en lífeyrissjóðir þann lengri sem er á gjalddaga í næstu viku. Ein- hver hluti fjárins í fyrrnefnda flokknum kann að leita út fyrir landsteina enda standa gjaldeyr- ishöft Seðlabankans ekki í vegi fyrir því að erlendir fjárfest- ar geti flutt vaxtagreiðslur úr landi. Ekki er þó útilokað að báðir hópar endurfjárfesti í nýjum rík- isvíxlum, sem Seðlabankinn til- kynnti um eftir lokun markaða í fyrradag, að sögn Magnúsar. - jab Skipting tímareima Í sérblaðinu Leikur í höndum, sem fylgdi Fréttablaðinu í gær, var sagt að skipta ætti um tímareim á 100 þúsund kílómetra fresti. Réttara er að skipta getur þurft um tímareim bifreiða á 60 þúsund kílómetra fresti. Best er að kynna sér með hverju er mælt fyrir hverja bíltegund. LEIÐRÉTTING FULLT HÚS JÓLAGJAFA 9.990kr. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 9° 6° 7° 11° 11° 7° 6° 6° 23° 11° 17° 4° 18° 3° 13° 13° 4° Á MORGUN 8-15 m/s, hvassast SV- og V-til. LAUGARDAGUR 5-10 m/s. 7 6 3 3 2 2 3 6 6 9 1 7 8 6 6 5 5 4 5 4 8 9 6 6 9 10 7 6 7 8 10 10 BLAUTT OG MILT Við fáum góðan skammt af vætu næstu dagana en myndarlegt úrkomuloft gengur yfi r landið í kvöld. Helgin verður einnig blaut en það verður þó yfi rleitt þurrt norðaust- anlands. Útlit er fyrir að það létti til syðra á mánudag og fari að kólna á ný á þriðjudag. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður MIÐLARAR AÐ STÖRFUM Velta með skuldabréf hefur aukist talsvert í Kaup- höllinni upp á síðkastið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Tuttugu prósenta ávöxtun hefur verið á íslenskum skuldabréfum á þessu ári: Fjárfestar kjósa ríkisskjólið STJÓRNMÁL Af þeim átján fram- bjóðendum til síðustu alþingis- kosninga sem ekki hafa skilað upp- lýsingum til Ríkisendurskoðunar um kostnað við prófkjör eru tíu úr VG. Fimm sjálfstæðismenn eiga eftir að skila, tveir frjálslyndir og einn samfylkingarmaður. Framsókn er eini flokkurinn þar sem allir hafa skilað sínu. Skilafrestur rann út 25. október, en brot á lögum sem krefjast upp- lýsinganna varða sex ára fangelsi. - kóþ Prófkjörskostnaður: Langflestir skussar í VG FJÖLMIÐLAR Vonir standa til að fleiri bætist í hluthafahóp eign- arhaldsfélags Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðs- ins. Óskar Magn- ússon útgefandi segir þó engar breytingar hafa átt sér stað frá því sem síð- ast hefur verið frá greint. Jón Pálmason fjárfestir sé því ekki með í hópnum, þótt orðróm- ur hafi verið um annað. „Hann hefur verið mér handgenginn og verður vonandi með síðar, eins og fleiri, en það er ekki orðið svo,“ segir hann. Þrír stærstu eigendur blaðsins, með yfir helmingshlut, eru Óskar sjálfur, Samherji og Guðbjörg Matthíasdóttir fjárfestir, stund- um kennd við Ísfélagið í Vest- mannaeyjum. - óká Eigendur Morgunblaðsins: Vonast eftir fjölgun síðar ÓSKAR MAGNÚSSON ÍRLAND, AP Þrjár írskar konur hafa kært fóstureyðingabannið á Írlandi til Mannréttindadómstóls- ins í Strassborg. Þær saka stjórnvöld á Írlandi um að brjóta mannréttindi á barnshafandi konum með því að neita þeim um viðeigandi læknis- aðstoð og þvinga þær þar með til að leita til annarra landa til að fá fóstureyðingu. Úrskurðar er að vænta á næsta ári. Sjö þúsund írskar konur ferð- ast árlega til Englands eða ann- arra landa til að fá þar fóstureyð- ingu. Fóstureyðingar eru leyfðar í flestum löndum Evrópu. - gb Fóstureyðingabann á Írlandi: Bannið kært til Strassborgar BRETLAND, AP Reykingar verða að minnsta kosti fimm milljónum manna að aldurtila ár hvert, að því er alþjóðaheilbrigðisstofnun- in WHO fullyrðir í nýrri skýrslu. Stofnunin segir að sú tala geti hækkað ef ekki verði gripið til harðari aðgerða í baráttunni gegn reykingum. Hún segir nauðsynlegt að fleiri lönd lögleiði reykingabann, því nú sé staðan sú að nærri 95 prósent jarðarbúa séu varnarlaus gegn reykingum annarra. Talið er að óbeinar reykingar verði um 600 þúsund manns að bana ár hvert. - gb Alþjóðaheilbrigðisstofnunin: Tóbakið drepur fimm milljónir ALÞINGI Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði á Alþingi í fyrradag að hægt verði að lækka höfuðstól Icesave-lánsins um 20 prósent á næsta ári með fé frá skilanefnd Landsbankans. Steingrímur sagði að skila- nefndin mundi eiga 180 milljarða króna í lausu fé nú um áramót. 120 milljarðar bætist í búið á næsta ári. Af þessu fé verði hægt að greiða 160 milljarða strax inn á höfuðstól Icesave-lánsins og lækka hann þannig um 20 pró- sent. - pg Steingrímur J. Sigfússon: 20% greidd inn á höfuðstól Icesave 2010 SAMFÉLAGSMÁL Reykjavíkurborg mun greiða tekjulágum foreldrum 6.000 króna uppbót með hverju barni á næstu dögum. Þetta var samþykkt á fundi velferðarráðs borgarinnar í gær. Gagnrýnt hafði verið að Reykjavíkurborg ætlaði sér ekki að greiða desemberuppbót með börnum, eins og tíðkast hjá Akur- eyrarbæ. Jórunn Frímannsdótt- ir, formaður velferðarráðs, segir að þegar sú gagnrýni hafi komið fram hafi verið farið yfir málið og kannað hvort borgin væri eft- irbátur annarra sveitarfélaga. Jórunn segir Reykjavíkurborg síður en svo eftirbát annarra sveitarfélaga, sér í lagi í ljósi þess að borgin borgi meira með börnum yfir árið en önnur sveit- arfélög. „Við fórum yfir málið og skoð- uðum hvort þetta rúmaðist innan fjárhagsáætlunar velferðarsviðs,“ segir Jórunn. Alls fengu 255 fjölskyldur með 375 börn á framfæri fjárhags- aðstoð frá borginni í nóbember. Því má áætla að kostnaður við aukagreiðslur í desember sé um 2.250.000 krónur. Velferðarráð ákvað einnig að fjölga starfsmönnum Barna- verndar Reykjavíkur um þrjá á fundi sínum í gær. Ráðið sam- þykkti tillögu borgarfulltrúa Vinstri grænna um fjölgun starfs- manna. Jórunn segir engan tilgang í að standa í pólitískum rökræð- um um höfundarrétt á tillögunni. Mikið álag hafi verið á starfsfólki Barnaverndarinnar og búast megi við áframhaldandi þunga í mála- flokknum á næstunni. Full þörf sé á því að bæta við starfsfólki. brjann@frettabladid.is Illa staddir foreldrar fá desemberuppbót Velferðarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að greiða foreldrum sem fá fulla fjárhagsaðstoð frá borginni 6.000 krónur með hverju barni í desember. Tillaga VG um að fjölga starfsfólki hjá Barnavernd borgarinnar samþykkt. ÁLAG Mikil ásókn er í matargjafir góðgerðarsamtaka á borð við Fjölskylduhjálp Íslands þessa dagana. Mikill fjöldi beið í rigning- unni í gær eftir að fá aðstoð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég er ekki sammála því að Reykjavíkurborg eigi að fara út í skattahækkanir,“ segir Jórunn Frí- mannsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær mótmælir Þorleifur Gunnlaugs- son, borgarfulltrúi Vinstri grænna, niðurskurði á velferðarsviði borgar- innar. Hann lagði til aukin útgjöld, sem fjármagna megi með auknum sköttum. Jórunn segir enga hagræðingar- kröfu gerða á velferðarsvið borgar- innar, þótt framlög til sviðsins séu vissulega ekki aukin í samræmi við vísitöluhækkanir. Áfram verði mikið aðhald á öllum sviðum borgarinnar. ÁFRAM AÐHALD Á ÖLLUM SVIÐUM GENGIÐ 10.12.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 235,4865 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,78 124,38 202,23 203,21 182,76 183,78 24,556 24,7 21,525 21,651 17,437 17,539 1,4059 1,4141 197,22 198,4 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.